Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 15:30 Þórir Hergeirsson að stýra norska landsliðinu. EPA-EFE/FILIP SINGER Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í handbolta í Japan. Það er því ekkert skrýtið að norska handboltasambandið vilji halda Selfyssingnum og hann sjálfur virðist taka vel í slík plön ef marka má svar hans í stuttu viðtali við blaðamann Aftenposten í dag. Þórir og norsku stelpurnar hittu blaðamenn í dag en liðið átti frídag áður en kemur að tveimur síðustu leikjum liðsins í riðlinum á fimmtudag og föstudag. Blaðamaður Aftenposten spurði Þórir út í framhaldið með liðið en hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá 2009 og var áður aðstoðarþjálfari í næstum því áratug. Núverandi samningur Þóris og norska handboltasambandsins rennur út um áramótin 2021 til 2002 og báðir aðilar hafa því tíma til að meta stöðuna. Blaðamaður Aftenposten er á því að þetta snúist fyrst og fremst um það hvað Þórir vill. Hún spurði því Þórir út í framtíðina. Þórir Hergeirsson sagði henni að hann elski það að vera þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og það sé þess vegna sem hann lét vita snemma af því að hann vilji framlengja samninginn sinn.Thorir Hergeirsson tar en ny periode som landslagstrener.https://t.co/1T0i5QxMG6 — 100% Sport (@100prosentsport) December 4, 2019 „Það eru bara nokkur smáatriði sem eru eftir. Við erum nánast komin í mark með nýjan samning. Ég er spenntur,“ sagði Þórir. Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu enda löngu sannað að Íslendingurinn er á heimavelli þegar kemur að því að halda norska kvennalandsliðinu í fremstu röð. Það kemur því ekki á óvart að blaðamaður Aftenposten slái því upp að það séu fagnaðarlæti í herbúðum norska sambandsins að vita af því að Þórir sé klár í slaginn næstu ár. Þórir tók við liðinu af Marit Breivik sem þjálfaði norsku stelpurnar í fjórtán ár eða frá 1994 til 2008. Hún var 53 ára gömul þegar hún hætti með liðið. Þórir heldur upp á 56 ára afmælið sitt í apríl. Hann er búinn að vera með norska landsliðið í ellefu ár og á þeim tíma hefur liðið unnið til ellefu verðlauna á stórmótum eða sjö gull, tvö silfur og tvö brons. Þórir á nú möguleika á að gera norska liðið að heimsmeisturum í þriðja sinn en liðið vann silfur síðast (2017) en hafði unnið gull 2011 og 2015. Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í handbolta í Japan. Það er því ekkert skrýtið að norska handboltasambandið vilji halda Selfyssingnum og hann sjálfur virðist taka vel í slík plön ef marka má svar hans í stuttu viðtali við blaðamann Aftenposten í dag. Þórir og norsku stelpurnar hittu blaðamenn í dag en liðið átti frídag áður en kemur að tveimur síðustu leikjum liðsins í riðlinum á fimmtudag og föstudag. Blaðamaður Aftenposten spurði Þórir út í framhaldið með liðið en hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá 2009 og var áður aðstoðarþjálfari í næstum því áratug. Núverandi samningur Þóris og norska handboltasambandsins rennur út um áramótin 2021 til 2002 og báðir aðilar hafa því tíma til að meta stöðuna. Blaðamaður Aftenposten er á því að þetta snúist fyrst og fremst um það hvað Þórir vill. Hún spurði því Þórir út í framtíðina. Þórir Hergeirsson sagði henni að hann elski það að vera þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og það sé þess vegna sem hann lét vita snemma af því að hann vilji framlengja samninginn sinn.Thorir Hergeirsson tar en ny periode som landslagstrener.https://t.co/1T0i5QxMG6 — 100% Sport (@100prosentsport) December 4, 2019 „Það eru bara nokkur smáatriði sem eru eftir. Við erum nánast komin í mark með nýjan samning. Ég er spenntur,“ sagði Þórir. Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu enda löngu sannað að Íslendingurinn er á heimavelli þegar kemur að því að halda norska kvennalandsliðinu í fremstu röð. Það kemur því ekki á óvart að blaðamaður Aftenposten slái því upp að það séu fagnaðarlæti í herbúðum norska sambandsins að vita af því að Þórir sé klár í slaginn næstu ár. Þórir tók við liðinu af Marit Breivik sem þjálfaði norsku stelpurnar í fjórtán ár eða frá 1994 til 2008. Hún var 53 ára gömul þegar hún hætti með liðið. Þórir heldur upp á 56 ára afmælið sitt í apríl. Hann er búinn að vera með norska landsliðið í ellefu ár og á þeim tíma hefur liðið unnið til ellefu verðlauna á stórmótum eða sjö gull, tvö silfur og tvö brons. Þórir á nú möguleika á að gera norska liðið að heimsmeisturum í þriðja sinn en liðið vann silfur síðast (2017) en hafði unnið gull 2011 og 2015.
Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira