Slæm útkoma í úttekt og orðspor Íslands vógu þyngra en aðgerðir stjórnvalda gegn peningaþvætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 17:02 Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í lok október til að ræða veru Íslands á gráum lista. Vísir/Vilhelm Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. Þá virðist sem vantað hafi verulega upp á þekkingu á starfsemi og kröftum FATF-samtakanna og vitneskju um umvang þess starfs sem þátttaka Íslands í samtökunum krafðist. Stjórnvöld hafi þó gripið til umfangsmikilla aðgerða í vörnum gegn peningaþvætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráum lista FATF yfir ríki sem „eru samvinnufús, en aðgerðaáætlun um endurbætur er í farvegi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Sjá einnig: Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Í samantekt skýrslunnar segir að langur aðdragandi hafi verið að því að Ísland lenti á gráum lista og að nokkrir samverkandi þættir hafi legið þar að baki. Nokkur hreyfing hafi verið á málaflokknum milli ráðuneyta sem kunni að hafa leitt til þess að þekkingu hafi skort á málefnum tengdum peningaþvætti og starfsemi FATF. FATF hefur gert fjórar úttektir hér á landi og eru þeim gerð skil í skýrslunni. Þriðja úttektin var gerð árið 2006 en í framhaldi af henni var Íslandi beint í svokallaða aukna eftirfylgni (e. Enhanced follow-up) en úr þeirri eftirfylgni komst Ísland ekki fyrr en árið 2016. „Úrvinnsla Íslands á útistandandi atriðum í þriðju úttektinni 2006-2016 fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í þeim efnum verði þó að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi og þá þeirrar takmörkuðu getu stjórnvalda til að leggja áherslu á varnir gegn peningaþvætti. „Þær takmörkuðu bjargir sem Ísland gat þó varið til þessa málaflokks á næstu árum þar á eftir dugðu vart til að klóra í bakkann í þessari eftirfylgni,“ segir í skýrslunni. Þá virðist sem ekki hafi verið sett nægt fjármagn í málaflokkinn fyrr en of seint, eða haustið 2017 en þá var fjórða úttektin hafin. „Ekki verður heldur framhjá því horft að fjórða úttektin var ekki nægjanlega vel undirbúin af Íslands hálfu og stjórnkerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauðsynleg var,“ segir enn fremur í skýrslunni. Stjórnvöld hafi aftur á móti brugðist hratt og ákveðið við niðurstöðum fjórðu úttektarinnar og hafi þegar í stað hafist handa við að bæta úr þeim ágöllum sem tilgreindir voru í úttektinni. „Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttektinni, svo og orðspor landsins eftir þriðju úttektina, virðist því hafa vegið þyngra en þær umfangsmiklu aðgerðir sem ráðist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í skýrslunni sem nálgast má í heild sinni hér. Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Úrvinnsla íslenskra stjórnvalda á útistandandi atriðum sem varða varnir gegn peningaþvætti fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins. Þá virðist sem vantað hafi verulega upp á þekkingu á starfsemi og kröftum FATF-samtakanna og vitneskju um umvang þess starfs sem þátttaka Íslands í samtökunum krafðist. Stjórnvöld hafi þó gripið til umfangsmikilla aðgerða í vörnum gegn peningaþvætti. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra um aðdraganda og ástæður þess að Ísland lenti á gráum lista FATF yfir ríki sem „eru samvinnufús, en aðgerðaáætlun um endurbætur er í farvegi,“ líkt og það er orðað í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins, hvað varðar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Sjá einnig: Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Í samantekt skýrslunnar segir að langur aðdragandi hafi verið að því að Ísland lenti á gráum lista og að nokkrir samverkandi þættir hafi legið þar að baki. Nokkur hreyfing hafi verið á málaflokknum milli ráðuneyta sem kunni að hafa leitt til þess að þekkingu hafi skort á málefnum tengdum peningaþvætti og starfsemi FATF. FATF hefur gert fjórar úttektir hér á landi og eru þeim gerð skil í skýrslunni. Þriðja úttektin var gerð árið 2006 en í framhaldi af henni var Íslandi beint í svokallaða aukna eftirfylgni (e. Enhanced follow-up) en úr þeirri eftirfylgni komst Ísland ekki fyrr en árið 2016. „Úrvinnsla Íslands á útistandandi atriðum í þriðju úttektinni 2006-2016 fór alvarlega út af sporinu í kjölfar hrunsins,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í þeim efnum verði þó að líta til þeirrar stöðu sem þá var uppi og þá þeirrar takmörkuðu getu stjórnvalda til að leggja áherslu á varnir gegn peningaþvætti. „Þær takmörkuðu bjargir sem Ísland gat þó varið til þessa málaflokks á næstu árum þar á eftir dugðu vart til að klóra í bakkann í þessari eftirfylgni,“ segir í skýrslunni. Þá virðist sem ekki hafi verið sett nægt fjármagn í málaflokkinn fyrr en of seint, eða haustið 2017 en þá var fjórða úttektin hafin. „Ekki verður heldur framhjá því horft að fjórða úttektin var ekki nægjanlega vel undirbúin af Íslands hálfu og stjórnkerfið allt ekki í stakk búið til að taka á málum af þeirri festu sem nauðsynleg var,“ segir enn fremur í skýrslunni. Stjórnvöld hafi aftur á móti brugðist hratt og ákveðið við niðurstöðum fjórðu úttektarinnar og hafi þegar í stað hafist handa við að bæta úr þeim ágöllum sem tilgreindir voru í úttektinni. „Slæm útkoma Íslands úr fjórðu úttektinni, svo og orðspor landsins eftir þriðju úttektina, virðist því hafa vegið þyngra en þær umfangsmiklu aðgerðir sem ráðist var í til að vinna bug á þeim ágöllum sem úttektin leiddi í ljós á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ segir í skýrslunni sem nálgast má í heild sinni hér.
Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira