Rauð veðurviðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra: „Veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2019 18:43 Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 17 á morgun og er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. Frá klukkan 7 í fyrramálið og til klukkan 17 er appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum sama landshluta. „Munurinn er kannski svolítið sá að veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast svolítið. Það er útlit fyrir að það verði það slæmt veður að það verði ekki hægt að koma fólki til aðstoðar ef eitthvað gerist,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um muninn á appelsínugulri og rauðri viðvörun.Sjá einnig:Óvissustigi lýst yfir og rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Kerfið byggi á því að hugsa um samfélagsleg áhrif og ef þau eru orðin mjög mikil þá fer kerfið í rauða viðvörun. „Það verður blindhríð þarna í mjög langan tíma og svo þennan ofsalega mikla vind og þessa ofsalega miklu ölduhæð. Þannig að þegar þetta leggst allt saman þá er þetta orðið mjög áhrifamikið veður. Fyrir þennan almenna borgara þá þýðir þetta bara að fólk á að halda sig heima,“ segir Elín Björk sem ráðleggur fólki á Ströndum og Norðurlandi vestra að fara ekki fet á morgun heldur halda sig alfarið heima við. Ljóst er að samgöngur í landshlutanum munu lamast og þá hefur skólastarfi í grunnskólunum á Blönduósi, Hólmavík, Skagaströnd, í Árskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vefsíðum skólanna. „Það er í rauninni langmestur vindur þarna. Það er spá 32, 33 metrum á sekúndu alveg frá 17 til eitt eftir miðnætti og það er áberandi meira en í öðrum landshlutum,“ segir Elín Björk og bætir við að veðrinu fylgi líka mjög mikil ofankoma. „Þetta gengur í þetta fárviðri eða ofsaveður snemma í fyrramálið á þessum slóðum þannig að fólk ætti bara ekki að fara fet og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir, en huga að eignum og munum í dag, passa að það sé ekkert sem geti farið af stað og tryggja það sem er hægt,“ segir Elín Björk. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er. 9. desember 2019 15:08 Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira
Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan 17 á morgun og er í gildi til klukkan eitt aðra nótt. Frá klukkan 7 í fyrramálið og til klukkan 17 er appelsínugul veðurviðvörun í gildi í þessum sama landshluta. „Munurinn er kannski svolítið sá að veðrið stendur lengur og landshlutinn einangrast svolítið. Það er útlit fyrir að það verði það slæmt veður að það verði ekki hægt að koma fólki til aðstoðar ef eitthvað gerist,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, aðspurð um muninn á appelsínugulri og rauðri viðvörun.Sjá einnig:Óvissustigi lýst yfir og rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Kerfið byggi á því að hugsa um samfélagsleg áhrif og ef þau eru orðin mjög mikil þá fer kerfið í rauða viðvörun. „Það verður blindhríð þarna í mjög langan tíma og svo þennan ofsalega mikla vind og þessa ofsalega miklu ölduhæð. Þannig að þegar þetta leggst allt saman þá er þetta orðið mjög áhrifamikið veður. Fyrir þennan almenna borgara þá þýðir þetta bara að fólk á að halda sig heima,“ segir Elín Björk sem ráðleggur fólki á Ströndum og Norðurlandi vestra að fara ekki fet á morgun heldur halda sig alfarið heima við. Ljóst er að samgöngur í landshlutanum munu lamast og þá hefur skólastarfi í grunnskólunum á Blönduósi, Hólmavík, Skagaströnd, í Árskóla, Húnavallaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra verið aflýst samkvæmt upplýsingum á vefsíðum skólanna. „Það er í rauninni langmestur vindur þarna. Það er spá 32, 33 metrum á sekúndu alveg frá 17 til eitt eftir miðnætti og það er áberandi meira en í öðrum landshlutum,“ segir Elín Björk og bætir við að veðrinu fylgi líka mjög mikil ofankoma. „Þetta gengur í þetta fárviðri eða ofsaveður snemma í fyrramálið á þessum slóðum þannig að fólk ætti bara ekki að fara fet og halda sig heima á meðan veðrið gengur yfir, en huga að eignum og munum í dag, passa að það sé ekkert sem geti farið af stað og tryggja það sem er hægt,“ segir Elín Björk.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er. 9. desember 2019 15:08 Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19 Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Sjá meira
Eigendur skipa og báta hugi sérstaklega að þeim vegna veðurs Landhelgisgæsla Íslands hvetur eigendur og umsjónarmenn skipa og báta í höfnum að huga sérstaklega að þeim við þær veðuraðstæður sem skapast geta á næstu dögum vegna vonskuveðurs sem spáð er. 9. desember 2019 15:08
Veðurofsinn gæti minnt á „Höfðatorgsveðrið“ 2012 Veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular, hafa nú verið gefnar út í öllum landshlutum. 9. desember 2019 11:19
Rauð veðurviðvörun í fyrsta sinn Rauð veðurviðvörun mun taka gildi í fyrsta sinn hér á landi klukkan 17 á morgun og nær hún til Norðurlands vestra og Stranda. 9. desember 2019 17:28