Innflytjendakonur og ofbeldi Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifar 11. nóvember 2019 14:45 Opinn fundur um þennan málaflokk verður á morgun á vegum ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar í samstarfi við ASÍ, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenréttindafélagið og Kvennaathvarfið. Fundurinn er haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, herbergi 201, 12. nóvember klukkan 8.30 til 10.00. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmiðið að vera fjölmenningarborg sem er eðlilegt skref í borg þar sem tæplega 21 þúsund manns af erlendum uppruna búa í borginni okkar eða um 16% íbúa. Við lítum á fjölbreytileika sem undirstöðu jákvæðrar þróunnar í okkar samfélagi. Við erum að sjálfsögðu stolt af því að vera borg þar sem margir menningarheimar mætast en hingað hefur verið fluttur fjölbreyttur hópur með mismunandi þarfir, óskir og drauma og af mismunandi ástæðum. Þær geta verið vegna vinnu, menntunarmöguleika, menningar eða fjölskyldutengsla eða eru einstaklingar á flótta. Við viljum að innflytjendur hafi tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og séu með aðgang að öllu sem borgin hefur upp á að bjóða. Þess í staðinn heyrum við um mismunun bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði, þar sem launarmunur sem innflytjendur búa við vegur enn þyngra en kynbundinn launamunur. Ekki síst þarf hér að nefna að innflytjendur fá oft ekki vinnu við hæfi og aðgengi að ábyrgðarstörfum virðist lokað fyrir þá. Þetta er auðvitað algjörlega óverjandi og þarf að uppræta. Það er hins vegar full ástæða að staldra við til þess að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega og ekki síst í sambandi við kynbundið ofbeldi. Nánast tvö ár eru síðan við hlustuðum á MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna. Sögurnar þeirra voru ekki eins og sögurnar sem við heyrðum frá íslenskum konum, þær voru í öðru veldi. Þessar konur skorti oft tengslanet, upplýsingar og tungumálakunnáttu til þess að komast út úr sínum aðstæðum og valdeflast. Hvergi er staðan auðsjáanlegri en ef við skoðum tölfræði kvennaathvarfsins en hlutfall dvalarkvenna af erlendum uppruna þar er nú kominn í 64%. Konur af erlendum uppruna verða oft fyrir margþættri mismunun en lausnin er klárlega samstaða - við náum ekki kynjajafnrétti ef allar konur eru ekki með í því. Þegar áskorun frá hópnum „Í skugga valdsins“ birtist þar sem konur í stjórnmálum lýstu ofbeldi sem þær höfðu upplifað, var það tæplega helmingur kvennanna þar sem skrifaði undir með nafni. Í hópi MeToo kvenna af erlendum uppruna voru það einungis 97 af 660. Það segir okkur að íslenskt samfélag á eftir að vinna sér inn traust þessara kvenna og þar er ekki síst verk að vinna fyrir okkur hér. Á þessum fundi förum við yfir lausnir, úrræði og möguleika til að búa til samfélag þar sem allir njóta sín til fulls.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar ReykjavíkurborgarSabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Innflytjendamál Reykjavík Sabine Leskopf Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Opinn fundur um þennan málaflokk verður á morgun á vegum ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar í samstarfi við ASÍ, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenréttindafélagið og Kvennaathvarfið. Fundurinn er haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, herbergi 201, 12. nóvember klukkan 8.30 til 10.00. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmiðið að vera fjölmenningarborg sem er eðlilegt skref í borg þar sem tæplega 21 þúsund manns af erlendum uppruna búa í borginni okkar eða um 16% íbúa. Við lítum á fjölbreytileika sem undirstöðu jákvæðrar þróunnar í okkar samfélagi. Við erum að sjálfsögðu stolt af því að vera borg þar sem margir menningarheimar mætast en hingað hefur verið fluttur fjölbreyttur hópur með mismunandi þarfir, óskir og drauma og af mismunandi ástæðum. Þær geta verið vegna vinnu, menntunarmöguleika, menningar eða fjölskyldutengsla eða eru einstaklingar á flótta. Við viljum að innflytjendur hafi tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og séu með aðgang að öllu sem borgin hefur upp á að bjóða. Þess í staðinn heyrum við um mismunun bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði, þar sem launarmunur sem innflytjendur búa við vegur enn þyngra en kynbundinn launamunur. Ekki síst þarf hér að nefna að innflytjendur fá oft ekki vinnu við hæfi og aðgengi að ábyrgðarstörfum virðist lokað fyrir þá. Þetta er auðvitað algjörlega óverjandi og þarf að uppræta. Það er hins vegar full ástæða að staldra við til þess að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega og ekki síst í sambandi við kynbundið ofbeldi. Nánast tvö ár eru síðan við hlustuðum á MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna. Sögurnar þeirra voru ekki eins og sögurnar sem við heyrðum frá íslenskum konum, þær voru í öðru veldi. Þessar konur skorti oft tengslanet, upplýsingar og tungumálakunnáttu til þess að komast út úr sínum aðstæðum og valdeflast. Hvergi er staðan auðsjáanlegri en ef við skoðum tölfræði kvennaathvarfsins en hlutfall dvalarkvenna af erlendum uppruna þar er nú kominn í 64%. Konur af erlendum uppruna verða oft fyrir margþættri mismunun en lausnin er klárlega samstaða - við náum ekki kynjajafnrétti ef allar konur eru ekki með í því. Þegar áskorun frá hópnum „Í skugga valdsins“ birtist þar sem konur í stjórnmálum lýstu ofbeldi sem þær höfðu upplifað, var það tæplega helmingur kvennanna þar sem skrifaði undir með nafni. Í hópi MeToo kvenna af erlendum uppruna voru það einungis 97 af 660. Það segir okkur að íslenskt samfélag á eftir að vinna sér inn traust þessara kvenna og þar er ekki síst verk að vinna fyrir okkur hér. Á þessum fundi förum við yfir lausnir, úrræði og möguleika til að búa til samfélag þar sem allir njóta sín til fulls.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar ReykjavíkurborgarSabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun