Gert ráð fyrir ríflega 100 milljóna lakari afkomu en eftir aðra umræðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 15:38 Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. Fréttablaðið/Anton Nú stendur yfir á Alþingi þriðja umræða um fjárlög ársins 2019. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, gerði grein fyrir nefndaráliti meirihluta nefndarinnar við upphaf umræðunnar en þar segir að þær breytingatillögur sem komið hafa fram milli umræðna séu að mestu leyti tæknilegs eðlis. Tvær breytingatillögur séu þó gerðar sem hafa áhrif á afkomuna, samtals að fjárhæð 102,6 milljónir króna, sem leiða til lakari afkomu en miðað var við eftir aðra umræðu.Sjá einnig: Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Annars vegar er um að ræða aukin framlög vegna verðlagsbóta á viðbótarsamningi milli ríkis og kirkju upp á tæpar 83 milljónir. Hins vegar að veitt verði 20 milljón króna tímabundið framlag til stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, að því er segir í meirihlutaáliti fjárlaganefndar.Telur ekki þörf á hækkun til skattaeftirlits „Meirihlutinn vekur athygli á því að hann telur ekki þörf á að leggja til frekari hækkun á framlögum til þeirra aðila sem vinna við að tryggja virkt skatteftirlit að sinni. Í frumvarpinu er nú þegar gert ráð fyrir 200 milljón króna hækkun til embættis ríkisskattstjóra vegna aukins skatteftirlits sem útfært verður með því að styrkja bæði eftirlitssvið, greiningarteymi og tekjuskráningareftirlit hjá embættinu,“ segir meðal annars í nefndarálitinu. Vísað er einnig til aðgerða sem stjórnvöld kynntu um miðjan nóvember sem snúi meðal annars að hertri löggjöf um skattundanskot og fjölgun upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var á Alþingi í gær sakaður um að brjóta lög um opinber fjármál með því að ætla að veita auknu fjármagni til eftirlitsstofnanna vegna Samherjamálsins. Það aukfjármagn muni koma úr sérstökum sjóðum en ekki í gegnum fjárlög.Sjá einnig: Bjarni rauk af þingfundi í fússiÍ nefndarálitinu segir einnig að árinu 2017 hafa framlög til ríkisskattstjóra verið aukin að raungildi um tæp 14%. „Að auki er vakin athygli á því að varasjóður málaflokksins hljóðar upp á 77,4 millj. kr. á næsta ári og er hægt að nota hann til þess að efla skatteftirlit enn meira ef þörf krefur. Þá skal þess getið að almennur varasjóður þessa árs hefur ekki verið fullnýttur enn sem komið er og því svigrúm til að bregðast við útgjaldatilefnum innan ársins í ár,“ segir í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 14:41 Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Nú stendur yfir á Alþingi þriðja umræða um fjárlög ársins 2019. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, gerði grein fyrir nefndaráliti meirihluta nefndarinnar við upphaf umræðunnar en þar segir að þær breytingatillögur sem komið hafa fram milli umræðna séu að mestu leyti tæknilegs eðlis. Tvær breytingatillögur séu þó gerðar sem hafa áhrif á afkomuna, samtals að fjárhæð 102,6 milljónir króna, sem leiða til lakari afkomu en miðað var við eftir aðra umræðu.Sjá einnig: Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Annars vegar er um að ræða aukin framlög vegna verðlagsbóta á viðbótarsamningi milli ríkis og kirkju upp á tæpar 83 milljónir. Hins vegar að veitt verði 20 milljón króna tímabundið framlag til stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, að því er segir í meirihlutaáliti fjárlaganefndar.Telur ekki þörf á hækkun til skattaeftirlits „Meirihlutinn vekur athygli á því að hann telur ekki þörf á að leggja til frekari hækkun á framlögum til þeirra aðila sem vinna við að tryggja virkt skatteftirlit að sinni. Í frumvarpinu er nú þegar gert ráð fyrir 200 milljón króna hækkun til embættis ríkisskattstjóra vegna aukins skatteftirlits sem útfært verður með því að styrkja bæði eftirlitssvið, greiningarteymi og tekjuskráningareftirlit hjá embættinu,“ segir meðal annars í nefndarálitinu. Vísað er einnig til aðgerða sem stjórnvöld kynntu um miðjan nóvember sem snúi meðal annars að hertri löggjöf um skattundanskot og fjölgun upplýsingaskiptasamninga við önnur ríki. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var á Alþingi í gær sakaður um að brjóta lög um opinber fjármál með því að ætla að veita auknu fjármagni til eftirlitsstofnanna vegna Samherjamálsins. Það aukfjármagn muni koma úr sérstökum sjóðum en ekki í gegnum fjárlög.Sjá einnig: Bjarni rauk af þingfundi í fússiÍ nefndarálitinu segir einnig að árinu 2017 hafa framlög til ríkisskattstjóra verið aukin að raungildi um tæp 14%. „Að auki er vakin athygli á því að varasjóður málaflokksins hljóðar upp á 77,4 millj. kr. á næsta ári og er hægt að nota hann til þess að efla skatteftirlit enn meira ef þörf krefur. Þá skal þess getið að almennur varasjóður þessa árs hefur ekki verið fullnýttur enn sem komið er og því svigrúm til að bregðast við útgjaldatilefnum innan ársins í ár,“ segir í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32 Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 14:41 Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Situr fastur í vaxtasúpu og býst við bílskúrssmíði fyrir börnin Flestum þykir ekki nóg gert en þeim fjölgar sem telja of langt gengið Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Sjá meira
Bjarni rauk af þingfundi í fússi Stjórnarandstaðan sótti hart að fjármálaráðherra á þinginu. 25. nóvember 2019 16:32
Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 14:41
Hyggst vinna sína vinnu áfram Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, innti eftir viðbröðgum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, við þeim kröfum sem mótmælendur höfðu uppi á útifundinum sem fram fór á Austurvelli um helgina vegna Samherjamálsins. 25. nóvember 2019 15:30