Stofnendur Google stíga til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 22:48 Þessi mynd af Sergey Brin og Larry Page var tekin árið 2008. AP/Paul Sakuma Þeir Larry Page og Sergey Brin, sem stofnuðu fyrirtækið Google fyrir 21 ári síðan, ætla að stíga til hliðar og hætta að stýra Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Sundar Pichai, forstjóri Google mun taka við stjórn Alphabet, samhliða stöfum sínum hjá Google. Page og Brin munu sitja áfram í stjórn Alphabet. Margt hefur breyst frá því þeir Page og Brin stofnuðu fyrirtækið í bílskúr í Kaliforníu árið 1998. Fjögur ár eru síðan Google var skipt upp í fleiri fyrirtæki undir Alphabet. Það er eitt stærsta fyrirtæki heims. Í sumar var það metið á 309 milljarða dala. Apple var metið á 309,5 milljarða en Amazon var verðmætasta fyrirtæki heims, metið á 315,5 milljarða. Microsoft var í fjórða sæti, metið á 251, 2 milljarða.Í yfirlýsingu frá Page og Brin segir að félagið hafi þróast gífurlega frá því þeir stofnuðu það. Margvíslegar þjónustur hafi bæst við leitarvélina þeirra. Nú séu þau rekin á skilvirkan máta og þeir hafi aldrei verið þeirrar skoðunar að halda í stjórnendastöður þegar þeir sjá betri möguleika. Það sé ekki lengur þörf á tveimur forstjórum auk framkvæmdastjóra hjá Alphabet.Pichai sendi tölvupóst á starfsmenn Google í dag þar sem hann rifjar upp að hann hafi starfað hjá Google í fimmtán ár. Á þeim tíma hafi hann séð stöðuga þróun. Hann ítrekar að hann muni áfram eiga í miklum samskiptum við Page og Brin. Þá segir hann að breytingarnar muni hafa lítil áhrif á störf Alphabet og dótturfélög þess. Google Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þeir Larry Page og Sergey Brin, sem stofnuðu fyrirtækið Google fyrir 21 ári síðan, ætla að stíga til hliðar og hætta að stýra Alphabet, móðurfyrirtæki Google. Sundar Pichai, forstjóri Google mun taka við stjórn Alphabet, samhliða stöfum sínum hjá Google. Page og Brin munu sitja áfram í stjórn Alphabet. Margt hefur breyst frá því þeir Page og Brin stofnuðu fyrirtækið í bílskúr í Kaliforníu árið 1998. Fjögur ár eru síðan Google var skipt upp í fleiri fyrirtæki undir Alphabet. Það er eitt stærsta fyrirtæki heims. Í sumar var það metið á 309 milljarða dala. Apple var metið á 309,5 milljarða en Amazon var verðmætasta fyrirtæki heims, metið á 315,5 milljarða. Microsoft var í fjórða sæti, metið á 251, 2 milljarða.Í yfirlýsingu frá Page og Brin segir að félagið hafi þróast gífurlega frá því þeir stofnuðu það. Margvíslegar þjónustur hafi bæst við leitarvélina þeirra. Nú séu þau rekin á skilvirkan máta og þeir hafi aldrei verið þeirrar skoðunar að halda í stjórnendastöður þegar þeir sjá betri möguleika. Það sé ekki lengur þörf á tveimur forstjórum auk framkvæmdastjóra hjá Alphabet.Pichai sendi tölvupóst á starfsmenn Google í dag þar sem hann rifjar upp að hann hafi starfað hjá Google í fimmtán ár. Á þeim tíma hafi hann séð stöðuga þróun. Hann ítrekar að hann muni áfram eiga í miklum samskiptum við Page og Brin. Þá segir hann að breytingarnar muni hafa lítil áhrif á störf Alphabet og dótturfélög þess.
Google Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira