Mikil þörf reyndist fyrir sárafátæktarsjóð Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 23:09 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Hátt í fimm hundruð manns hafa fengið úthlutað úr sárafátæktarsjóði Rauða krossins frá því hann hóf að úthluta styrkjum fyrir níu mánuðum. Sjóðurinn var settur á laggirnar til að styðja við um sex þúsund manna hóp landsmanna sem býr við mestu fátæktina. Rauði krossinn hóf að úthluta sárafátæktarsjóði í mars á þessu ári en honum var komið á laggirnar með 100 milljón króna stofnframlagi af sjálfsaflafé hreyfingarinnar. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að fram að stofnun sjóðsins hafi hreyfingin aðeins stutt við fólk sem búi við mikla fátækt og neyð með fjárstuðningi í kringum jólin. Hins vegar sé ljóst að þörfin er fyrir hendi allt árið í kring enda glími allt að sex þúsund manns við sára fátækt á hverjum tíma á Íslandi samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Styrkþegar í þessum hópi eigi ekkert eitt sameiginlegt. „Stundum barnmargar fjölskyldur. En í rauninni er ekkert eitt sem þetta fólk á sameiginlegt. Þau eru af ólíkum uppruna og koma víðs vegar að af landinu.“Er þetta fólk sem jafnvel er á vinnumarkaði eða er þetta fólk sem er í bótakerfinu?„Langflestir sem hafa fengið úthlutað eru að einhverju leyti á styrk frá sveitarfélögum,“ segir Brynhildur. Þá oftast fólk sem einhverra hluta vegna fá ekki fullan styrk frá sveitarfélögunum. Úthlutun hófst í mars á þessu ári og hafa um 451 einstaklingur nú þegar fengið úthlutun, eða 215 af 249 umsóknum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá úthlutað úr sjóðnum eru m.a. að vera með undir 200.000 krónum fyrir skatt í tekjur á mánuði fyrir einstaklinga og undir 300.000 krónum fyrir skatt samtals fyrir sambúðarfólk/hjón. Bætur líkt og húsaleigubætur, barnabætur og meðlag eru ekki teknar með inn í þá tölu. Einstaklingar geta fengið allt að 40 þúsund krónur og hjón eða sambúðarfólk 50 þúsund krónum tvisvar á ári.Þannig að þetta er það fólk sem virkilega býr við kröppustu kjörin í samfélaginu?„Já, það má segja það. Þegar við fórum af stað vonuðum við að enginn myndi fá úthlutað, að enginn myndi uppfylla skilyrðin. En það hefur komið í ljós að það er þörf þarna,“ segir Brynhildur Bolladóttir. En auk þessarar aðstoðar úthlutar Rauði krossinn eins og áður styrkjum til efnalítils fólks fyrir jólin. Félagsmál Hjálparstarf Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Hátt í fimm hundruð manns hafa fengið úthlutað úr sárafátæktarsjóði Rauða krossins frá því hann hóf að úthluta styrkjum fyrir níu mánuðum. Sjóðurinn var settur á laggirnar til að styðja við um sex þúsund manna hóp landsmanna sem býr við mestu fátæktina. Rauði krossinn hóf að úthluta sárafátæktarsjóði í mars á þessu ári en honum var komið á laggirnar með 100 milljón króna stofnframlagi af sjálfsaflafé hreyfingarinnar. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að fram að stofnun sjóðsins hafi hreyfingin aðeins stutt við fólk sem búi við mikla fátækt og neyð með fjárstuðningi í kringum jólin. Hins vegar sé ljóst að þörfin er fyrir hendi allt árið í kring enda glími allt að sex þúsund manns við sára fátækt á hverjum tíma á Íslandi samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Styrkþegar í þessum hópi eigi ekkert eitt sameiginlegt. „Stundum barnmargar fjölskyldur. En í rauninni er ekkert eitt sem þetta fólk á sameiginlegt. Þau eru af ólíkum uppruna og koma víðs vegar að af landinu.“Er þetta fólk sem jafnvel er á vinnumarkaði eða er þetta fólk sem er í bótakerfinu?„Langflestir sem hafa fengið úthlutað eru að einhverju leyti á styrk frá sveitarfélögum,“ segir Brynhildur. Þá oftast fólk sem einhverra hluta vegna fá ekki fullan styrk frá sveitarfélögunum. Úthlutun hófst í mars á þessu ári og hafa um 451 einstaklingur nú þegar fengið úthlutun, eða 215 af 249 umsóknum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá úthlutað úr sjóðnum eru m.a. að vera með undir 200.000 krónum fyrir skatt í tekjur á mánuði fyrir einstaklinga og undir 300.000 krónum fyrir skatt samtals fyrir sambúðarfólk/hjón. Bætur líkt og húsaleigubætur, barnabætur og meðlag eru ekki teknar með inn í þá tölu. Einstaklingar geta fengið allt að 40 þúsund krónur og hjón eða sambúðarfólk 50 þúsund krónum tvisvar á ári.Þannig að þetta er það fólk sem virkilega býr við kröppustu kjörin í samfélaginu?„Já, það má segja það. Þegar við fórum af stað vonuðum við að enginn myndi fá úthlutað, að enginn myndi uppfylla skilyrðin. En það hefur komið í ljós að það er þörf þarna,“ segir Brynhildur Bolladóttir. En auk þessarar aðstoðar úthlutar Rauði krossinn eins og áður styrkjum til efnalítils fólks fyrir jólin.
Félagsmál Hjálparstarf Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira