Segir óraunhæft að Ísland komist af gráum lista í febrúar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. desember 2019 12:15 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Hverfandi líkur eru á því að Ísland komist af gráum lista FATF í febrúar líkt og vonast hefur verið til að sögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Viðreisnar segir augljóst að brotalamir hafi verið í kerfinu. Í október lenti Ísland á gráum lista FATF yfir þau ríki sem ekki þykja hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þær aðgerðir sem stjórnvöld höfðu gripið til dugðu ekki til að koma í veg fyrir að Ísland lenti á listanum. Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra létu taka saman skýrslu um aðdraganda þess að Ísland lenti á listanum og var skýrslan til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er formaður nefndarinnar. „Það sem er kannski athyglisvert í skýrslunni er að sjá hversu mörg viðvörunarljós blikkuðu, hversu oft var verið að eiga í samskiptum um að það yrði að bregðast við strax, núna, en það var ekki gert og það er ekki skýrt af lestri skýrslunnar hvers vegna viðbrögðin voru svona hæg,“ segir Þórhildur Sunna. Nefndin hefur þegar ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á viðbrögðum ráðherra og breytir skýrsla ráðuneytisins engu þar um. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun halda utan um frekari gagnaöflun.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm„Það er svo sem ekkert verið að draga fjöður yfir það í þessari skýrslu að það eru þarna brotalamir. Menn virðast ekki hafa tekið þennan málaflokk alvarlega og það er ekki alveg skýrt hver ábyrgðarkeðjan er og af hverju er ekki brugðist við,“ segir Jón Steindór. Með frumkvæðisathugun nefndarinnar verði leitast við að fá svör við þeim spurningum. Stjórnvöld hafa bundið vonir við að Ísland komist af listanum sem allra fyrst en næsti fundur FATF er í febrúar. Það segir Þórhildur Sunna óraunhæft. „Mér hefur fundist það vera svona svolítið fast í umræðunni að við eigum einhverja raunhæfa von um að komast af þessum lista í febrúar. Það er bara samkvæmt því sem sérfræðingar segja okkur ekki rétt. Bjartsýnustu spár myndu gera ráð fyrir því að við kæmumst af listanum í júní,“ segir Þórhildur Sunna. Líklegra sé þó, ef að allt gengur vel, að það verði í október. „Miðað við starfshætti FATF þá séu hverfandi líkur á því [að sögn sérfræðinga] að það breytist eitthvað í febrúar varðandi veru okkar á þessum lista,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44 Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00 Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. 23. október 2019 12:03 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33 Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Hverfandi líkur eru á því að Ísland komist af gráum lista FATF í febrúar líkt og vonast hefur verið til að sögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Viðreisnar segir augljóst að brotalamir hafi verið í kerfinu. Í október lenti Ísland á gráum lista FATF yfir þau ríki sem ekki þykja hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þær aðgerðir sem stjórnvöld höfðu gripið til dugðu ekki til að koma í veg fyrir að Ísland lenti á listanum. Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra létu taka saman skýrslu um aðdraganda þess að Ísland lenti á listanum og var skýrslan til umfjöllunar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata er formaður nefndarinnar. „Það sem er kannski athyglisvert í skýrslunni er að sjá hversu mörg viðvörunarljós blikkuðu, hversu oft var verið að eiga í samskiptum um að það yrði að bregðast við strax, núna, en það var ekki gert og það er ekki skýrt af lestri skýrslunnar hvers vegna viðbrögðin voru svona hæg,“ segir Þórhildur Sunna. Nefndin hefur þegar ákveðið að ráðast í frumkvæðisathugun á viðbrögðum ráðherra og breytir skýrsla ráðuneytisins engu þar um. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun halda utan um frekari gagnaöflun.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm„Það er svo sem ekkert verið að draga fjöður yfir það í þessari skýrslu að það eru þarna brotalamir. Menn virðast ekki hafa tekið þennan málaflokk alvarlega og það er ekki alveg skýrt hver ábyrgðarkeðjan er og af hverju er ekki brugðist við,“ segir Jón Steindór. Með frumkvæðisathugun nefndarinnar verði leitast við að fá svör við þeim spurningum. Stjórnvöld hafa bundið vonir við að Ísland komist af listanum sem allra fyrst en næsti fundur FATF er í febrúar. Það segir Þórhildur Sunna óraunhæft. „Mér hefur fundist það vera svona svolítið fast í umræðunni að við eigum einhverja raunhæfa von um að komast af þessum lista í febrúar. Það er bara samkvæmt því sem sérfræðingar segja okkur ekki rétt. Bjartsýnustu spár myndu gera ráð fyrir því að við kæmumst af listanum í júní,“ segir Þórhildur Sunna. Líklegra sé þó, ef að allt gengur vel, að það verði í október. „Miðað við starfshætti FATF þá séu hverfandi líkur á því [að sögn sérfræðinga] að það breytist eitthvað í febrúar varðandi veru okkar á þessum lista,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44 Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00 Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. 23. október 2019 12:03 „Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41 Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33 Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44
Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. 19. október 2019 21:00
Allir nema einn samþykktu að hefja frumkvæðisrannsókn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd samþykkti á fundi sínum í dag að hefja frumkvæðisrannsókn á verklagi ráðherra í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tillagan var samþykkt með öllum atkvæðum nefndarmanna nema einu. 23. október 2019 12:03
„Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. 22. október 2019 11:41
Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33
Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15