Ummæli Trumps sögð ganga í berhögg við hans eigin orð Eiður Þór Árnason skrifar 27. nóvember 2019 23:55 Trump virðist vera mjög ánægður með störf lögmanns síns. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að aðhafast í málefnum Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir sína hönd. Athygli vekur að þessi nýjasta fullyrðing Trumps er í mótsögn við það sem hann sagði í frægu símtali sínu við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí síðastliðnum. Umrætt símtal er rót yfirstandandi rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþingsins á mögulegum embættisbrotum Trumps. Einnig eru ummæli Trumps sögð hafa gengið í berhögg við eiðsvarinn vitnisburð ráðherra hans og starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í viðtali í gær hjá útvarpsmanninum Bill O'Reilly var Trump spurður út í það hvort að hann hafi óskað eftir afskiptum Giuliani í Úkraínu. Því svaraði hann neitandi áður en hann hóf að lofsyngja lögmann sinn og kallaði hann „stórkostlegan baráttumann gegn spillingu“ og besta borgarstjóra sem New York búar hafi átt. Þegar þáttastjórnandinn kallaði eftir frekari svörum frá Trump ítrekaði hann enn fremur svar sitt. „Nei, ég bað hann ekki um það, en hann er stríðsmaður. Rudy er stríðsmaður. Rudy fór þangað, mögulega sá hann eitthvað. En þú verður að átta þig á því að Rudy starfar líka fyrir fleiri,“ sagði Trump og fullyrti jafnframt að Giuliani hafi starfað í landinu árum saman. Bent hefur verið á að þessi svör forsetans eru í litlu samræmi við gróft eftirrit hins víðfræga símtals hans og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Í því má sjá Trump ítrekað leggja til milligöngu Giuliani þegar kom að því að reyna að fá Zelensky til að hefja rannsókn á viðskiptaþátttöku Hunter Biden í landinu. Hunter Biden er sonur Joe Biden, eins fremsta forsetaframbjóðendaefnis Demókrataflokksins. Í símtalinu fór Trump meðal annars fögrum orðum um Giuliani og sagði ítrekað að hann ætlaði að óska eftir því að lögmaðurinn myndi hafa samband við Úkraínuforseta til að ræða næstu skref og fá niðurstöðu í málið. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24 Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45 Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að aðhafast í málefnum Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir sína hönd. Athygli vekur að þessi nýjasta fullyrðing Trumps er í mótsögn við það sem hann sagði í frægu símtali sínu við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí síðastliðnum. Umrætt símtal er rót yfirstandandi rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþingsins á mögulegum embættisbrotum Trumps. Einnig eru ummæli Trumps sögð hafa gengið í berhögg við eiðsvarinn vitnisburð ráðherra hans og starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í viðtali í gær hjá útvarpsmanninum Bill O'Reilly var Trump spurður út í það hvort að hann hafi óskað eftir afskiptum Giuliani í Úkraínu. Því svaraði hann neitandi áður en hann hóf að lofsyngja lögmann sinn og kallaði hann „stórkostlegan baráttumann gegn spillingu“ og besta borgarstjóra sem New York búar hafi átt. Þegar þáttastjórnandinn kallaði eftir frekari svörum frá Trump ítrekaði hann enn fremur svar sitt. „Nei, ég bað hann ekki um það, en hann er stríðsmaður. Rudy er stríðsmaður. Rudy fór þangað, mögulega sá hann eitthvað. En þú verður að átta þig á því að Rudy starfar líka fyrir fleiri,“ sagði Trump og fullyrti jafnframt að Giuliani hafi starfað í landinu árum saman. Bent hefur verið á að þessi svör forsetans eru í litlu samræmi við gróft eftirrit hins víðfræga símtals hans og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Í því má sjá Trump ítrekað leggja til milligöngu Giuliani þegar kom að því að reyna að fá Zelensky til að hefja rannsókn á viðskiptaþátttöku Hunter Biden í landinu. Hunter Biden er sonur Joe Biden, eins fremsta forsetaframbjóðendaefnis Demókrataflokksins. Í símtalinu fór Trump meðal annars fögrum orðum um Giuliani og sagði ítrekað að hann ætlaði að óska eftir því að lögmaðurinn myndi hafa samband við Úkraínuforseta til að ræða næstu skref og fá niðurstöðu í málið.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24 Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45 Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29
Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24
Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45
Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54