Guterres ósáttur við aðgerðaleysi sumra ríkja Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. desember 2019 19:00 Framkvæmdastjórinn heilsar forsætisráðherra Spánar í Madríd í dag. Vísir/AP Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. Guterres sagði að þótt loforðin um kolefnishlutleysi fyrir 2050 hafi verið góð sé hann ósáttur við þá aðila sem hafa ekki tekið þátt. „Það sem veldur mér vonbrigðum eru þau sem hafa ekki skuldbundið sig og því miður stöndum við enn frammi fyrir alvarlegu vandamáli varðandi þau sem menga mest. Það er algerlega nauðsynlegt að þau sem menga mest 2020 sætti sig við þá hugmynd að þau verði að draga verulega úr útblæstri á næstu áratugunum og verði orðin kolefnishlutlaus árið 2050,“ bætti hann við. Í opnunarávarpi sínu sagði framkvæmdastjórinn svo að eitt helsta markmið fundarins væri að undirbúa ríki heims undir nýja aðgerðaráætlun sem á að líta dagsins ljós á næsta ári. Nýir leiðtogar Evrópusambandsins voru á meðal þeirra sem tóku til máls í dag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði stefnt að meiriháttar, sjálfbærum fjárfestingum. „Við munum leggja fram evrópska áætlun um sjálfbærar fjárfestingar sem mun tryggja fjárfestingar upp á eina trilljón evra næsta áratuginn,“ sagði hún. Og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, var í baráttuhug. „Við höfum komið plánetunni okkar niður á hnén. Núna verðum við að gerbreyta því hvernig við gerum hlutina.“ Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Spánn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Fulltrúar nærri 200 ríkja eru mættir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hófst í Madríd í dag. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði viðbrögðin við loftslagsvánni hafa valdið sér vonbrigðum. Guterres sagði að þótt loforðin um kolefnishlutleysi fyrir 2050 hafi verið góð sé hann ósáttur við þá aðila sem hafa ekki tekið þátt. „Það sem veldur mér vonbrigðum eru þau sem hafa ekki skuldbundið sig og því miður stöndum við enn frammi fyrir alvarlegu vandamáli varðandi þau sem menga mest. Það er algerlega nauðsynlegt að þau sem menga mest 2020 sætti sig við þá hugmynd að þau verði að draga verulega úr útblæstri á næstu áratugunum og verði orðin kolefnishlutlaus árið 2050,“ bætti hann við. Í opnunarávarpi sínu sagði framkvæmdastjórinn svo að eitt helsta markmið fundarins væri að undirbúa ríki heims undir nýja aðgerðaráætlun sem á að líta dagsins ljós á næsta ári. Nýir leiðtogar Evrópusambandsins voru á meðal þeirra sem tóku til máls í dag. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði stefnt að meiriháttar, sjálfbærum fjárfestingum. „Við munum leggja fram evrópska áætlun um sjálfbærar fjárfestingar sem mun tryggja fjárfestingar upp á eina trilljón evra næsta áratuginn,“ sagði hún. Og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs ESB, var í baráttuhug. „Við höfum komið plánetunni okkar niður á hnén. Núna verðum við að gerbreyta því hvernig við gerum hlutina.“
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Spánn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira