Elon Musk sýknaður í Pedo guy-málinu Andri Eysteinsson skrifar 6. desember 2019 23:25 Elon Musk mætir í dómshúsið í vikunni. Getty/Bloomberg Milljarðamæringurinn Elon Musk var í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem breski hellakafarinn Vernon Unsworth háði gegn honum vegna ummæla Musk um Unsworth á Twitter. Guardian greinir frá. Ummælin lét Musk falla á Twitter síðu sinni eftir að Musk og Unsworth höfðu skipst á skotum í kringum björgun tælensku fótboltastrákanna sem festust í helli í fyrra. Unsworth hafði sakað Musk um að nýta sér harmleikinn fyrir athygli áður en Musk svaraði með því að kalla Unsworth barnaníðing (e. Pedo guy). Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummælin og eyddi hann tístunum og baðst afsökunar á þeim. Musk hélt þó áfram að vísa til Unsworth sem barnaníðings bæði á Twitter og í tölvupóstum.Unsworth höfðaði mál gegn Musk í Los Angeles og komst kviðdómur í dag að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að sakfella Musk og skylda hann til að greiða 190 milljónir dala í skaðabætur líkt og Unsworth hafði krafist.Eftir að niðurstaðan lá fyrir ræddi Musk, sem þekktur er fyrir að vera í forsvari fyrir fyrirtækin Tesla og SpaceX, við blaðamenn. „Ég hef aftur öðlast trú á mannkynið,“ sagði Musk.Unsworth hafði við fyrirtöku málsins lýst vanlíðan hans í kjölfar ummæla Musk og sagt þau ígildi lífstíðardóms. Lögfræðiteymi Musk hélt því fram að tíst hans hafi ekki verið staðhæfing heldur eingöngu ætlað sem móðgun. Þá sýndu þeir fram á að orðspor Unsworth hafi ekki beðið hnekki vegna ummælanna og vísuðu þar til viðurkenningar sem Unsworth fékk frá Tælensku konungsfjölskyldunni auk MBE orðu breska konungsveldisins sem honum var veitt. Fastir í helli í Taílandi Tesla Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Milljarðamæringurinn Elon Musk var í dag sýknaður í meiðyrðamáli sem breski hellakafarinn Vernon Unsworth háði gegn honum vegna ummæla Musk um Unsworth á Twitter. Guardian greinir frá. Ummælin lét Musk falla á Twitter síðu sinni eftir að Musk og Unsworth höfðu skipst á skotum í kringum björgun tælensku fótboltastrákanna sem festust í helli í fyrra. Unsworth hafði sakað Musk um að nýta sér harmleikinn fyrir athygli áður en Musk svaraði með því að kalla Unsworth barnaníðing (e. Pedo guy). Musk var harðlega gagnrýndur fyrir ummælin og eyddi hann tístunum og baðst afsökunar á þeim. Musk hélt þó áfram að vísa til Unsworth sem barnaníðings bæði á Twitter og í tölvupóstum.Unsworth höfðaði mál gegn Musk í Los Angeles og komst kviðdómur í dag að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að sakfella Musk og skylda hann til að greiða 190 milljónir dala í skaðabætur líkt og Unsworth hafði krafist.Eftir að niðurstaðan lá fyrir ræddi Musk, sem þekktur er fyrir að vera í forsvari fyrir fyrirtækin Tesla og SpaceX, við blaðamenn. „Ég hef aftur öðlast trú á mannkynið,“ sagði Musk.Unsworth hafði við fyrirtöku málsins lýst vanlíðan hans í kjölfar ummæla Musk og sagt þau ígildi lífstíðardóms. Lögfræðiteymi Musk hélt því fram að tíst hans hafi ekki verið staðhæfing heldur eingöngu ætlað sem móðgun. Þá sýndu þeir fram á að orðspor Unsworth hafi ekki beðið hnekki vegna ummælanna og vísuðu þar til viðurkenningar sem Unsworth fékk frá Tælensku konungsfjölskyldunni auk MBE orðu breska konungsveldisins sem honum var veitt.
Fastir í helli í Taílandi Tesla Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira