Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í leikmannahópi Everton sem mætir Leicester í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld.
Gylfi Þór missti af leik Everton um helgina vegna veikinda og svo virðist sem hann sé ekki orðinn heill heilsu því hann er ekki í hóp í kvöld.
TEAM NEWS!
— Everton (@Everton) December 18, 2019
change
Baines starts
Holgate continues in midfield#CarabaoCuppic.twitter.com/g99Mup6pv8
Everton er í bullandi fallbaráttu í ensku úrvaldseildinni á meðan andstæðingur þeirra í kvöld er í öðru sæti deildarinnar og því verðugt verkefni fram undan fyrir liðsfélaga Gylfa.
Leikurinn fer fram á Goodison Park og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19:40.