Dauðadómur Musharrafs markar tímamót í Pakistan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. desember 2019 19:00 Fyrrverandi einræðisherra Pakistans var dæmdur til dauða í dag. Þar með lauk sex ára löngum málaferlum þar sem hann var sakaður um landráð. Pervez Musharraf sölsaði undir sig völdin í Pakistan árið 1999 þegar herinn framdi valdarán. Hann var gerður að forseta landsins árið 2001 og gegndi þeirri stöðu þar til 2008. Í embætti var Musharraf mikilvægur bandamaður Bandaríkjamanna í stríði þeirra í Afganistan. Landráðadómurinn sem nú hefur fallið snýst um atburði nóvembermánaðar árið 2007. Þá lýsti Musharraf yfir neyðarástandi í Pakistan, felldi stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi og lokaði fyrir alla óháða fjölmiðla. Á þessum tíma var Musharraf nýbúinn að ná endurkjöri en hæstiréttur landsins átti eftir að úrskurða um lögmæti kosninganna. Ákvörðuninni var harðlega mótmælt. Musharraf hrökklaðist frá völdum ári síðar og þegar Nawaz Sharif, sem Musharraf steypti af stóli árið 1999, varð forsætisráðherra árið 2013 hóf hann rannsókn á landráðum síns gamla óvinar. Lögmaður Musharrafs var skiljanlega ósáttur við dóminn. Sagði hann skýrast af því að andstæðingar forsetans fyrrverandi hafi verið öfundssjúkir vegna árangurs Musharrafs. Dómurinn er sagður sögulegur og marka tímamót fyrir Pakistan. Hæstaréttarlögmaðurinn Hamid Khan sagði þetta í fyrsta skipti sem einræðisherra hlýtur dóm. Pakistan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Fyrrverandi einræðisherra Pakistans var dæmdur til dauða í dag. Þar með lauk sex ára löngum málaferlum þar sem hann var sakaður um landráð. Pervez Musharraf sölsaði undir sig völdin í Pakistan árið 1999 þegar herinn framdi valdarán. Hann var gerður að forseta landsins árið 2001 og gegndi þeirri stöðu þar til 2008. Í embætti var Musharraf mikilvægur bandamaður Bandaríkjamanna í stríði þeirra í Afganistan. Landráðadómurinn sem nú hefur fallið snýst um atburði nóvembermánaðar árið 2007. Þá lýsti Musharraf yfir neyðarástandi í Pakistan, felldi stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi og lokaði fyrir alla óháða fjölmiðla. Á þessum tíma var Musharraf nýbúinn að ná endurkjöri en hæstiréttur landsins átti eftir að úrskurða um lögmæti kosninganna. Ákvörðuninni var harðlega mótmælt. Musharraf hrökklaðist frá völdum ári síðar og þegar Nawaz Sharif, sem Musharraf steypti af stóli árið 1999, varð forsætisráðherra árið 2013 hóf hann rannsókn á landráðum síns gamla óvinar. Lögmaður Musharrafs var skiljanlega ósáttur við dóminn. Sagði hann skýrast af því að andstæðingar forsetans fyrrverandi hafi verið öfundssjúkir vegna árangurs Musharrafs. Dómurinn er sagður sögulegur og marka tímamót fyrir Pakistan. Hæstaréttarlögmaðurinn Hamid Khan sagði þetta í fyrsta skipti sem einræðisherra hlýtur dóm.
Pakistan Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira