Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Matfugli ehf. með lotunúmerinu 215-19-43-1-06 vegna gruns um salmonellu. Fyrirtækið er nú sagt vinna að innköllun kjúklingsins úr verslunum og frá neytendum.
Neytendur sem hafa keypt kjúkling með þessu lotunúmeri eru beðnir að skila vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Matfugls ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ, er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni.
Matvælastofnun tekur fram að ef leiðbeiningum á umbúðum sé fylgt og kjúklingurinn steiktur í gegn sé hann hættulaus til neyslu en tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.
Innköllunin er einungis sögð eiga við eftirfarandi framleiðslulotu:
Vöruheiti: Ali, Bónus, Krónan, FK
Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
Lotunúmer: 215-19-43-1-06 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar) með pökkunardag 25.11, 26.11 og 27.11
Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, KR verslanir, Iceland verslanir, Fjarðarkaup, Nóatún, Hlíðarkaup
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu

Tengdar fréttir

Vara við neyslu ákveðins kjúklings
Matvælastofnun varar við neyslu á kjúklingum merktum vörumerkjum Holta, Kjörfugls eða Krónunnar.

Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu
Reykjagarður hefur ákveðið að innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu. Er kjúklingur sem um ræðir er seldur undir vörumerki Holta, Kjörfugl og Krónan.