„Við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 18:45 Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar kynnti niðurstöður PISA-könnunar í morgun. Við höfum brugðist kennurum og stórt samfélagslegt verkefni er framundan við að bæta lestrarkunnáttu íslenskra barna. Þetta segir forstjóri Menntamálastofnunar. Menntamálaráðherra kynnti í dag aðgerðir til að bregðast við dapurri niðurstöðu nýjustu PISA-könnunar. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti. Útkoma Íslands í síðustu könnunin, sem var lögð fyrir 15 ára nemendur vorið 2018 og kynnt var í dag, er ekki góð. Þannig er Ísland langt fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna þegar kemur að lesskilningi, líkt og Vísir hefur fjallað um í dag, og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við síðan árið 2000. Í þeim efnum er staða drengja lakari en stúlkna. Læsi á stærðfræði hefur þó farið uppávið miðað við síðustu könnun en læsi á náttúruvísindi hefur einnig þróast í niðurávið. Sjá einnig: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar „Það sem þyrfti að bæta, að þá höfum við lagt mikla áherslu á stuðning við kennara. Okkur finnst að við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum við að takast á við þessar miklu breytingar sem hafa átt sér stað,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Vísar hann þar til þeirra samfélagsbreytinga sem hafa átt sér stað frá því að sá árgangur sem tók könnunina 2018, kom í heiminn. „Við höfum bent á ákveðna þætti sem að kannski liggja að baki þessari þróun. Það eru miklar samfélagslegar breytingar sem hafa átt sér stað. Ef við skoðum bara þennan árgang sem er fæddur 2002 sem tekur PISA 2018. Hann byrjar sína skólagöngu 2008 þegar er hrun, Iphone, samfélagsmiðlar, koma inn á þessu tímabili. Það eru miklar, tæknilegar samfélagsbreytingar sem eiga sér stað,“ segir Arnór. Þá þurfi að líta sérstaklega til sveitarfélaganna en árangurinn á landsbyggðinni er mun lakari heldur en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnuninni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við fyrri könnunum með margvíslegum hætti en hún kynnti frekari aðgerðir í dag. „Ég segi, við þurfum að gera betur. Ég er mikil keppnismanneskja þannig að ég lít á þetta sem áhugaverða áskorun fyrir alla þjóðina,“ segir Lilja. Hún segist bjartsýn á að á Íslandi verði framúrskarandi menntakerfi árið 2024. „Við höfum gríðarlegan mannauð hér á Íslandi og okkur mun takast þetta.“ Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07 Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Við höfum brugðist kennurum og stórt samfélagslegt verkefni er framundan við að bæta lestrarkunnáttu íslenskra barna. Þetta segir forstjóri Menntamálastofnunar. Menntamálaráðherra kynnti í dag aðgerðir til að bregðast við dapurri niðurstöðu nýjustu PISA-könnunar. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti. Útkoma Íslands í síðustu könnunin, sem var lögð fyrir 15 ára nemendur vorið 2018 og kynnt var í dag, er ekki góð. Þannig er Ísland langt fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna þegar kemur að lesskilningi, líkt og Vísir hefur fjallað um í dag, og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við síðan árið 2000. Í þeim efnum er staða drengja lakari en stúlkna. Læsi á stærðfræði hefur þó farið uppávið miðað við síðustu könnun en læsi á náttúruvísindi hefur einnig þróast í niðurávið. Sjá einnig: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar „Það sem þyrfti að bæta, að þá höfum við lagt mikla áherslu á stuðning við kennara. Okkur finnst að við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum við að takast á við þessar miklu breytingar sem hafa átt sér stað,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Vísar hann þar til þeirra samfélagsbreytinga sem hafa átt sér stað frá því að sá árgangur sem tók könnunina 2018, kom í heiminn. „Við höfum bent á ákveðna þætti sem að kannski liggja að baki þessari þróun. Það eru miklar samfélagslegar breytingar sem hafa átt sér stað. Ef við skoðum bara þennan árgang sem er fæddur 2002 sem tekur PISA 2018. Hann byrjar sína skólagöngu 2008 þegar er hrun, Iphone, samfélagsmiðlar, koma inn á þessu tímabili. Það eru miklar, tæknilegar samfélagsbreytingar sem eiga sér stað,“ segir Arnór. Þá þurfi að líta sérstaklega til sveitarfélaganna en árangurinn á landsbyggðinni er mun lakari heldur en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnuninni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við fyrri könnunum með margvíslegum hætti en hún kynnti frekari aðgerðir í dag. „Ég segi, við þurfum að gera betur. Ég er mikil keppnismanneskja þannig að ég lít á þetta sem áhugaverða áskorun fyrir alla þjóðina,“ segir Lilja. Hún segist bjartsýn á að á Íslandi verði framúrskarandi menntakerfi árið 2024. „Við höfum gríðarlegan mannauð hér á Íslandi og okkur mun takast þetta.“
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07 Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31
Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07
Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34