Mótherjar enska landsliðsins í þessum leikjum verða Austurríki og Rúmenía. Fyrri leikurinn fer fram í Austurríki 2. júní en sá seinni á einhverjum leikvelli í Englandi fimm dögum síðar.
England will face Austria and Romania in June during their pre-tournament training camp for Euro 2020.
https://t.co/UVuLW5xaWM#bbcfootballpic.twitter.com/vWAAshxeu9
— BBC Sport (@BBCSport) December 3, 2019
Rúmenar eiga eins og Íslendingar enn möguleika á því að komast á EM 2020. Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli í lok mars og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM alls staðar.
Enska knattspyrnusambandið hafði áður bókað vináttulandsleik á móti Dönum 31. mars og Englendingare ætla líka að vinna mótherja til að spila við enska landsliðið 27. mars.
Englendingar eru í riðli á EM með Króatíu, Tékklandi og svo sigurvegaranum úr umspilinu með Skotlandi, Noregi, Serbíu og Ísrael. Fyrsti leikur Englendinga á EM er 14. júní á móti Króatíu en allir leikir liðsins í riðlinum fara fram á Wembley.