Lækka leiguverð til að halda í leigjendur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 12:20 Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, á þinginu í dag. Íbúðalánasjóður Innkoma Bjargs íbúðafélags á leigumarkaðinn hefur strax haft áhrif á leiguverð á markaðnum. Þannig hafa leigusalar á almennum markaði lækkað leiguverð til þess að halda í leigjendur, frekar en að missa þá. Þetta kom fram í máli Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra Bjargs íbúðafélags ASÍ og BSRB á Húsnæðisþingi sem nú stendur yfir á Hilton hótelinu. Mikil kjarabót Bjarg var stofnað á grunni laga um almennar íbúðir fyrir þremur árum. Hugmyndin með félaginu er að fólk í lægri tekjuþrepum gæti leigt öruggt húsnæði á viðunandi kjörum, samkvæmt ákveðnum reglum. Leiguverðið er að mati Björns gríðarleg kjarabót fyrir fólk, þar sem getur munað tugum þúsunda í hverjum mánuði á leiguverði hjá Bjargi og því sem gengur og gerist á almennum markaði. „Þetta er ein mesta kjarabót sem þeir tekjuminni geta fengið”, sagði Björn.Halda fast í leigjendur Hann benti á að nú hafi þegar verið afhentar 152 íbúðir og að yfir 300 væru í byggingu. Von væri á enn fleiri íbúðum frá Bjargi á næstu árum og í rauninni væru umsvif félagsins allt að því á pari við nýjan Landspítala. Innkoma Bjargs á markaðinn hefði hins vegar haft þegar haft óviðbúin en jákvæð áhrif fyrir leigjendur.Frá húsnæðisþinginu í dag.Íbúðalánasjóður„Þetta hefur strax haft áhrif á leiguverð á almennum markaði. Við sjáum að leigutakar sem voru búnir að fá íbúð hjá okkur koma og segja að leigusalinn hafi ekki viljað missa þá, svo þeir lækkuðu leiguna. Þessu gerðum við ekki ráð fyrir. Þetta er óvænt,” segir Björn.Munar um fermetrana Í máli Björns á þinginu kom fram að til að geta boðið lægra leiguverð byggi Bjarg hagkvæmar smærri íbúðir, íbúðir sem takmarkað framboð hafi verið af á markaði. Að minnka íbúð um 20 fermetra geti lækkað leigu um fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Leiguverð fyrir þriggja herbergja 68 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu hjá Bjargi er um 160 þúsund krónur að sögn Björns. Á almennum leigumarkaði sé leiguverð fyrir sömu fermetra, oftast tveggja herbegja íbúð, yfir 200 þúsund.Streymi frá húsnæðisþinginu má sjá hér. Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Innkoma Bjargs íbúðafélags á leigumarkaðinn hefur strax haft áhrif á leiguverð á markaðnum. Þannig hafa leigusalar á almennum markaði lækkað leiguverð til þess að halda í leigjendur, frekar en að missa þá. Þetta kom fram í máli Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra Bjargs íbúðafélags ASÍ og BSRB á Húsnæðisþingi sem nú stendur yfir á Hilton hótelinu. Mikil kjarabót Bjarg var stofnað á grunni laga um almennar íbúðir fyrir þremur árum. Hugmyndin með félaginu er að fólk í lægri tekjuþrepum gæti leigt öruggt húsnæði á viðunandi kjörum, samkvæmt ákveðnum reglum. Leiguverðið er að mati Björns gríðarleg kjarabót fyrir fólk, þar sem getur munað tugum þúsunda í hverjum mánuði á leiguverði hjá Bjargi og því sem gengur og gerist á almennum markaði. „Þetta er ein mesta kjarabót sem þeir tekjuminni geta fengið”, sagði Björn.Halda fast í leigjendur Hann benti á að nú hafi þegar verið afhentar 152 íbúðir og að yfir 300 væru í byggingu. Von væri á enn fleiri íbúðum frá Bjargi á næstu árum og í rauninni væru umsvif félagsins allt að því á pari við nýjan Landspítala. Innkoma Bjargs á markaðinn hefði hins vegar haft þegar haft óviðbúin en jákvæð áhrif fyrir leigjendur.Frá húsnæðisþinginu í dag.Íbúðalánasjóður„Þetta hefur strax haft áhrif á leiguverð á almennum markaði. Við sjáum að leigutakar sem voru búnir að fá íbúð hjá okkur koma og segja að leigusalinn hafi ekki viljað missa þá, svo þeir lækkuðu leiguna. Þessu gerðum við ekki ráð fyrir. Þetta er óvænt,” segir Björn.Munar um fermetrana Í máli Björns á þinginu kom fram að til að geta boðið lægra leiguverð byggi Bjarg hagkvæmar smærri íbúðir, íbúðir sem takmarkað framboð hafi verið af á markaði. Að minnka íbúð um 20 fermetra geti lækkað leigu um fimmtíu þúsund krónur á mánuði. Leiguverð fyrir þriggja herbergja 68 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu hjá Bjargi er um 160 þúsund krónur að sögn Björns. Á almennum leigumarkaði sé leiguverð fyrir sömu fermetra, oftast tveggja herbegja íbúð, yfir 200 þúsund.Streymi frá húsnæðisþinginu má sjá hér.
Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent