Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2019 09:00 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vill vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar. Vísir/Vilhelm Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna samnings sem gerður var við tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem meðal annars felur í sér betri kjör á borð við aukin lífeyrisréttindi. „Það var forstöðumaður ríkisstofnunar sem breytti samsetningu heildarlauna hjá tilteknum starfsmönnum, þetta var ekki spurning um fjárhæðina heildarlaunanna heldur hvernig þau eru sett saman,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu.Rúv greindi frá því um miðjan október að tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjónum hafi verið boðinn samningur sem tryggi þeim betri kjör. Meðal þess sem felist í samkomulaginu sé að fimmtíu yfirvinnustundir færist inn í föst mánaðarlaun þeirra starfsmanna sem um ræðir en með því aukist lífeyrisréttindi þeirra sem greiði iðgjöld í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.Sjá einnig: Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóraÍ fyrirspurn Ólafs sem dreift var á Alþingi í síðustu viku er óskað eftir svörum fjármála- og efnahagsráðherra við því hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna í B-deild LSR, á borð við þá sem ríkislögreglustjóri er sagður hafa samið um, leiði til hækkunar lífeyris þeirra starfsmanna sem í hlut eiga. Fyrirspurn Ólafs er í sex liðum en hann vill meðal annars fá svör við því hvort að ráðherra telji forstöðumenn ríkisstofnana eigi að geta lagt frjálst mat á það hverjir af starfsmönnum ríkisins fái notið aukinna lífeyrisréttinda. „Það kemur sem sagt fram að þetta muni hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur og þar með er spurningin þessi; hvaða heimildir hafa forstöðumenn ríkisstofnanna til þess að taka ákvarðanir sem að leiða af sér nýjar skuldbindingar, fjárhagslegar skuldbindingar, fyrir stofnun eins og Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna?“ segir Ólafur. Hann vilji vita hvaða heimildir forstöðumenn á borð við ríkislögreglustjóra hafi í þessum efnum og forstöðumenn hvaða ríkisstofnanna hafi slíkar heimildir. „Ég er ekki með neinar slíkar tilgátur,“ segir Ólafur, spurður hvort hann telji að þarna kunni eitthvað ekki að standast lög. „Ég bara vænti þess að fá góð og greið svör við þessum spurningum,“ bætir hann við. „Ég ítreka það að þetta er eitt af því sem að er lykilþáttur í starfsemi Alþingis, alþingismanna, að hafa virkt eftirlitshlutverk með ákvörðunum á vettvangi framkvæmdavaldsins.“ Alþingi Kjaramál Lögreglan Mest lesið Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Fleiri fréttir Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna samnings sem gerður var við tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra sem meðal annars felur í sér betri kjör á borð við aukin lífeyrisréttindi. „Það var forstöðumaður ríkisstofnunar sem breytti samsetningu heildarlauna hjá tilteknum starfsmönnum, þetta var ekki spurning um fjárhæðina heildarlaunanna heldur hvernig þau eru sett saman,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu.Rúv greindi frá því um miðjan október að tólf aðstoðar- og yfirlögregluþjónum hafi verið boðinn samningur sem tryggi þeim betri kjör. Meðal þess sem felist í samkomulaginu sé að fimmtíu yfirvinnustundir færist inn í föst mánaðarlaun þeirra starfsmanna sem um ræðir en með því aukist lífeyrisréttindi þeirra sem greiði iðgjöld í B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.Sjá einnig: Bjóða betri kjör fyrir æðstu stjórnendur hjá ríkislögreglustjóraÍ fyrirspurn Ólafs sem dreift var á Alþingi í síðustu viku er óskað eftir svörum fjármála- og efnahagsráðherra við því hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna í B-deild LSR, á borð við þá sem ríkislögreglustjóri er sagður hafa samið um, leiði til hækkunar lífeyris þeirra starfsmanna sem í hlut eiga. Fyrirspurn Ólafs er í sex liðum en hann vill meðal annars fá svör við því hvort að ráðherra telji forstöðumenn ríkisstofnana eigi að geta lagt frjálst mat á það hverjir af starfsmönnum ríkisins fái notið aukinna lífeyrisréttinda. „Það kemur sem sagt fram að þetta muni hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur og þar með er spurningin þessi; hvaða heimildir hafa forstöðumenn ríkisstofnanna til þess að taka ákvarðanir sem að leiða af sér nýjar skuldbindingar, fjárhagslegar skuldbindingar, fyrir stofnun eins og Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna?“ segir Ólafur. Hann vilji vita hvaða heimildir forstöðumenn á borð við ríkislögreglustjóra hafi í þessum efnum og forstöðumenn hvaða ríkisstofnanna hafi slíkar heimildir. „Ég er ekki með neinar slíkar tilgátur,“ segir Ólafur, spurður hvort hann telji að þarna kunni eitthvað ekki að standast lög. „Ég bara vænti þess að fá góð og greið svör við þessum spurningum,“ bætir hann við. „Ég ítreka það að þetta er eitt af því sem að er lykilþáttur í starfsemi Alþingis, alþingismanna, að hafa virkt eftirlitshlutverk með ákvörðunum á vettvangi framkvæmdavaldsins.“
Alþingi Kjaramál Lögreglan Mest lesið Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Fleiri fréttir Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Hver einasta mínúta skipti máli „Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Formaður fjárlaganefndar fullur efa og uggandi fangaverðir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Sjá meira