Forstjóri Uber líkti morði við árekstur sjálfkeyrandi bíls Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 16:56 Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber. Sádar eru einir stærstu fjárfestarnir í fyrirtækinu. Vísir/EPA Morð sádiarabískra yfirvalda á blaðamanninum Jamal Khashoggi var mistök sambærileg við árekstra sem sjálfkeyrandi bílar hafa lent í, að mati Dara Khosrowshahi, forstjóra farveitunnar Uber. Forstjórinn hefur sætt harðri gagnrýni vegna ummælanna sem hann lét falla í viðtali. Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaðamaður, var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið en Khashoggi var í útlegð og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Í viðtali við vefmiðilinn Axios afsakaði Khosrowshahi morðið á Khashoggi sem mistök en Sádar eru einir stærstu hluthafar Uber. Líkti hann morðinu fyrir banaslys sem sjálfkeyrandi bíll Uber átti þátt í. „Þetta eru alvarleg mistök. Við höfum líka gert mistök með sjálfkeyrandi og við höfum hætt akstri og við erum að ná okkur af þeim mistökum. Ég held að fólk geri mistök, það þýðir ekki að það sé ekki hægt að fyrirgefa því nokkurn tímann. Ég held að þeir hafi tekið því alvarlega,“ sagði Khosrowshahi við fréttamann Axios.Benti fréttamaðurinn forstjóranum á að banaslysið með sjálfkeyrandi bílnum hafi átt sér stað vegna skynjara sem brást. „CIA gaf til kynna að krónprinsinn hefði átt þátt í að skipa fyrir um morðið. Það er annað, þið ókuð ekki viljandi yfir einhvern.“ Eftir að myndband af viðtalinu birtist hófu samfélagsmiðlanotendur herferð þar sem þeir hvöttu til þess að Uber yrði sniðgengið, að sögn Washington Post. Khosrowshahi reyndi síðar að leiðrétta það sem hann sagði í viðtalinu. „Ég sagði eitthvað sem ég trúi ekki. Þegar kemur að Jamal Khashoggi, var morðið á honum skammarlegt og það ætti hvorki að gleymast né afsaka,“ sagði forstjórinn í tölvupósti sem hann sendi Axios. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Ökumaðurinn sem sat við stýrið gæti enn verið ákærður fyrir manndráp. 6. mars 2019 11:01 Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri. 8. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Morð sádiarabískra yfirvalda á blaðamanninum Jamal Khashoggi var mistök sambærileg við árekstra sem sjálfkeyrandi bílar hafa lent í, að mati Dara Khosrowshahi, forstjóra farveitunnar Uber. Forstjórinn hefur sætt harðri gagnrýni vegna ummælanna sem hann lét falla í viðtali. Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaðamaður, var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið en Khashoggi var í útlegð og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Í viðtali við vefmiðilinn Axios afsakaði Khosrowshahi morðið á Khashoggi sem mistök en Sádar eru einir stærstu hluthafar Uber. Líkti hann morðinu fyrir banaslys sem sjálfkeyrandi bíll Uber átti þátt í. „Þetta eru alvarleg mistök. Við höfum líka gert mistök með sjálfkeyrandi og við höfum hætt akstri og við erum að ná okkur af þeim mistökum. Ég held að fólk geri mistök, það þýðir ekki að það sé ekki hægt að fyrirgefa því nokkurn tímann. Ég held að þeir hafi tekið því alvarlega,“ sagði Khosrowshahi við fréttamann Axios.Benti fréttamaðurinn forstjóranum á að banaslysið með sjálfkeyrandi bílnum hafi átt sér stað vegna skynjara sem brást. „CIA gaf til kynna að krónprinsinn hefði átt þátt í að skipa fyrir um morðið. Það er annað, þið ókuð ekki viljandi yfir einhvern.“ Eftir að myndband af viðtalinu birtist hófu samfélagsmiðlanotendur herferð þar sem þeir hvöttu til þess að Uber yrði sniðgengið, að sögn Washington Post. Khosrowshahi reyndi síðar að leiðrétta það sem hann sagði í viðtalinu. „Ég sagði eitthvað sem ég trúi ekki. Þegar kemur að Jamal Khashoggi, var morðið á honum skammarlegt og það ætti hvorki að gleymast né afsaka,“ sagði forstjórinn í tölvupósti sem hann sendi Axios.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Ökumaðurinn sem sat við stýrið gæti enn verið ákærður fyrir manndráp. 6. mars 2019 11:01 Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri. 8. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Ökumaðurinn sem sat við stýrið gæti enn verið ákærður fyrir manndráp. 6. mars 2019 11:01
Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri. 8. ágúst 2019 21:00