Slitgigtinni gefið langt nef í Grímsnes og Grafningshreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. nóvember 2019 19:00 Alsæll hópur í íþróttahúsinu á Borg með námskeið Slitgigtarskólans Færni, sem þær Þórfríður Soffía og Hildigunnur Hjörleifsdóttir, löggiltir sjúkraþjálfarar eru með. Næsta námskeið hjá þeim á Borg byrjar 8. janúar 2020. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Slitgigt getur reynst mörgum erfið með tilheyrandi verkjum og óþægindum. Nokkrir íbúar í Grímsnes og Grafningshreppi hafa gefið gigtinni langt nef með því að hittast tvisvar í viku og gera æfingar til að minnka verki og bæta líkamsástand sitt. Á Borg í Grímsnesi er íþróttamiðstöð, sem iðar að lífi alla daga. Núna er átta vikna námskeiði í Slitgigtarskólanum Færni að ljúka fyrir fólk með slitgigt í hnjám og mjöðmum. Gleði ríkir í íþróttahúsinu enda gott að hreyfa sig og gera mismunandi styrktaræfingar enda ekki ráð nema í tíma sé tekið að losa sig við slitgigtina. „Það er bara rosalega gaman, við erum búin að vera í þessum æfingum síðan í janúar í fyrra, þetta er meiriháttar“, segir Elín Lára Sigurðardóttir, þátttakandi á námskeiðinu. „Þetta bjargaði í lífi mínu, ég væri í hjólastól ef ég væri ekki á þessu námskeiði með þessar góðu konur til að segja okkur til, alveg frábært“, segir Karen Jónsdóttir, þátttakandi á námskeiðinu. Hún segir æfingarnar frekar léttar en ef hún sinnir þeim og tekur vel á þeim þá séu þær mjög góðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar, sem þarf að gera til að losna við eða minka slitgigtina.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Tómas J. Brandsson, bóndi á Ormsstöðum er ánægður með námskeiðið. „Námskeiðið er æðislega gott, þetta er bara frábært og sjálfsagt að taka þátt í svona skemmtilegu námskeið“, segir hann.Hjón hafa verið dugleg að taka þátt í námskeiðunum, hér eru hjónin frá Stærri Bæ, þau Kristín og Þorkell.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað gerir svona námskeið fyrir þátttakendur? „Fólk bætir náttúrulega bæði styrk og lífsgæði og fær meira sjálfstraust að hreyfa sig, það skiptir svo miklu máli. Það er algjört lykilatriði fyrir eldri borgara að hreyfa sig, því það minkar verkjalyfjanotkun, lætur því líða vel og það getur hugsað betur um barnabörnin“, segir Þórfríður Soffía Haraldsdóttir, leiðbeinandi og sjúkraþjálfari. Elín Lára hefur sótt nokkur námskeið hjá þeim Þórfríði og Hildigunni og er alsæl með þau og þann árangur, sem hún hefur náð undir þeirra stjórn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Slitgigt getur reynst mörgum erfið með tilheyrandi verkjum og óþægindum. Nokkrir íbúar í Grímsnes og Grafningshreppi hafa gefið gigtinni langt nef með því að hittast tvisvar í viku og gera æfingar til að minnka verki og bæta líkamsástand sitt. Á Borg í Grímsnesi er íþróttamiðstöð, sem iðar að lífi alla daga. Núna er átta vikna námskeiði í Slitgigtarskólanum Færni að ljúka fyrir fólk með slitgigt í hnjám og mjöðmum. Gleði ríkir í íþróttahúsinu enda gott að hreyfa sig og gera mismunandi styrktaræfingar enda ekki ráð nema í tíma sé tekið að losa sig við slitgigtina. „Það er bara rosalega gaman, við erum búin að vera í þessum æfingum síðan í janúar í fyrra, þetta er meiriháttar“, segir Elín Lára Sigurðardóttir, þátttakandi á námskeiðinu. „Þetta bjargaði í lífi mínu, ég væri í hjólastól ef ég væri ekki á þessu námskeiði með þessar góðu konur til að segja okkur til, alveg frábært“, segir Karen Jónsdóttir, þátttakandi á námskeiðinu. Hún segir æfingarnar frekar léttar en ef hún sinnir þeim og tekur vel á þeim þá séu þær mjög góðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar, sem þarf að gera til að losna við eða minka slitgigtina.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Tómas J. Brandsson, bóndi á Ormsstöðum er ánægður með námskeiðið. „Námskeiðið er æðislega gott, þetta er bara frábært og sjálfsagt að taka þátt í svona skemmtilegu námskeið“, segir hann.Hjón hafa verið dugleg að taka þátt í námskeiðunum, hér eru hjónin frá Stærri Bæ, þau Kristín og Þorkell.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað gerir svona námskeið fyrir þátttakendur? „Fólk bætir náttúrulega bæði styrk og lífsgæði og fær meira sjálfstraust að hreyfa sig, það skiptir svo miklu máli. Það er algjört lykilatriði fyrir eldri borgara að hreyfa sig, því það minkar verkjalyfjanotkun, lætur því líða vel og það getur hugsað betur um barnabörnin“, segir Þórfríður Soffía Haraldsdóttir, leiðbeinandi og sjúkraþjálfari. Elín Lára hefur sótt nokkur námskeið hjá þeim Þórfríði og Hildigunni og er alsæl með þau og þann árangur, sem hún hefur náð undir þeirra stjórn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira