Fimm leikir fóru fram í NBA körfuboltanum vestanhafs í gær og í nótt. Enn einu sinni var það slóvenska undrið Luka Doncic sem stal senunni.
Þessi tvítugi snillingur hefur verið algjörlega óstöðvandi í undanförnum leikjum og hann var langbesti maður vallarins með 41 stig og 10 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks tók James Harden og félaga í Houston Rockets í kennslustund og það á heimavelli Rockets. Lokatölur 123-137.
Harden var einnig atkvæðamikill og var nálægt þrefaldri tvennu með 32 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst en Russell Westbrook kom næstur í stigaskorun með 27 stig.
Denver Nuggets hefur byrjað mótið vel og urðu ekki á nein mistök þegar liðið fékk Phoenix Suns í heimsókn. Tólfti sigur Nuggets og hefur liðið aðeins tapað þremur leikjum.
Þá vann Brooklyn Nets nágrannaslaginn við New York Knicks í Madison Square Garden með naumindum, 101-103. Knicks með næst slakasta árangur allra liða með aðeins fjóra sigurleiki en þrettán töp.
Úrslit gærdagsins
New York Knicks 101-103 Brooklyn Nets
Houston Rockets 123-137 Dallas Mavericks
Washington Wizards 106-113 Sacramento Kings
Denver Nuggets 116-104 Phoenix Suns
Los Angeles Clippers 134-109 New Orleans Pelicans
Doncic lék sér að Harden og félögum
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



