Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Kristján Már Unnarsson skrifar 30. nóvember 2019 12:40 Hákarlinn skorinn í bita á Borgarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. Þar er treyst á útgerð smábáta en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er erfitt að reka fiskverkun með svona ótryggu hráefni, eins og trillufiskur er. Því að eins og til dæmis hefur verið núna í haust, þá getur þetta verið alveg hálfur mánuður án þess að bátarnir komist á sjó, og þá er náttúrlega erfitt að vera með vinnslu,“ sagði Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði. Harðfiskurinn verkaður hjá Kalla Sveins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Enda er vinnslan náttúrlega mjög lítil hjá okkur. Við erum að verka harðfisk og hákarl og dunda svona eitthvað í brælum á milli, sko,“ sagði Karl. Í höfninni, sem þykir einhver sú fegursta á landinu, var smábátasjómaðurinn Kári Borgar Ásgrímsson að koma úr róðri ásamt Steinunni, dóttur sinni. „Það hefur reyndar ekkert verið neitt spennandi á línu núna í haust. Búnir að vera togarar hérna, allt of mikið af þeim. Jú, það er stutt á miðin hérna og ljómandi þægilegt að róa. En við erum líka komnir út á opið Atlantshafið þegar við komum út úr höfninni,“ sagði Kári. Séð yfir höfnina á Borgarfirði. Dyrfjöllin gnæfa yfir byggðinni í Bakkagerði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ekki var að heyra annað en hann væri sáttur við höfnin við Hafnarhólma. „Ég hélt lengi vel að þetta væri ekkert sérstök höfn þangað til að maður sér lætin í höfnum á Suðurnesjunum. Ég hef aldrei séð eins læti hér eins og það getur orðið þar sumsstaðar. En auðvitað bindum við vel í verstu veðrum,“ sagði trillukarlinn Kári Borgar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Matur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Komnir út á opið Atlantshafið þegar við siglum úr höfninni Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. 29. nóvember 2019 22:16 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Sjá meira
Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. Þar er treyst á útgerð smábáta en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó, en um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. „Það er erfitt að reka fiskverkun með svona ótryggu hráefni, eins og trillufiskur er. Því að eins og til dæmis hefur verið núna í haust, þá getur þetta verið alveg hálfur mánuður án þess að bátarnir komist á sjó, og þá er náttúrlega erfitt að vera með vinnslu,“ sagði Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði. Harðfiskurinn verkaður hjá Kalla Sveins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Enda er vinnslan náttúrlega mjög lítil hjá okkur. Við erum að verka harðfisk og hákarl og dunda svona eitthvað í brælum á milli, sko,“ sagði Karl. Í höfninni, sem þykir einhver sú fegursta á landinu, var smábátasjómaðurinn Kári Borgar Ásgrímsson að koma úr róðri ásamt Steinunni, dóttur sinni. „Það hefur reyndar ekkert verið neitt spennandi á línu núna í haust. Búnir að vera togarar hérna, allt of mikið af þeim. Jú, það er stutt á miðin hérna og ljómandi þægilegt að róa. En við erum líka komnir út á opið Atlantshafið þegar við komum út úr höfninni,“ sagði Kári. Séð yfir höfnina á Borgarfirði. Dyrfjöllin gnæfa yfir byggðinni í Bakkagerði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ekki var að heyra annað en hann væri sáttur við höfnin við Hafnarhólma. „Ég hélt lengi vel að þetta væri ekkert sérstök höfn þangað til að maður sér lætin í höfnum á Suðurnesjunum. Ég hef aldrei séð eins læti hér eins og það getur orðið þar sumsstaðar. En auðvitað bindum við vel í verstu veðrum,“ sagði trillukarlinn Kári Borgar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Matur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Komnir út á opið Atlantshafið þegar við siglum úr höfninni Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. 29. nóvember 2019 22:16 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Komnir út á opið Atlantshafið þegar við siglum úr höfninni Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. 29. nóvember 2019 22:16