Anton eftir þriggja Íslandsmeta daginn: „Aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2019 19:08 Anton Sveinn var ánægður með dagsverkið. vísir/anton Anton Sveinn McKee gleymir þriðjudeginum 4. desember 2019 eflaust ekki í bráð. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag. Anton setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi 15. desember á HM í 25 metra laug í fyrra. Hann þríbætti það í dag og metið er nú 26,14 sekúndur. Ekki nóg með það heldur jafnaði Anton einnig Norðurlandametið í greininni sem er ekki sú sem hann leggur mesta áherslu á. „Ég er rosalega sáttur með þetta, sérstaklega miðað við að ég æfi nánast bara fyrir 200 metra. Þetta er geggjuð byrjun og sýnir að ég er með hraða,“ sagði Anton í samtali við Vísi skömmu eftir úrslitasundið þar sem hann endaði í 7. sæti. Rússinn Vladimir Morozov varð Evrópumeistari en hann synti á 25,51 sekúndu. „Þetta eykur sjálfstraustið fyrir morgundaginn. Það var fáránlega gaman að keppa og bæta sig í hverju sundi. Þetta er allt á réttri leið.“ Engin pressaÍ undanrásunum synti Anton á 26,43 sekúndum og í undanúrslitunum kom hann í bakkann á 26,28 sekúndum. Hann setti svo þriðja Íslandsmetið í úrslitasundinu. „Þetta er gott stökk og gefur manni sjálfstraust. Maður sér að það skilar sér að geta eingöngu einbeitt sér að sundinu og helgað sig því. Ég hef aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður,“ sagði Anton. „Markmiðið var að komast undir 26 sekúndur en það verður að bíða fram á næsta ár. Ég æfi miklu meira fyrir 200 metrana. Það var engin pressa á mér og ætlaði bara að hafa gaman og njóta þess.“ Gott að vita af hraðanumÁ morgun keppir Anton í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. Á föstudaginn er svo komið að 100 metra bringusundi. „Ég æfi aðallega fyrir 200 metrana og er með mikið úthald. Ég æfi spretti ekki mikið en það er gott að vita að maður sé með svona hraða í byrjun móts. Þetta lofar góðu fyrir sundin þar sem maður tekur lengri tök og er ekki á jafn miklum spretti,“ sagði Anton að endingu. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30 Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10 Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Enski boltinn Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
Anton Sveinn McKee gleymir þriðjudeginum 4. desember 2019 eflaust ekki í bráð. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow í dag. Anton setti Íslandsmet í 50 metra bringusundi 15. desember á HM í 25 metra laug í fyrra. Hann þríbætti það í dag og metið er nú 26,14 sekúndur. Ekki nóg með það heldur jafnaði Anton einnig Norðurlandametið í greininni sem er ekki sú sem hann leggur mesta áherslu á. „Ég er rosalega sáttur með þetta, sérstaklega miðað við að ég æfi nánast bara fyrir 200 metra. Þetta er geggjuð byrjun og sýnir að ég er með hraða,“ sagði Anton í samtali við Vísi skömmu eftir úrslitasundið þar sem hann endaði í 7. sæti. Rússinn Vladimir Morozov varð Evrópumeistari en hann synti á 25,51 sekúndu. „Þetta eykur sjálfstraustið fyrir morgundaginn. Það var fáránlega gaman að keppa og bæta sig í hverju sundi. Þetta er allt á réttri leið.“ Engin pressaÍ undanrásunum synti Anton á 26,43 sekúndum og í undanúrslitunum kom hann í bakkann á 26,28 sekúndum. Hann setti svo þriðja Íslandsmetið í úrslitasundinu. „Þetta er gott stökk og gefur manni sjálfstraust. Maður sér að það skilar sér að geta eingöngu einbeitt sér að sundinu og helgað sig því. Ég hef aldrei verið svona tilbúinn fyrir mót áður,“ sagði Anton. „Markmiðið var að komast undir 26 sekúndur en það verður að bíða fram á næsta ár. Ég æfi miklu meira fyrir 200 metrana. Það var engin pressa á mér og ætlaði bara að hafa gaman og njóta þess.“ Gott að vita af hraðanumÁ morgun keppir Anton í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. Á föstudaginn er svo komið að 100 metra bringusundi. „Ég æfi aðallega fyrir 200 metrana og er með mikið úthald. Ég æfi spretti ekki mikið en það er gott að vita að maður sé með svona hraða í byrjun móts. Þetta lofar góðu fyrir sundin þar sem maður tekur lengri tök og er ekki á jafn miklum spretti,“ sagði Anton að endingu.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30 Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10 Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA | Toppslagur á Ásvöllum Handbolti Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Enski boltinn Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Í beinni: Leeds United - Chelsea | Gestirnir elta toppliðin Í beinni: Liverpool - Sunderland | Lærisveinar Slot mæta ólseigum nýliðum Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Verstappen fær nýjan liðsfélaga Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Snæfríður flaug í undanúrslit „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
Anton Sveinn setti þriðja Íslandsmetið í dag Anton Sveinn McKee varð sjöundi í úrslitasundinu í 50 metra bringusundi á EM í Glasgow. 4. desember 2019 18:30
Anton Sveinn með Íslandsmet í fyrsta sundi á EM Anton Sveinn Mckee tryggði sér sæti í undanúrslitum í 50 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Glasgow. 4. desember 2019 10:10
Anton Sveinn setti annað Íslandsmet og komst í úrslit Anton Sveinn McKee hefur sett tvö Íslandsmet í dag. 4. desember 2019 17:12