Spekt í Kópavogi en deilur í Hafnarfirði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 07:45 Meirihlutinn í Hafnarfirði var gagnrýndur fyrir að hækka ekki útsvar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fasteignagjöld verða lækkuð í Kópavogi árið 2020, og einnig bæði fráveitugjald og sorphirðugjald. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sem Ármann Kr. Ólafsson mælti fyrir á þriðjudag á fundi bæjarstjórnar Kópavogs. Áætlunin var samþykkt af öllum 11 bæjarfulltrúum og er þetta fimmta árið í röð sem hún er unnin í samvinnu allra flokka. Fimm flokkar eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði lækka úr 0,22 prósentum í 0,215 og atvinnuhúsnæði úr 1,5 prósentum í 1,49. Þá verða tekjuviðmið afslátta einnig hækkuð. Skattar á opinbert húsnæði haldast þó óbreyttir. Fráveitugjaldið lækkar úr 0,105 prósentum í 0,09 og sorphirðugjaldið úr 36.800 krónum í 34.000. Ákveðið er að halda útsvarinu óbreyttu í 14,48 prósentum. Í Hafnarfirði urðu meiri deilur um fjárhagsáætlun og þá sérstaklega að halda útsvarsprósentunni í 14,48 prósentum. Samfylkingin lagði til að útsvar yrði hækkað í hámarkið, 14,52 prósent, og undir það tóku Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðflokks, og Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlista, á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar, bókaði að auk þess að halda útsvarinu óbreyttu sé verið að hækka gjaldskrár á tekjulága hópa, langt umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ágúst Bjarni Garðarsson, fulltrúi Framsóknarflokks, sagði að meirihlutinn hefði það markmið að halda gjaldskrám þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við gerð fjárhagsáætlana stendur nú yfir í fleiri sveitarfélögum, svo sem Akureyrarbæ, Reykjanesbæ og Árborg. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fasteignagjöld verða lækkuð í Kópavogi árið 2020, og einnig bæði fráveitugjald og sorphirðugjald. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun sem Ármann Kr. Ólafsson mælti fyrir á þriðjudag á fundi bæjarstjórnar Kópavogs. Áætlunin var samþykkt af öllum 11 bæjarfulltrúum og er þetta fimmta árið í röð sem hún er unnin í samvinnu allra flokka. Fimm flokkar eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs. Fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði lækka úr 0,22 prósentum í 0,215 og atvinnuhúsnæði úr 1,5 prósentum í 1,49. Þá verða tekjuviðmið afslátta einnig hækkuð. Skattar á opinbert húsnæði haldast þó óbreyttir. Fráveitugjaldið lækkar úr 0,105 prósentum í 0,09 og sorphirðugjaldið úr 36.800 krónum í 34.000. Ákveðið er að halda útsvarinu óbreyttu í 14,48 prósentum. Í Hafnarfirði urðu meiri deilur um fjárhagsáætlun og þá sérstaklega að halda útsvarsprósentunni í 14,48 prósentum. Samfylkingin lagði til að útsvar yrði hækkað í hámarkið, 14,52 prósent, og undir það tóku Sigurður Þ. Ragnarsson, fulltrúi Miðflokks, og Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bæjarlista, á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag. Adda María Jóhannsdóttir, oddviti Samfylkingar, bókaði að auk þess að halda útsvarinu óbreyttu sé verið að hækka gjaldskrár á tekjulága hópa, langt umfram tilmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ágúst Bjarni Garðarsson, fulltrúi Framsóknarflokks, sagði að meirihlutinn hefði það markmið að halda gjaldskrám þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við gerð fjárhagsáætlana stendur nú yfir í fleiri sveitarfélögum, svo sem Akureyrarbæ, Reykjanesbæ og Árborg.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Kópavogur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira