Bíó og sjónvarp

Bill Murray snýr aftur sem Dr.Venkman

Andri Eysteinsson skrifar
Leikarinn ástsæli er 69 ára gamall.
Leikarinn ástsæli er 69 ára gamall. Getty/Mondadori Portfolio
Stórleikarinn Bill Murray mun snúa aftur á hvíta tjaldið í hlutverki Dr. Peter Venkman í Ghostbuster 2020 og tekur því upp þráðinn frá fyrri Ghostbusters-myndum.

Murray hefur lengi verið orðaður við endurkomu í hlutverkið en ekkert hefur fengist staðfest fyrr en að Dan Aykroyd, sem ekki bara lék í heldur skrifaði upphaflegu Ghostbusters-myndina árið 1984, staðfesti endurkomu Murray í útvarpsviðtali í The Greg Hill Show.

Í viðtalinu greindi Aykroyd frá því að Murray hafi þegar lokið vinnu sinni við myndina, sömu sögu er að segja af leikkonunum Annie Potts og Sigourney Weaver sem báðar léku hlutverk í Ghostbusters I og II.

Murray, Potts og Weaver verða þó ekki í neinum aðalhlutverkum því myndin mun að mestu fjalla um persónur leiknar af Disney-stjörnunni Mckenna Grace, Finn Wolfhard úr Stranger Things, leikkonunni Carrie Coon og leikaranum Paul Rudd. Áætlað er að Ghostbusters 2020 verði frumsýnd ytra í júlí á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.