Stefnt að nýjum innanlands- og varaflugvelli í Hvassahrauni Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 19:31 Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum. Jafnframt verður nú þegar ráðist í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins þar sem gengið var út frá að tveir flugvellir verði á því svæði. Í megindráttum komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að uppbygging alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni myndi kosta þrjú til fjögur hundruð milljarða, en innanlandsflugvallar þar, sem jafnframt væri varaflugvöllur fyrir millilandaflug og sinnti æfinga- og kennsluflugi, kostaði um 44 milljarða króna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag í dag sem gerir ráð fyrir að borgin og ríkið standi að nauðsynlegum rannsóknum til byggingar innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.„Þetta þýðir það að stefnan er sett á Hvassahraunsflugvöll. Að því gefnu að rannsóknirnar sem nú er búið að gera samkomulag um að fjármagna sýni fram á að það sé vænlegur kostur eins og flest bendir til,“ segir Dagur.Veðurfarsrannsóknir muni alla vega taka tvö ár. Síðan þurfi að skoða vatnsverndarmál, samgöngur og ef niðurstöður verði jákvæðar þurfi að fara í umhverfismat og fleira. „Þannig að þetta er nokkurra ára ferli. Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri,“ segir borgarstjóri.En ef allt gengur upp reiknar stýrihópurinn með að það taki fimmtán til sautján ár að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Borgarstjóri segir það auka trúverðugleika málsins að auk fulltrúa ríkis og borgar hafi fulltrúar stóru flugfélaganna og Ísavía komið að málum. Hann hafi því trú á að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni innan tuttugu ára.„Þau lönd sem hafa verið fljótust að þessu hafa drifið upp flugvöll á fimm til sjö árum. Miðað við okkar lagaumhverfi er það of stuttur tími en tuttugu ár eru líka of langur tími,“ segir Dagur B. Eggertsson.Ráðast á nú þegar í tveggja milljarða framkvæmdir við að gera Egilsstaðaflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflugið en engar áætlanir voru kynntar í þeim efnum fyrir Akureyri. Þá er gengið út frá áframhaldandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næstu árum upp á um 160 milljarða króna. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Vogar Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum. Jafnframt verður nú þegar ráðist í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins þar sem gengið var út frá að tveir flugvellir verði á því svæði. Í megindráttum komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að uppbygging alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni myndi kosta þrjú til fjögur hundruð milljarða, en innanlandsflugvallar þar, sem jafnframt væri varaflugvöllur fyrir millilandaflug og sinnti æfinga- og kennsluflugi, kostaði um 44 milljarða króna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag í dag sem gerir ráð fyrir að borgin og ríkið standi að nauðsynlegum rannsóknum til byggingar innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.„Þetta þýðir það að stefnan er sett á Hvassahraunsflugvöll. Að því gefnu að rannsóknirnar sem nú er búið að gera samkomulag um að fjármagna sýni fram á að það sé vænlegur kostur eins og flest bendir til,“ segir Dagur.Veðurfarsrannsóknir muni alla vega taka tvö ár. Síðan þurfi að skoða vatnsverndarmál, samgöngur og ef niðurstöður verði jákvæðar þurfi að fara í umhverfismat og fleira. „Þannig að þetta er nokkurra ára ferli. Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri,“ segir borgarstjóri.En ef allt gengur upp reiknar stýrihópurinn með að það taki fimmtán til sautján ár að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Borgarstjóri segir það auka trúverðugleika málsins að auk fulltrúa ríkis og borgar hafi fulltrúar stóru flugfélaganna og Ísavía komið að málum. Hann hafi því trú á að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni innan tuttugu ára.„Þau lönd sem hafa verið fljótust að þessu hafa drifið upp flugvöll á fimm til sjö árum. Miðað við okkar lagaumhverfi er það of stuttur tími en tuttugu ár eru líka of langur tími,“ segir Dagur B. Eggertsson.Ráðast á nú þegar í tveggja milljarða framkvæmdir við að gera Egilsstaðaflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflugið en engar áætlanir voru kynntar í þeim efnum fyrir Akureyri. Þá er gengið út frá áframhaldandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næstu árum upp á um 160 milljarða króna.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Vogar Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira