Dreymdi um að klæða sig eins og hún vildi Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 07:30 Fanney Dóra elskar sportleg föt sem hún klæðir gjarnan upp með leðurjakka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fanney Dóra Veigarsdóttir er förðunarfræðingur, samfélagsmiðlastjarna, bloggari og leikskólakennaranemi. Hún hefur lengi haft áhuga á tísku og segir stórar stelpur ekki þurfa að fela sig, þær megi tjá sig og vera áberandi. Þegar Fanney var yngri langaði hana að vera fatahönnuður. Hún áttaði sig svo á því að það væri erfitt fyrir stelpur í stærri stærðum að finna tískuföt. „Ég byrjaði með bloggið mitt fyrir fjórum árum. Upphaflega átti það að vera tískublogg en svo sá ég að ég gat það bara ekki. Þess vegna fór ég út í förðun. Það sem mér fannst svo geggjað við förðunina er að allir geta verið málaðir, það skiptir ekki máli hvernig þú lítur út,“ segir hún. Fanney ólst upp úti á landi þar sem henni fannst erfitt að vera klædd eins og hana langaði til. Hún fann fyrir pressu um að vera klædd eins og hinir til að passa inn.Fanney Dóra elskar svört föt sem hún poppar gjarnan upp með skartgripum eða flottu hárbandfbl/anton brink„Ég hlakkaði til að flytja til Reykjavíkur og lét mig dreyma um að geta klætt mig eftir mínu höfði. En þegar ég flutti þangað áttaði ég mig á því að það kom ekkert með því að búa í stórri borg, það sem þarf er sjálfstraust. Ég áttaði mig á því að maður getur verið eins maður vill vera hvar sem er.“ Það reyndist Fanneyju oft erfitt áður fyrr að finna föt sem pössuðu henni. „Ég man þegar ég var unglingur og fór til Reykjavíkur með vinkonum mínum og við fórum í Kringluna. Ég ætlaði svo að kaupa mér einhver flott föt en ég fann ekkert. Þar var ekkert fyrir mig,“ segir Fanney. Henni finnst úrvalið af tískuverslunum með fötum í stærri stærðum hafi aukist síðan þá. „Áður keypti ég oft föt á netinu en þegar maður er í ákveðinni stærð þá vill maður geta mátað, ég held reyndar að flestar konur vilji það. Það er glatað að panta eitthvað sem passar svo ekki þegar það kemur til þín. Mér hefur líka oft fundist sniðin á stærri fötunum léleg, kannski keypti ég flík í minni stærð en hún var samt of þröng yfir brjóstin eða handleggina. Ef maður notar „large“ yfir magann er líklegt að maður noti þá stærð líka annars staðar. Mér finnst sniðin oft ekki samsvara sér. En nú er komið betra úrval af tískufötum sem eru sniðin sérstaklega fyrir stærri konur.“ Fanney hefur gaman af að prófa alls konar föt.Úrvalið í dag betra en áður Fanney hefur setið fyrir í fötum frá tískuversluninni Voxen sem sérhæfir sig í tískufötum í stórum stærðum. „Þær sáu bloggið mitt og höfðu samband við mig. Ég ákvað að slá til því mér fannst hljóma svo vel að þær væru að selja tískuföt í minni stærð. Það er algengur misskilningur að stelpur í „plus size“ fötum vilji vera í ljótum fötum. Það er alls ekki satt og þarna voru komin flott föt sem mig langaði að nota.“ Fanneyju finnst að lengi vel hafi það verið viðmótið að „plus size“ stelpur megi ekki tjá sig með fötum. Stærri stelpur sem fylgjast með Fanneyju á samfélagsmiðlum hafa sagt henni að þeim hafi fundist þær þurfa að vera í svörtu og ekki mega vera of áberandi. „Þær hafa sagt mér að eftir að þær fóru að fylgjast með mér hafi þeim fundist þær fá leyfi til að vera áberandi og sýna línurnar án þess að verið sé að setja út á þær.“ Fanney segist ekki hafa neinn sérstakan fatastíl heldur er hún dugleg að prófa eitthvað nýtt. Hún leggur samt áherslu á að fötin sem hún notar séu þægileg. „Ég vil ekki vera að takmarka mig, ef ég sé einhvern annan í einhverju sem mér finnst flott þá prófa ég það. Ég viðurkenni það alveg að ég er ekki að finna upp hjólið. Mér finnst það ekki vera aðalmálið heldur að aðlaga það sem manni finnst f lott að sjálfum sér og vera maður sjálfur í öllum fötum.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Fanney Dóra Veigarsdóttir er förðunarfræðingur, samfélagsmiðlastjarna, bloggari og leikskólakennaranemi. Hún hefur lengi haft áhuga á tísku og segir stórar stelpur ekki þurfa að fela sig, þær megi tjá sig og vera áberandi. Þegar Fanney var yngri langaði hana að vera fatahönnuður. Hún áttaði sig svo á því að það væri erfitt fyrir stelpur í stærri stærðum að finna tískuföt. „Ég byrjaði með bloggið mitt fyrir fjórum árum. Upphaflega átti það að vera tískublogg en svo sá ég að ég gat það bara ekki. Þess vegna fór ég út í förðun. Það sem mér fannst svo geggjað við förðunina er að allir geta verið málaðir, það skiptir ekki máli hvernig þú lítur út,“ segir hún. Fanney ólst upp úti á landi þar sem henni fannst erfitt að vera klædd eins og hana langaði til. Hún fann fyrir pressu um að vera klædd eins og hinir til að passa inn.Fanney Dóra elskar svört föt sem hún poppar gjarnan upp með skartgripum eða flottu hárbandfbl/anton brink„Ég hlakkaði til að flytja til Reykjavíkur og lét mig dreyma um að geta klætt mig eftir mínu höfði. En þegar ég flutti þangað áttaði ég mig á því að það kom ekkert með því að búa í stórri borg, það sem þarf er sjálfstraust. Ég áttaði mig á því að maður getur verið eins maður vill vera hvar sem er.“ Það reyndist Fanneyju oft erfitt áður fyrr að finna föt sem pössuðu henni. „Ég man þegar ég var unglingur og fór til Reykjavíkur með vinkonum mínum og við fórum í Kringluna. Ég ætlaði svo að kaupa mér einhver flott föt en ég fann ekkert. Þar var ekkert fyrir mig,“ segir Fanney. Henni finnst úrvalið af tískuverslunum með fötum í stærri stærðum hafi aukist síðan þá. „Áður keypti ég oft föt á netinu en þegar maður er í ákveðinni stærð þá vill maður geta mátað, ég held reyndar að flestar konur vilji það. Það er glatað að panta eitthvað sem passar svo ekki þegar það kemur til þín. Mér hefur líka oft fundist sniðin á stærri fötunum léleg, kannski keypti ég flík í minni stærð en hún var samt of þröng yfir brjóstin eða handleggina. Ef maður notar „large“ yfir magann er líklegt að maður noti þá stærð líka annars staðar. Mér finnst sniðin oft ekki samsvara sér. En nú er komið betra úrval af tískufötum sem eru sniðin sérstaklega fyrir stærri konur.“ Fanney hefur gaman af að prófa alls konar föt.Úrvalið í dag betra en áður Fanney hefur setið fyrir í fötum frá tískuversluninni Voxen sem sérhæfir sig í tískufötum í stórum stærðum. „Þær sáu bloggið mitt og höfðu samband við mig. Ég ákvað að slá til því mér fannst hljóma svo vel að þær væru að selja tískuföt í minni stærð. Það er algengur misskilningur að stelpur í „plus size“ fötum vilji vera í ljótum fötum. Það er alls ekki satt og þarna voru komin flott föt sem mig langaði að nota.“ Fanneyju finnst að lengi vel hafi það verið viðmótið að „plus size“ stelpur megi ekki tjá sig með fötum. Stærri stelpur sem fylgjast með Fanneyju á samfélagsmiðlum hafa sagt henni að þeim hafi fundist þær þurfa að vera í svörtu og ekki mega vera of áberandi. „Þær hafa sagt mér að eftir að þær fóru að fylgjast með mér hafi þeim fundist þær fá leyfi til að vera áberandi og sýna línurnar án þess að verið sé að setja út á þær.“ Fanney segist ekki hafa neinn sérstakan fatastíl heldur er hún dugleg að prófa eitthvað nýtt. Hún leggur samt áherslu á að fötin sem hún notar séu þægileg. „Ég vil ekki vera að takmarka mig, ef ég sé einhvern annan í einhverju sem mér finnst flott þá prófa ég það. Ég viðurkenni það alveg að ég er ekki að finna upp hjólið. Mér finnst það ekki vera aðalmálið heldur að aðlaga það sem manni finnst f lott að sjálfum sér og vera maður sjálfur í öllum fötum.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira