Vitnisburður síðustu vikna styður ásakanir gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2019 11:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði embættismönnum að vinna með Rudy Guiliani, einkalögmanni hans, varðandi málefni Úkraínu og þvinguðu þeir forsvarsmenn ríkisins til að lýsa því yfir opinberlega að Úkraínumenn ætluðu sér að rannsaka pólitískan andstæðing forsetann og aðra rannsókn sem grafa átti undan Rússarannsókninni svokölluðu og Landsnefnd Demókrataflokksins. Bæði bandarískir og úkraínskir embættismenn óttuðust að Trump hefði fryst tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoð, sem Úkraína reiðir sig á til að sporna gegn aðgerðum Rússa, þar til Volodymir Zelensky, forseti Úkraínu, tilkynnti rannsóknirnar tvær opinbera.Eins og AP fréttaveitan bendir á hafa fjöldi vitna staðfest þessa atburðarás, sem sýnir að Trump beitti valdi sínu sem forseti til að reyna að þvinga annað ríki, sem treystir á aðstoð Bandaríkjanna, til að hjálpa sér persónulega.Sjá einnig: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“Þingmenn Demókrataflokksins, eru samkvæmt fjölmiðlum ytra, margir hverjir á þeirri skoðun að rétt væri að kæra Trump formlega fyrir embættisbrot. Ef sú ákæra yrði samþykkt af fulltrúadeildinni, færi hún fyrir öldungadeildina. Sú deild myndi breytast í nokkurs konar réttarsal þar sem þingmenn væru í hlutverki kviðdómenda. Fulltrúadeildin myndi leggja fram sönnunargögn sín, kalla til vitni og svo framvegis á meðan Hvíta húsið myndi leggja fram vörn Trump. Til að víkja Trump úr embætti þyrftu tveir þriðju þingmanna öldungadeildarinnar að greiða atkvæði með því. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni (53-47).Hér má sjá samantekt Washington Post á því helsta sem fram kom í vitnaleiðslum gærdagsins.Hópur öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins fór á fund í Hvíta húsinu í gær þar sem þeir ræddu við Pat Cipollone, lögmann Hvíta hússins, Kellyanne Conway, ráðgjafa Trump, Jared Kushner, tengdason hans, og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Þar komust þau að þeirri niðurstöðu að verði Trump ákærður af fulltrúadeildinni muni öldungadeildarþingmenn hlýða á málflutning fulltrúadeildarinnar og Hvíta hússins og ekki fella niður ákæruna án umhugsunar, eins og einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lagt til.Sjá einnig: Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærðurSamkvæmt frétt Politico, um fundinn er það Hvíta húsið sem vill að málflutningurinn fari fram og þá sérstaklega vegna þess hvernig Repúblikanar hafa gagnrýnt Demókrataflokkinn fyrir framkvæmd rannsóknar þeirra á meintum embættisbrotum Trump.Þar að auki vilja þingmenn Repúblikanaflokksins ekki að það líti út fyrir að þeir hafi fellt málið niður án þess að hlusta á málflutning þess. Talsmenn Hvíta hússins segja Trump vilja að réttarhöldin fari fram vegna þess að honum finnst mál fulltrúadeildarinnar standa veikum fótum. Trump og bandamenn hans hafa lagt áherslu á það að enginn af þeim sem hafa borið vitni hafa staðfest að forsetinn hafi fyrirskipað með beinum hætti að frysta ætti neyðaraðstoðina með því markmiði að fá áðurnefndar rannsóknir. Trump-liðar hafa einnig haldið því fram að það skipti í raun ekki máli, þar sem Úkraínumenn hafi ekki vitað af frystingu aðstoðarinnar. Trump afhenti aðstoðina eftir að þingmenn beggja flokka komust að því að hún hafði verið fryst og beittu hann þrýstingi. Það hefur sömuleiðis komið fram í vitnisburði embættismanna og tölvupóstum frá Úkraínumönnum að þeir hafi vitað að búið væri að frysta aðstoðina.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Hvíta húsið hefur skipað mörgum starfsmönnum ríkisstjórnarinnar sem gætu það eða gætu vitað meira um málið, að hunsa stefnur þingsins og meinað þeim að bera vitni. Þó hafa einhverjir Repúblikanar gefið í skyn að jafnvel þó sönnun fyrir því að Trump hafi fyrirskipað með beinum að frysta ætti neyðaraðstoðina til að þrýsta á Úkraínumenn, myndu þeir ekki styðja ákæru gegn Trump. Það þykir því mjög líklegt að atkvæðagreiðslur í fulltrúadeildinni muni fylgja flokkslínum, sem skoðannakannanir gefa í skyn að sé raunin líka meðal almennings. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15 Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20. nóvember 2019 23:23 Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Tvær vikur opinberra vitnaleiðslna hafa ekki reynst Hvíta húsinu vel. Umtalsverð sönnunargögn og margir vitnisburðir hafa litið dagsins ljós og skapar það mynd sem erfitt er að draga í efa. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skipaði embættismönnum að vinna með Rudy Guiliani, einkalögmanni hans, varðandi málefni Úkraínu og þvinguðu þeir forsvarsmenn ríkisins til að lýsa því yfir opinberlega að Úkraínumenn ætluðu sér að rannsaka pólitískan andstæðing forsetann og aðra rannsókn sem grafa átti undan Rússarannsókninni svokölluðu og Landsnefnd Demókrataflokksins. Bæði bandarískir og úkraínskir embættismenn óttuðust að Trump hefði fryst tæplega 400 milljóna dala neyðaraðstoð, sem Úkraína reiðir sig á til að sporna gegn aðgerðum Rússa, þar til Volodymir Zelensky, forseti Úkraínu, tilkynnti rannsóknirnar tvær opinbera.Eins og AP fréttaveitan bendir á hafa fjöldi vitna staðfest þessa atburðarás, sem sýnir að Trump beitti valdi sínu sem forseti til að reyna að þvinga annað ríki, sem treystir á aðstoð Bandaríkjanna, til að hjálpa sér persónulega.Sjá einnig: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“Þingmenn Demókrataflokksins, eru samkvæmt fjölmiðlum ytra, margir hverjir á þeirri skoðun að rétt væri að kæra Trump formlega fyrir embættisbrot. Ef sú ákæra yrði samþykkt af fulltrúadeildinni, færi hún fyrir öldungadeildina. Sú deild myndi breytast í nokkurs konar réttarsal þar sem þingmenn væru í hlutverki kviðdómenda. Fulltrúadeildin myndi leggja fram sönnunargögn sín, kalla til vitni og svo framvegis á meðan Hvíta húsið myndi leggja fram vörn Trump. Til að víkja Trump úr embætti þyrftu tveir þriðju þingmanna öldungadeildarinnar að greiða atkvæði með því. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni (53-47).Hér má sjá samantekt Washington Post á því helsta sem fram kom í vitnaleiðslum gærdagsins.Hópur öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins fór á fund í Hvíta húsinu í gær þar sem þeir ræddu við Pat Cipollone, lögmann Hvíta hússins, Kellyanne Conway, ráðgjafa Trump, Jared Kushner, tengdason hans, og Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Þar komust þau að þeirri niðurstöðu að verði Trump ákærður af fulltrúadeildinni muni öldungadeildarþingmenn hlýða á málflutning fulltrúadeildarinnar og Hvíta hússins og ekki fella niður ákæruna án umhugsunar, eins og einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa lagt til.Sjá einnig: Sammála um að réttarhöldin renni sitt skeið verði Trump ákærðurSamkvæmt frétt Politico, um fundinn er það Hvíta húsið sem vill að málflutningurinn fari fram og þá sérstaklega vegna þess hvernig Repúblikanar hafa gagnrýnt Demókrataflokkinn fyrir framkvæmd rannsóknar þeirra á meintum embættisbrotum Trump.Þar að auki vilja þingmenn Repúblikanaflokksins ekki að það líti út fyrir að þeir hafi fellt málið niður án þess að hlusta á málflutning þess. Talsmenn Hvíta hússins segja Trump vilja að réttarhöldin fari fram vegna þess að honum finnst mál fulltrúadeildarinnar standa veikum fótum. Trump og bandamenn hans hafa lagt áherslu á það að enginn af þeim sem hafa borið vitni hafa staðfest að forsetinn hafi fyrirskipað með beinum hætti að frysta ætti neyðaraðstoðina með því markmiði að fá áðurnefndar rannsóknir. Trump-liðar hafa einnig haldið því fram að það skipti í raun ekki máli, þar sem Úkraínumenn hafi ekki vitað af frystingu aðstoðarinnar. Trump afhenti aðstoðina eftir að þingmenn beggja flokka komust að því að hún hafði verið fryst og beittu hann þrýstingi. Það hefur sömuleiðis komið fram í vitnisburði embættismanna og tölvupóstum frá Úkraínumönnum að þeir hafi vitað að búið væri að frysta aðstoðina.Sjá einnig: Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Hvíta húsið hefur skipað mörgum starfsmönnum ríkisstjórnarinnar sem gætu það eða gætu vitað meira um málið, að hunsa stefnur þingsins og meinað þeim að bera vitni. Þó hafa einhverjir Repúblikanar gefið í skyn að jafnvel þó sönnun fyrir því að Trump hafi fyrirskipað með beinum að frysta ætti neyðaraðstoðina til að þrýsta á Úkraínumenn, myndu þeir ekki styðja ákæru gegn Trump. Það þykir því mjög líklegt að atkvæðagreiðslur í fulltrúadeildinni muni fylgja flokkslínum, sem skoðannakannanir gefa í skyn að sé raunin líka meðal almennings.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14 Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33 Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59 Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15 Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20. nóvember 2019 23:23 Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Vann með Giuliani í Úkraínu að skipan Trump Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, segir að hann, Rudy Guiliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir hafi beitt yfirvöld Úkraínu þrýstingi með því markmiði að fá Úkraínumenn til að hefja tvær rannsóknir sem myndu nýtast Trump með pólitískum hætti, vegna þess að Trump hafi skipað þeim að gera það. 20. nóvember 2019 14:14
Bjóða Trump að svara spurningum þingmanna Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bauð í gær Donald Trump, forseta, að mæta á fund þingmanna og svara spurningum þeirra varðandi rannsókn fulltrúadeildarinnar á mögulegum embættisbrotum forsetans. 17. nóvember 2019 23:33
Segir ásakanir um afskipti Úkraínu skáldskap Fiona Hill, fyrrverandi sérfræðingur Hvíta hússins varðandi Rússlands, skammaði þingmenn Repúblikanaflokksins í upphafsræðu sinni í vitnaleiðslum vegna rannsóknar fulltrúadeildarinnar á meintum embættisbrotum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 21. nóvember 2019 15:59
Tússaðir minnispunktar Trump vekja athygli Minnispunktar sem tússaðir voru stórum stöfum á minnisblað sem Donald Trump studdist við er hann ávarpaði fréttamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag, á sama tíma og talið er að vitnisburður lykilvitna í dag í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans muni koma sér illa fyrir forsetann. 20. nóvember 2019 21:15
Vitnisburði sendiherrans líkt við tundurskeyti á varnir forsetans Vitnisburði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu, er líkt við tundurskeyti á varnir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og helstu bandamanna hans gegn rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum forsetans. 20. nóvember 2019 23:23
Ætlun Trumps sé að vekja ótta hjá þeim sem hyggjast bera vitni Opinberar vitnaleiðslur rannsóknar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, standa nú yfir en í dag bar Marie Yovanovitch, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu vitni. 15. nóvember 2019 18:48