Meðaltal heildarlauna hjá VR 666 þúsund krónur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2019 15:15 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, við samþykkt lífskjarasamningsins í vor. Vísir/Vilhelm Heildarlaun félagsmanna VR voru að meðaltali 666 þúsund krónur í september síðastliðnum og höfðu þá hækkað um 2,1% á sjö mánaða tímabili eða frá febrúar. Miðgildi heildarlauna hækkaði um 2,5% á sama tímabili og var 615 þúsund. Grunnlaun í september voru 657 þúsund krónur að meðaltali og höfðu hækkað um 2% frá febrúar. Miðgildi grunnlauna var 606 þúsund og nam hækkunin 2,5% á sama tímabili. Þetta sýna niðurstöður launarannsóknar VR en niðurstöðurnar voru birtar í dag. Launarannsókn VR fyrir september 2019 byggir á skráningum tæplega 13 þúsund félagsmanna í launareiknivél á Mínum síðum, eða um þriðjungi félagsmanna í þeim mánuði. Launarannsókn VR sýnir grunn- og heildarlaun eftir starfsstéttum, óháð atvinnugreinum, sem og starfsstéttum innan atvinnugreina. Laun eru birt ef tíu eða fleiri félagsmenn hafa skráð viðkomandi starfsheiti í launareiknivélina á Mínum síðum. Laun eru birt eftir starfsheitum sem byggja á starfsheitaflokkun úr launakönnun VR. Flokkun atvinnugreina byggir á atvinnugreinaflokkun ÍSAT, en er aðlöguð að þörfum VR og er í samræmi við þá flokkun sem tíðkast hefur í launakönnun VR undanfarin ár. Heildarlaun og grunnlaun fyrir allan hópinn (þ.e. launatölurnar sem birtar eru í fyrstu málsgrein hér að ofan) eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og atvinnugreinar til að endurspegla samsetningu félagsins. Aðrar launatölur eru óvigtaðar. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Heildarlaun félagsmanna VR voru að meðaltali 666 þúsund krónur í september síðastliðnum og höfðu þá hækkað um 2,1% á sjö mánaða tímabili eða frá febrúar. Miðgildi heildarlauna hækkaði um 2,5% á sama tímabili og var 615 þúsund. Grunnlaun í september voru 657 þúsund krónur að meðaltali og höfðu hækkað um 2% frá febrúar. Miðgildi grunnlauna var 606 þúsund og nam hækkunin 2,5% á sama tímabili. Þetta sýna niðurstöður launarannsóknar VR en niðurstöðurnar voru birtar í dag. Launarannsókn VR fyrir september 2019 byggir á skráningum tæplega 13 þúsund félagsmanna í launareiknivél á Mínum síðum, eða um þriðjungi félagsmanna í þeim mánuði. Launarannsókn VR sýnir grunn- og heildarlaun eftir starfsstéttum, óháð atvinnugreinum, sem og starfsstéttum innan atvinnugreina. Laun eru birt ef tíu eða fleiri félagsmenn hafa skráð viðkomandi starfsheiti í launareiknivélina á Mínum síðum. Laun eru birt eftir starfsheitum sem byggja á starfsheitaflokkun úr launakönnun VR. Flokkun atvinnugreina byggir á atvinnugreinaflokkun ÍSAT, en er aðlöguð að þörfum VR og er í samræmi við þá flokkun sem tíðkast hefur í launakönnun VR undanfarin ár. Heildarlaun og grunnlaun fyrir allan hópinn (þ.e. launatölurnar sem birtar eru í fyrstu málsgrein hér að ofan) eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og atvinnugreinar til að endurspegla samsetningu félagsins. Aðrar launatölur eru óvigtaðar.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira