Eiffelturninn lokaður og lamaðar almenningssamgöngur Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2019 12:50 Frá mótmælum í frönsku hafnarborginni Marseille í morgun. AP Umfangsmiklar verkfallsaðferðir franskra stéttarfélaga hafa haft mikil áhrif á franskt samfélag það sem af er degi, þar sem skólastarf hefur fallið niður og almenningssamgöngur raskast. Verkafólk er með verkfallsaðgerðunum að lýsa yfir óánægju með lagabreytingar sem fela í sér að vinnandi neyðist til fara síðar á eftirlaun eða þá þola skertar lífeyrisgreiðslur. Auk starfsmanna innan skólakerfisins og almenningssamgangna hafa lögreglumenn, lögfræðingar, sjúkrahússtarfsmenn og flugvallarstarfsmenn lagt niður störf. Áætlað er að milljónir hafi farið í verkfall í Frakklandi í dag til að þrýsta á breytingar. Verkfallsaðgerðirnar eru þær umfangsmestu í landinu um árabil en megn óánægja er með fyrirætlanir Emmanuel Macron Frakklandsforseta um samræmt lífeyriskerfi í landinu.Að neðan má sjá myndir frá Eiffelturninum þar sem ferðamenn komu að lokuðum kofanum í morgun.Innanríkisráðherrann Christophe Castaner sagði í gærkvöldi að yfirvöld ættu von á um 250 mótmælasamkomum víðs vegar um landið í dag. Varaði hann við að til óeirða gæti komið á einhverjum stöðum. „Við vitum að þessi mótmæli verða fjölmenn og við þekkjum áhættuna. Ég hef óskað eftir því að þegar óeirðir blossa upp og kemur til ofbeldis þá verði gripið til handtaka tafarlaust.“ Óeirðalögregla í París leitaði í töskum fólks snemma í morgun á breiðstrætinu Champs-Élysées og þá var búðum, sem standa á þeirri leið sem áætlað er að kröfuganga verði farin, gert að loka. Almenningssamgöngur hafa raskast mikið og má þar nefna að einungis fimm af sextán neðanjarðarlestarlínum höfuðborgarinnar París hafa verið virkar í dag. Frakkland Tengdar fréttir Milljónir leggja niður störf í Frakklandi Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi. 5. desember 2019 07:14 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Umfangsmiklar verkfallsaðferðir franskra stéttarfélaga hafa haft mikil áhrif á franskt samfélag það sem af er degi, þar sem skólastarf hefur fallið niður og almenningssamgöngur raskast. Verkafólk er með verkfallsaðgerðunum að lýsa yfir óánægju með lagabreytingar sem fela í sér að vinnandi neyðist til fara síðar á eftirlaun eða þá þola skertar lífeyrisgreiðslur. Auk starfsmanna innan skólakerfisins og almenningssamgangna hafa lögreglumenn, lögfræðingar, sjúkrahússtarfsmenn og flugvallarstarfsmenn lagt niður störf. Áætlað er að milljónir hafi farið í verkfall í Frakklandi í dag til að þrýsta á breytingar. Verkfallsaðgerðirnar eru þær umfangsmestu í landinu um árabil en megn óánægja er með fyrirætlanir Emmanuel Macron Frakklandsforseta um samræmt lífeyriskerfi í landinu.Að neðan má sjá myndir frá Eiffelturninum þar sem ferðamenn komu að lokuðum kofanum í morgun.Innanríkisráðherrann Christophe Castaner sagði í gærkvöldi að yfirvöld ættu von á um 250 mótmælasamkomum víðs vegar um landið í dag. Varaði hann við að til óeirða gæti komið á einhverjum stöðum. „Við vitum að þessi mótmæli verða fjölmenn og við þekkjum áhættuna. Ég hef óskað eftir því að þegar óeirðir blossa upp og kemur til ofbeldis þá verði gripið til handtaka tafarlaust.“ Óeirðalögregla í París leitaði í töskum fólks snemma í morgun á breiðstrætinu Champs-Élysées og þá var búðum, sem standa á þeirri leið sem áætlað er að kröfuganga verði farin, gert að loka. Almenningssamgöngur hafa raskast mikið og má þar nefna að einungis fimm af sextán neðanjarðarlestarlínum höfuðborgarinnar París hafa verið virkar í dag.
Frakkland Tengdar fréttir Milljónir leggja niður störf í Frakklandi Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi. 5. desember 2019 07:14 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Milljónir leggja niður störf í Frakklandi Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi. 5. desember 2019 07:14