Lífið

Litla föndurhornið: Björgun kertaluktar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vísir/Kristbjörg

Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Við gefum Kristbjörgu orðið.

 

Mynd/Vísir

Þegar ég hugsa um þetta verkefni þá líður mér eins og hetju. Ég fann þessa kertalukt við ruslagámana stutt frá heimilinu mínu um síðustu jól, og um leið og ég sá hana þá sá ég von, von um að hún gæti orðið falleg á ný, ég sá annað tækifæri, sem ég vissi að ég og mín trausta límbyssa gátu gefið henni. 

Ég byrjaði á því að þrífa hana hátt og lágt. Fyrir jólin í fyrra þá var Tiger með þessa ótrúlega flottu sælgætisstafi úr plasti. Ég hef ekki fundið þá fyrir þessi jól en ég átti nokkra eftir þannig að ég tók fjóra og límdi þá á þakið þannig að stafirnir mynduðu hjarta.

Ég bjó til slaufu og batt bjöllur á endana. Ég tók smá gervigreni og rauða slaufu og límdi undir súðina. 

Innan í luktina setti ég bómull í botninn, stórt batterískerti, köngla og þetta fallega jólaskraut, hvítt hreindýr. 

Jæja, hvernig finnst ykkur, mynduð þið henda þessari kertalukt núna? Nei, hélt ekki. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.