Nú þegar hafa þrír látið lífið í eldunum sem brenna að mestu í norðausturhluta ríkisins og hafa einnig eyðilagt 150 heimili og brennt tæplega eina milljón hektara frá því á föstudag.
Rúmlega hundrað hafa þurft að leita á spítala og þar af eru tuttugu slökkviliðsmenn að því er segir í umfjöllun AP fréttastofunnar.
Eldar brenna einnig í næsta ríki, Queensland og þar eyðilögðust níu heimili í morgun auk þess sem loftgæði eru afar slæm í stórborginni Brisbane.
Veðurspáin gerir ráð fyrir enn verri aðstæðum á morgun, en miklir þurrkar og sterkir vindar hafa gert illt verra í landinu og torveldað alls slökkvistarf.