Landsvirkjun hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2019 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 16:37 Verðlaunahafar ásamt ráðherra og fleirum. Kristinn Ingvarsson Landsvirkjun hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2019 en þau voru veitt á fundi um jafnréttismál sem haldinn var í Hátíðasal Háskóla Íslands í morgun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tók við viðurkenningunni úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hvatningarverðlaun jafnréttismála voru nú veitt í sjötta sinn en markmið þeirra er að vekja athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfsemi sinni og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Verðlaunin eru veitt fyrirtæki sem hefur stuðlað að jöfnum möguleikum kynjanna til starfsframa, jöfnum launum, jafnvægi í kynjahlutföllum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu kemur meðal annars fram: „Landsvirkjun hefur lagt ríka áherslu á að skapa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggja til grundvallar. Tekið er mið af jafnréttismálum í heildarstefnu fyrirtækisins og er ávinningurinn áþreifanlegur. Grasrót fyrirtækisins hefur verið mjög öflug og var aðgerðaáætlun jafnréttismála mynduð úr umbótatillögum starfsfólks. Umfjöllun um jafnréttismál hefur verið tekin upp með fjölbreyttum hætti og er forstjóri eigandi verkefnisins og formaður jafnréttisnefndar. Breið nálgun við greiningu á stöðu jafnréttis í fyrirtækinu er í forgrunni. Áður fyrr var lagður fremur þröngur skilningur í jafnréttishugtakið og lítið horft til veigamikilla atriða svo sem menningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækisins. Landsvirkjun hefur farið framsæknar leiðir í innri markaðssetningu á jafnrétti. Í allri jafnréttisvinnunni hefur verið haft að leiðarljósi að hjálpast að við að skilja jafnrétti og þróa vinnustaðamenninguna saman sem heild. Hjá Landsvirkjun er vilji til að hafa áhrif og miðla jafnréttisvinnu og hugmyndum í samfélaginu. Í þeirra hugum eru jafnréttismál ekki átak, það er komið til að vera. Þau eru meðvituð um hvar þau standa, hvert þau vilja komast og gera sér grein fyrir mikilvægi jafnréttis í sjálfbærum heimi.“ „Jafnréttismál hafa verið í forgangi hjá okkur í Landsvirkjun undanfarin ár. Þegar lagt hefur verið af stað í slíka vegferð verður ekki aftur snúið. Með því að vinna markvisst að jafnrétti á öllum sviðum fyrirtækisins og gera breytingar á stóru og smáu erum við að sjá árangur og fyrirtækið er að þróast hraðar en áður. Það er okkur mikilvægt því við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir framúrskarandi fólk af öllum kynjum. Verðlaunin eru okkur mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Mikið verk óunnið í jafnréttismálum „Þó að við séum í fremstu röð meðal þjóða í jafnréttismálum erum við skást, ekki best, enda mikið eftir. Það er mikilvægt að fagna því sem vel er gert og Hvatningarverðlaunin stuðla að því að við höldum áfram að taka rétt skref í átt að markmiðinu. Ég óska Landsvirkjun til hamingju með viðurkenninguna og hvet auðvitað aðra til að keppa að sama marki,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarrráðherra, í ávarpi sínu við afhendingu verðlaunanna. Á fundinum í morgun voru enn fremur flutt þrjú erindi um jafnréttismál. Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, sem hlaut Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018, sagði frá aðgerðum og árangri fyrirtækisins í jafnréttismálum og Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar og samskipta hjá Icelandair, fjallaði um stefnumótun flugfélagsins sem snertir jafnfréttismál og samfélagsábyrgð. Stefnumótunin gerir m.a. ráð fyrir að fjölga konum í stétt flugmanna og flugvirkja og körlum í starfi flugþjóna á næstu árum. Ólöf Júlíusdóttir, sem hefur nýlokið doktorsprófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands, kynnti enn fremur rannsókn sína en þar leitaðist hún við að skýra valdaójafnvægi kvenna og karla í framkvæmdastjórnarstöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf benti á að þrátt fyrir árangur í jafnréttismálum hér á landi hefði staða kvenna í æðstu stjórnendastöðum ekki breyst mikið. „Konur taka enn mun meiri ábyrgð heima fyrir og karlamenning er enn ríkjandi í fyrirtækjum sem kemur til að mynda fram í löngum vinnudögum og kröfu um „mingl“ ferðir fjarri heimilum. Viljum við breyta þessu og þá hvernig?“ spurði hún í erindi sínu. Að Hvatningarverðlaunum jafnréttismála standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands, Samtök atvinnulífsins og UN Women á Íslandi. Jafnréttismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Landsvirkjun hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2019 en þau voru veitt á fundi um jafnréttismál sem haldinn var í Hátíðasal Háskóla Íslands í morgun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tók við viðurkenningunni úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hvatningarverðlaun jafnréttismála voru nú veitt í sjötta sinn en markmið þeirra er að vekja athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfsemi sinni og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Verðlaunin eru veitt fyrirtæki sem hefur stuðlað að jöfnum möguleikum kynjanna til starfsframa, jöfnum launum, jafnvægi í kynjahlutföllum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu kemur meðal annars fram: „Landsvirkjun hefur lagt ríka áherslu á að skapa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggja til grundvallar. Tekið er mið af jafnréttismálum í heildarstefnu fyrirtækisins og er ávinningurinn áþreifanlegur. Grasrót fyrirtækisins hefur verið mjög öflug og var aðgerðaáætlun jafnréttismála mynduð úr umbótatillögum starfsfólks. Umfjöllun um jafnréttismál hefur verið tekin upp með fjölbreyttum hætti og er forstjóri eigandi verkefnisins og formaður jafnréttisnefndar. Breið nálgun við greiningu á stöðu jafnréttis í fyrirtækinu er í forgrunni. Áður fyrr var lagður fremur þröngur skilningur í jafnréttishugtakið og lítið horft til veigamikilla atriða svo sem menningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækisins. Landsvirkjun hefur farið framsæknar leiðir í innri markaðssetningu á jafnrétti. Í allri jafnréttisvinnunni hefur verið haft að leiðarljósi að hjálpast að við að skilja jafnrétti og þróa vinnustaðamenninguna saman sem heild. Hjá Landsvirkjun er vilji til að hafa áhrif og miðla jafnréttisvinnu og hugmyndum í samfélaginu. Í þeirra hugum eru jafnréttismál ekki átak, það er komið til að vera. Þau eru meðvituð um hvar þau standa, hvert þau vilja komast og gera sér grein fyrir mikilvægi jafnréttis í sjálfbærum heimi.“ „Jafnréttismál hafa verið í forgangi hjá okkur í Landsvirkjun undanfarin ár. Þegar lagt hefur verið af stað í slíka vegferð verður ekki aftur snúið. Með því að vinna markvisst að jafnrétti á öllum sviðum fyrirtækisins og gera breytingar á stóru og smáu erum við að sjá árangur og fyrirtækið er að þróast hraðar en áður. Það er okkur mikilvægt því við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir framúrskarandi fólk af öllum kynjum. Verðlaunin eru okkur mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Mikið verk óunnið í jafnréttismálum „Þó að við séum í fremstu röð meðal þjóða í jafnréttismálum erum við skást, ekki best, enda mikið eftir. Það er mikilvægt að fagna því sem vel er gert og Hvatningarverðlaunin stuðla að því að við höldum áfram að taka rétt skref í átt að markmiðinu. Ég óska Landsvirkjun til hamingju með viðurkenninguna og hvet auðvitað aðra til að keppa að sama marki,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarrráðherra, í ávarpi sínu við afhendingu verðlaunanna. Á fundinum í morgun voru enn fremur flutt þrjú erindi um jafnréttismál. Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, sem hlaut Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018, sagði frá aðgerðum og árangri fyrirtækisins í jafnréttismálum og Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar og samskipta hjá Icelandair, fjallaði um stefnumótun flugfélagsins sem snertir jafnfréttismál og samfélagsábyrgð. Stefnumótunin gerir m.a. ráð fyrir að fjölga konum í stétt flugmanna og flugvirkja og körlum í starfi flugþjóna á næstu árum. Ólöf Júlíusdóttir, sem hefur nýlokið doktorsprófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands, kynnti enn fremur rannsókn sína en þar leitaðist hún við að skýra valdaójafnvægi kvenna og karla í framkvæmdastjórnarstöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf benti á að þrátt fyrir árangur í jafnréttismálum hér á landi hefði staða kvenna í æðstu stjórnendastöðum ekki breyst mikið. „Konur taka enn mun meiri ábyrgð heima fyrir og karlamenning er enn ríkjandi í fyrirtækjum sem kemur til að mynda fram í löngum vinnudögum og kröfu um „mingl“ ferðir fjarri heimilum. Viljum við breyta þessu og þá hvernig?“ spurði hún í erindi sínu. Að Hvatningarverðlaunum jafnréttismála standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands, Samtök atvinnulífsins og UN Women á Íslandi.
Jafnréttismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira