Tuttugu mánuðir í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2019 16:46 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Fréttablaðið/GVA Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Maðurinn var tekinn til hliðar á grænu tollahliði við komuna til Keflavíkur frá Katowice þann 1. febrúar á þessu ári. Við leit í farangri fundust sterar á töfluformi og Ballantines flaska í poka í farangrinum. Hann sagðist hafa tekið flöskuna fyrir vin sinn og að hún væri óátekin. Stroka af flöskunni gaf til kynna að um amfetamín væri að ræða. Var hann þá færður í fangaklefa og sagði að lokinni líkamsleit að einhver sem hann þekkti ekki hefði látið hann hafa flöskuna með þeim skilaboðum um að hann mætti ekki drekka innihaldið. Hjá lögreglu sagðist hann hafa búið á Íslandi í þrjú ár en skroppið í frí til Póllands. Hann hefði keypt töflurnar og vökva sjálfur og ætlað að neyta. Hins vegar hefði ónefndur maður búsettur á Íslandi, líklega af litháískum uppruna, beðið hann fyrir flöskunni og heitið honum greiðslur fyrir. Hann tjáði lögreglu í fyrstu maður sem hann hitti á djamminu hefði látið hann hafa þúsund zlot og lofað tífaldri þeirri upphæð kæmi hann með flöskuna til landsins. Hann hefði talið að um dýrt áfengi væri að ræða. Í skýrslu hjá lögreglu mánuði síðar breytti hann framburðinum og sagðist ekki hafa komið með neina flösku til landsins. Engin lás hafi verið á tösku hans og einhver hefði líklega sett flöskuna í töskuna. Aðspurður um fyrri framburð sagðist hann hafa verið stressaður og á þunglyndislyfjum. Tollverðirnir sögðu fyrir dómi ekkert eftirminnilegt við háttalag ákærða. Héraðsdómur lagði því til grundvallar að maðurinn hefði vitað af flöskunni í farangrinum. Í ljósi styrkleika amfetamínsbasans og magns þótti dómi augljóst að efnið hefði verið ætlað til söludreifingar. Var refsing hans ákveðin tuttugu mánuðir í fangelsi. Dómsmál Fíkn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Pólskur karlmaður hefur verið dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og tolla-, lyfsölu- og lyfjalagabrot. Hann var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku fyrir innflutning á 900 millilítrum af amfetamínbasa, 95 steratengdum töflum og 120 millilítra af steravökva. Maðurinn var tekinn til hliðar á grænu tollahliði við komuna til Keflavíkur frá Katowice þann 1. febrúar á þessu ári. Við leit í farangri fundust sterar á töfluformi og Ballantines flaska í poka í farangrinum. Hann sagðist hafa tekið flöskuna fyrir vin sinn og að hún væri óátekin. Stroka af flöskunni gaf til kynna að um amfetamín væri að ræða. Var hann þá færður í fangaklefa og sagði að lokinni líkamsleit að einhver sem hann þekkti ekki hefði látið hann hafa flöskuna með þeim skilaboðum um að hann mætti ekki drekka innihaldið. Hjá lögreglu sagðist hann hafa búið á Íslandi í þrjú ár en skroppið í frí til Póllands. Hann hefði keypt töflurnar og vökva sjálfur og ætlað að neyta. Hins vegar hefði ónefndur maður búsettur á Íslandi, líklega af litháískum uppruna, beðið hann fyrir flöskunni og heitið honum greiðslur fyrir. Hann tjáði lögreglu í fyrstu maður sem hann hitti á djamminu hefði látið hann hafa þúsund zlot og lofað tífaldri þeirri upphæð kæmi hann með flöskuna til landsins. Hann hefði talið að um dýrt áfengi væri að ræða. Í skýrslu hjá lögreglu mánuði síðar breytti hann framburðinum og sagðist ekki hafa komið með neina flösku til landsins. Engin lás hafi verið á tösku hans og einhver hefði líklega sett flöskuna í töskuna. Aðspurður um fyrri framburð sagðist hann hafa verið stressaður og á þunglyndislyfjum. Tollverðirnir sögðu fyrir dómi ekkert eftirminnilegt við háttalag ákærða. Héraðsdómur lagði því til grundvallar að maðurinn hefði vitað af flöskunni í farangrinum. Í ljósi styrkleika amfetamínsbasans og magns þótti dómi augljóst að efnið hefði verið ætlað til söludreifingar. Var refsing hans ákveðin tuttugu mánuðir í fangelsi.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira