Þórdís ræddi börnin og barnabörnin við forstjóra Samherja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 14:01 Hópurinn Jæja á Facebook birti myndina á síðu sinni í gær. Hefur myndin vakið nokkra athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir aðeins tilviljun hafa ráðið því að hún sat við sama borð og Björgólfur Jóhannsson í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli fyrir helgi. Jæja-hópurinn hefur dreift myndinni á Facebook undir yfirskriftinni „Samstaða flokksins með Samherja“. Þar stóð að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að leggja allt undir til að verja Samherja og spillinguna, en Þórdís er ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að neðan má sjá færslu Jæja-hópsins en samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar, ekki staddur á flugvellinum ólíkt því sem fram kemur í póstinum. DV gerði sér mat úr myndinni og birti frétt með fyrirsögninni „Þórdís og Samherji gómuð saman“. Vökull borgari hefði tekið myndina en aðdragandi hennar væri óljós. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Fréttablaðið að myndin sé á engan hátt óheppileg og ekki hafi verið um neins konar fund að ræða. Hún hafi fengið sér sæti við borð og Björgólfur sest þar við hliðina. Málefni Samherja hafi að sjálfsögðu ekki borið á góma. Þau Björgólfur þekkist enda hafi þau unnið saman í Stjórnstöð ferðamála undanfarin þrjú ár. „Ég var að bíða eftir fluginu mínu. Ég fékk mér sæti í flugstöð og las tölvupóstana mína. Ég veit ekki hvað annað er um það að að segja,“ segir Þórdís. „Við ræddum meðal annars jólafrí og barnabörnin hans og börnin mín.“ Þórdís var á ferð um Norðurlandið með ráðherrum á föstudaginn þar sem hús var meðal annars tekið á Dalvíkingum. Samherji er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu og Angóla. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stigið til hliðar sem forstjóri á meðan málið er til skoðunar og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri. Ráðherrar hafa verið settir af í Namibíu vegna málsins og verið handteknir ásamt fleiri háttsettum aðilum. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30 Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, segir aðeins tilviljun hafa ráðið því að hún sat við sama borð og Björgólfur Jóhannsson í flugstöðinni á Akureyrarflugvelli fyrir helgi. Jæja-hópurinn hefur dreift myndinni á Facebook undir yfirskriftinni „Samstaða flokksins með Samherja“. Þar stóð að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að leggja allt undir til að verja Samherja og spillinguna, en Þórdís er ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Að neðan má sjá færslu Jæja-hópsins en samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar, ekki staddur á flugvellinum ólíkt því sem fram kemur í póstinum. DV gerði sér mat úr myndinni og birti frétt með fyrirsögninni „Þórdís og Samherji gómuð saman“. Vökull borgari hefði tekið myndina en aðdragandi hennar væri óljós. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Fréttablaðið að myndin sé á engan hátt óheppileg og ekki hafi verið um neins konar fund að ræða. Hún hafi fengið sér sæti við borð og Björgólfur sest þar við hliðina. Málefni Samherja hafi að sjálfsögðu ekki borið á góma. Þau Björgólfur þekkist enda hafi þau unnið saman í Stjórnstöð ferðamála undanfarin þrjú ár. „Ég var að bíða eftir fluginu mínu. Ég fékk mér sæti í flugstöð og las tölvupóstana mína. Ég veit ekki hvað annað er um það að að segja,“ segir Þórdís. „Við ræddum meðal annars jólafrí og barnabörnin hans og börnin mín.“ Þórdís var á ferð um Norðurlandið með ráðherrum á föstudaginn þar sem hús var meðal annars tekið á Dalvíkingum. Samherji er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna ásakana um mútugreiðslur til að komast yfir kvóta í Namibíu og Angóla. Þorsteinn Már Baldvinsson hefur stigið til hliðar sem forstjóri á meðan málið er til skoðunar og er Björgólfur Jóhannsson settur forstjóri. Ráðherrar hafa verið settir af í Namibíu vegna málsins og verið handteknir ásamt fleiri háttsettum aðilum.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Samherjaskjölin Tengdar fréttir Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30 Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum sagður stýra nafnlausum áróðri Jæja-hópurinn hefur undanfarið verið virkur í að dreifa áróðri á Facebook-síðu. Enginn hefur viljað gangast við því að vera í forsvari fyrir hópinn. 15. október 2019 17:30
Kynningarstjóri gengst við Facebook-áróðri Jæja-hópurinn, sem hefur dreift pólitískum áróðri á Facebook, sendi frá sér yfirlýsingu til að færa rök fyrir nafnleysi í vikunni. Kynningarstjóri hjá HÍ og stjórnarmaður í Sósíalistaflokknum eru á meðal þeirra sem standa að síðunni. 18. október 2019 09:00