Dreifiveitum skylt að bjóða út raforkukaup vegna orkutaps Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 08:00 Íslensk orkumiðlun höfðaði mál gegn RARIK vegna kaupanna. vísir/vilhelm Dreifiveitur mega ekki einskorða raforkukaup sín vegna orkutaps í dreifikerfi sínu við tengd félög heldur er þeim skylt að bjóða kaupin út. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála í máli sem Íslensk orkumiðlun höfðaði gegn RARIK og fjallað er um í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag. Þar kemur fram að viðskipti af þessu tagi nemi hundruðum milljóna króna á ári hverju. Dreifiveitur kaupi reglulega ár hvert rafmagn á raforkumarkaði til að mæta orkutapi í dreifikerfinu. Hefur RARIK einungis keypt rafmagn af dótturfélagi sínu Orkusölunni, sem starfar á sama markaði og Íslensk orkumiðlun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að RARIK yrði að bjóða þessi raforkukaup út. „Það hafa miklir fjármunir verið að flæða á milli þessara tengdu fyrirtækja sem áður voru eitt og sama fyrirtækið og við höfum ekki fundið dæmi um jafn umfangsmikil og vísvitandi brot á lögum um opinber innkaup. Þarna er verið að losa um mjög umfangsmikil viðskipti sem mikil leynd hefur hvílt yfir,“ segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir úrskurðinn hafa þá þýðingu að á dreifiveitunum hvíli sú ótvíræða skylda að fara í útboð. Það hafi hins vegar alltaf verið reynt að halda viðskiptunum innandyra hjá fyrirtækjunum. „Með því að fara ekki í útboð eru dreifiveiturnar ekki að tryggja hagkvæmustu verð á hverjum tíma en kaupa þess í stað raforku af tengdum aðilum á uppsettum verðum,“ segir Magnús. Fram kemur í Fréttablaðinu að viðskipti RARIK og Orkusölunnar séu ekki einsdæmi. Þannig hafi allar dreifiveitur, fyrir utan Veitur, keypt rafmagn af tengdu félagi, án útboðs, til að mæta dreifitapi. Orkumál Samkeppnismál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Dreifiveitur mega ekki einskorða raforkukaup sín vegna orkutaps í dreifikerfi sínu við tengd félög heldur er þeim skylt að bjóða kaupin út. Þetta er niðurstaða kærunefndar útboðsmála í máli sem Íslensk orkumiðlun höfðaði gegn RARIK og fjallað er um í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag. Þar kemur fram að viðskipti af þessu tagi nemi hundruðum milljóna króna á ári hverju. Dreifiveitur kaupi reglulega ár hvert rafmagn á raforkumarkaði til að mæta orkutapi í dreifikerfinu. Hefur RARIK einungis keypt rafmagn af dótturfélagi sínu Orkusölunni, sem starfar á sama markaði og Íslensk orkumiðlun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að RARIK yrði að bjóða þessi raforkukaup út. „Það hafa miklir fjármunir verið að flæða á milli þessara tengdu fyrirtækja sem áður voru eitt og sama fyrirtækið og við höfum ekki fundið dæmi um jafn umfangsmikil og vísvitandi brot á lögum um opinber innkaup. Þarna er verið að losa um mjög umfangsmikil viðskipti sem mikil leynd hefur hvílt yfir,“ segir Magnús Júlíusson, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir úrskurðinn hafa þá þýðingu að á dreifiveitunum hvíli sú ótvíræða skylda að fara í útboð. Það hafi hins vegar alltaf verið reynt að halda viðskiptunum innandyra hjá fyrirtækjunum. „Með því að fara ekki í útboð eru dreifiveiturnar ekki að tryggja hagkvæmustu verð á hverjum tíma en kaupa þess í stað raforku af tengdum aðilum á uppsettum verðum,“ segir Magnús. Fram kemur í Fréttablaðinu að viðskipti RARIK og Orkusölunnar séu ekki einsdæmi. Þannig hafi allar dreifiveitur, fyrir utan Veitur, keypt rafmagn af tengdu félagi, án útboðs, til að mæta dreifitapi.
Orkumál Samkeppnismál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira