Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2019 06:46 Unnið að rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi. vísir/egill Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. Vonast er til að rafmagnið komist fljótt á aftur í Skagafirði en svo virðist sem viðgerðum sé lokið í Hrútafirði. Þá er einnig rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal. Fréttastofu hafa borist ábendingar í morgun frá íbúum á Sauðárkróki sem vöknuðu í rafmagnsleysi í morgun. Jafnframt er rafmagnslaust á Hofsósi en íbúar svæðisins sem hafa fengið rafmagn beint úr Varmahlíð virðast hafa sloppið. Engar upplýsingar hafi borist bæjarbúum um hvað rafmagnsleysið mun standa lengi yfir. Ekki er vitað hvað veldur fyrrnefndu rafmagnsleysi í Skagafirði en þar segjast starfsmenn Rarik vinna að því að „byggja upp kerfið.“ Viðgerðarflokki Rarik tókst jafnframt að koma rafmagni á Langadal og hluta Svartárdals í gærkvöldi. Bilanaleit verður tekin upp aftur í birtingu. Sjá einnig: Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á NorðurlandiEkki hefur náðst á bilanavakt Rarik í morgun en að sögn Ríkisútvarpsins hafði bilunin í Hrútafirði víðtæk áhrif á notendur; í Miðfirði, Bitrufurði, hluta Reykhólasveitar, á Laugarbakka, Vatnsnesi og víðar. Svo virðist sem tekist hafi að koma aftur á rafmagni á þessu svæði núna klukkan sjö, ef marka má vefsíðu Rarik. Þar að auki var rafmagnslaust um tíma á Hvammstanga sem er þó ekki sagt hafa staðið lengi. Ekki er þó útilokað að enn kunni að votta fyrir rafmagnstruflunum, jafnvel rafmagnsleysi, í litlum hluta bæjarins. Í tilkynningu frá Landsneti er sagt að gera megi ráð fyrir einhverri truflun á afhendingu rafmagns meðan enn sé unnið að viðgerðum á dreifikerfinu. Jafnframt megi búast við skömmtun á rafmagni, nú þegar atvinnulífið fer aftur af stað eftir helgina. Rarik biðlar jafnframt til fólks sem tengt er varaafli að spara rafmagn eins og kostur er.Fréttin var uppfærð kl. 7:10 Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. Vonast er til að rafmagnið komist fljótt á aftur í Skagafirði en svo virðist sem viðgerðum sé lokið í Hrútafirði. Þá er einnig rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal. Fréttastofu hafa borist ábendingar í morgun frá íbúum á Sauðárkróki sem vöknuðu í rafmagnsleysi í morgun. Jafnframt er rafmagnslaust á Hofsósi en íbúar svæðisins sem hafa fengið rafmagn beint úr Varmahlíð virðast hafa sloppið. Engar upplýsingar hafi borist bæjarbúum um hvað rafmagnsleysið mun standa lengi yfir. Ekki er vitað hvað veldur fyrrnefndu rafmagnsleysi í Skagafirði en þar segjast starfsmenn Rarik vinna að því að „byggja upp kerfið.“ Viðgerðarflokki Rarik tókst jafnframt að koma rafmagni á Langadal og hluta Svartárdals í gærkvöldi. Bilanaleit verður tekin upp aftur í birtingu. Sjá einnig: Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á NorðurlandiEkki hefur náðst á bilanavakt Rarik í morgun en að sögn Ríkisútvarpsins hafði bilunin í Hrútafirði víðtæk áhrif á notendur; í Miðfirði, Bitrufurði, hluta Reykhólasveitar, á Laugarbakka, Vatnsnesi og víðar. Svo virðist sem tekist hafi að koma aftur á rafmagni á þessu svæði núna klukkan sjö, ef marka má vefsíðu Rarik. Þar að auki var rafmagnslaust um tíma á Hvammstanga sem er þó ekki sagt hafa staðið lengi. Ekki er þó útilokað að enn kunni að votta fyrir rafmagnstruflunum, jafnvel rafmagnsleysi, í litlum hluta bæjarins. Í tilkynningu frá Landsneti er sagt að gera megi ráð fyrir einhverri truflun á afhendingu rafmagns meðan enn sé unnið að viðgerðum á dreifikerfinu. Jafnframt megi búast við skömmtun á rafmagni, nú þegar atvinnulífið fer aftur af stað eftir helgina. Rarik biðlar jafnframt til fólks sem tengt er varaafli að spara rafmagn eins og kostur er.Fréttin var uppfærð kl. 7:10
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00
Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00