Buguð móðir dæmd fyrir „yfirgengilega háttsemi“ gagnvart ungu barni sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2019 13:05 Lögreglunni barst tilkynning um framkomu móður við barn sitt. Lögreglan lét barnaverndaryfirvöld vita sem mættu á svæðið. Vísir/Vilhelm Móðir á Vestfjörðum hefur verið dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi fyrir barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Hún var ákærð fyrir að hafa á árinu ráðist að dóttur sinni, sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu með því að kasta henni nauðugri í rúm á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar á leikföngum. Þá var henni gefið að sök að hafa stuttu síðar rifið harkalega í buxur dóttur sinnar í því skyni að klæða hana úr þeim með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng. Hlaut dóttirin eymsli í baki og smá sár á hné. Daginn eftir var barninu ekki leyft að fara í skólann. Aðdragandi þess sem á gekk var að móðirin kom að læstu heimili seinni part dags eftir vinnu og dóttir hennar ekki heima. Móðirin leit inn um glugga og sá óreiðuna sem blasti við. Var hún verulega ósátt þegar dóttir henni skilaði sér heim. Dóttirin sagðist geta komist inn um gluggann til að opna fyrir þeim.Gekkst við illri framkomu Móðirin viðurkenndi að hafa komið illa fram við barnið sitt, talað til þess með ókvæðisorðum á borð við „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér“ og „Drullaðu þér inn í herbergi þú átt að fara að sofa“. Þá hefði hún vakið barnið um nótt, verið því reið og sagt því að fara að taka til. Einnig viðurkenndi hún að hafa fært barnið úr buxum með þeim afleiðingum að barnið missti fótanna og datt ofan á leikföng á gólfinu. Hún kannaðist þó ekki við að hafa kastað barninu á rúmið áður þannig að það hefði í raun fallið í tvígang í gólfið eins og lýst var í ákæru. Framburður móðurinnar fyrir dómi var í góðu samræmi við skýrslugjöf hjá lögreglu. Barnið lýsti því í skýrslutöku í Barnahúsi að hafa í tvígang dottið í gólfið og meitt sig fyrir tilverknað móður. Tveir aðilar sem barnið sagði frá atvikum lýstu frásögn barnsins með ólíkum hætti. Ýmist að það hefði dottið einu sinni eða tvisvar í gólfið. Þá sagðist eldri systir barnsins hafa séð systur sína detta einu sinni í gólfið.Lýsti fleiri atvikum sem áttu sér ekki stað Að þessu virtu og því að barnið lýstu ýmsum alvarlegum atvikum sem gögn málsins sýndu að ættu sér enga stoð í raunveruleikanum var móðirin ekki sakfelld fyrir en þá sem hún viðurkenndi. Hún skýrði háttsemi sína með því að hafa verið þreytt, pirruð og reið. Hefði komið heim úr vinnu, á leið í aðra vinnu, verið læst úti og séð ástandið á heimilinu þar sem allt var í drasli. Dómurinn leit svo á að móðirin hefði látið sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar af háttsemi hennar gagnvart ungu barni yrðu. Þá var við mat á saknæmi móðurinn litið til þess að „yfirgengileg háttsemi“ hennar gagnvart barninu stóð yfir í fleiri klukkustundir og fram á næsta dag. Móðirin hefur ekki áður gerst brotleg við lög og þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk 200 þúsund króna miskabótagreiðslu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða. Barnavernd Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Móðir á Vestfjörðum hefur verið dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi fyrir barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Hún var ákærð fyrir að hafa á árinu ráðist að dóttur sinni, sýnt henni vanvirðandi háttsemi og ruddalega framkomu með því að kasta henni nauðugri í rúm á heimili þeirra með þeim afleiðingum að hún endurkastaðist á gólfið og lenti þar á leikföngum. Þá var henni gefið að sök að hafa stuttu síðar rifið harkalega í buxur dóttur sinnar í því skyni að klæða hana úr þeim með þeim afleiðingum að hún dróst með buxunum fram úr rúminu og féll aftur á gólfið og ofan á leikföng. Hlaut dóttirin eymsli í baki og smá sár á hné. Daginn eftir var barninu ekki leyft að fara í skólann. Aðdragandi þess sem á gekk var að móðirin kom að læstu heimili seinni part dags eftir vinnu og dóttir hennar ekki heima. Móðirin leit inn um glugga og sá óreiðuna sem blasti við. Var hún verulega ósátt þegar dóttir henni skilaði sér heim. Dóttirin sagðist geta komist inn um gluggann til að opna fyrir þeim.Gekkst við illri framkomu Móðirin viðurkenndi að hafa komið illa fram við barnið sitt, talað til þess með ókvæðisorðum á borð við „Drullaðu þér þá inn um helvítis gluggann og opnaðu fyrir mér“ og „Drullaðu þér inn í herbergi þú átt að fara að sofa“. Þá hefði hún vakið barnið um nótt, verið því reið og sagt því að fara að taka til. Einnig viðurkenndi hún að hafa fært barnið úr buxum með þeim afleiðingum að barnið missti fótanna og datt ofan á leikföng á gólfinu. Hún kannaðist þó ekki við að hafa kastað barninu á rúmið áður þannig að það hefði í raun fallið í tvígang í gólfið eins og lýst var í ákæru. Framburður móðurinnar fyrir dómi var í góðu samræmi við skýrslugjöf hjá lögreglu. Barnið lýsti því í skýrslutöku í Barnahúsi að hafa í tvígang dottið í gólfið og meitt sig fyrir tilverknað móður. Tveir aðilar sem barnið sagði frá atvikum lýstu frásögn barnsins með ólíkum hætti. Ýmist að það hefði dottið einu sinni eða tvisvar í gólfið. Þá sagðist eldri systir barnsins hafa séð systur sína detta einu sinni í gólfið.Lýsti fleiri atvikum sem áttu sér ekki stað Að þessu virtu og því að barnið lýstu ýmsum alvarlegum atvikum sem gögn málsins sýndu að ættu sér enga stoð í raunveruleikanum var móðirin ekki sakfelld fyrir en þá sem hún viðurkenndi. Hún skýrði háttsemi sína með því að hafa verið þreytt, pirruð og reið. Hefði komið heim úr vinnu, á leið í aðra vinnu, verið læst úti og séð ástandið á heimilinu þar sem allt var í drasli. Dómurinn leit svo á að móðirin hefði látið sér í léttu rúmi liggja hverjar afleiðingarnar af háttsemi hennar gagnvart ungu barni yrðu. Þá var við mat á saknæmi móðurinn litið til þess að „yfirgengileg háttsemi“ hennar gagnvart barninu stóð yfir í fleiri klukkustundir og fram á næsta dag. Móðirin hefur ekki áður gerst brotleg við lög og þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi auk 200 þúsund króna miskabótagreiðslu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða.
Barnavernd Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira