Von Weizsäcker var 59 ára og árásarmaðurinn, sem er í haldi lögreglu, er sagður 57 ára gamall. Hann var ekki kunnugur lögreglu. Þá var hann ekki sjúklingur á sjúkrahúsinu heldur hafði hann komið sem gestur á fyrirlestur von Weizsäcker.
Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir, samkvæmt frétt Spiegel. Mögulega mun lögreglan veita frekari upplýsingar seinna í dag.
Faðir Fritz von Weizsäcker, hinn áðurnefndi Richard, var forseti við sameiningu Þýskalands árið 1990 en hann var í embætti frá 1984 til 1990. Hann lést árið 2015.
Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að því hvort fjölskyldu von Weizsäcker hafi borist einhverjar hótanir að undanförnu.
Von Weizsäcker skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Christian Lindner, leiðtogi FDP, lýsti yfir sorg sinni á Twitter með að von Weizsäcker, sem var vinur hans, hafi verið myrtur. „Maður spyr sig hvernig heimi við búum í,“ sagði Lindner.
Mein Freund Fritz von Weizsäcker wurde heute Abend in Berlin erstochen. Ein passionierter Arzt und feiner Mensch. Neulich noch war er bei uns zuhause zum Grillen. Ich bin fassungslos und muss meine Trauer teilen. Einmal mehr fragt man sich, in welcher Welt wir leben. CL
— Christian Lindner (@c_lindner) November 19, 2019