LeBron James bauð upp á tilþrifapakka og smá skot á „ungu“ strákana eftir sjöunda sigur Lakers í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 07:30 LeBron James var frábær í nótt. Getty/Kevin C. Cox LeBron James var mjög upptekinn þessa helgi en gaf sér þó tíma til að eiga stórleik í sigri Los Angeles Lakers á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt. LeBron James nýtti laugardaginn til að fljúga til Columbus í Ohio-fylki til þess að sjá son sinn spila en var kominn aftur til móts við liðið sitt í Atlanta í gær. LeBron James leiddi Lakers til 101-96 sigurs þar sem hann bauð upp á 32 stig, 13 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 varin skot. Hann átti líka nokkrar þrumutroðslur í leiknum. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers liðsins í röð og fjórtándi útisigur liðsins í röð. 32 PTS | 13 REB | 7 AST | 3 BLK@KingJames does it all in the @Lakers 14th straight road win! #LakeShowpic.twitter.com/3kOLgNLV4j— NBA (@NBA) December 16, 2019 James gæti mögulega notað eitthvað af tilþrifum næturinnar í tilþrifapakka ferilsins. „Stundum koma þau (tilþrifin) og stundum ekki. Ég reyni bara að njóta þess og hafa gaman að spila leikinn,“ sagði LeBron James. Það kom aldrei til greina hjá James að hvíla eins og nokkrar stjörnur deildarinnar eru farnir að gera reglulega. „Ég veit ekki hversu marga leiki ég á eftir á ferlinum. Ég veit ekki hversu margir krakkar mæta á leikinn til að sjá mig spila. Það er mín skylda að spila. Ef ég er heill þá spila ég,“ sagði LeBron James eftir leikinn og kannski nýtti hann tækifærið til að skjóta á sér mun yngri menn. L E B R O N Watch Free: https://t.co/gZ3mLZln8xpic.twitter.com/vZEUKhRnc6— NBA (@NBA) December 15, 2019 LeBron James er að verða 35 ára gamall í loka mánaðarins og er á sínu sautjánda ári í deildinni. Hann er með 25,9 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik til þessa í vetur en enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. Með sigrinum jafnaði Los Angeles Lakers lið Milwaukee Bucks á toppnum yfir besta sigurhlutfall NBA deilarinnar í dag en bæði lið eru með 24 sigra og aðeins 3 tapleiki. SHOWTIME from every angle! pic.twitter.com/yX05szhnEU— NBA (@NBA) December 16, 2019 Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 96-101 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 109-89 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 107-85 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 119-130 Denver Nuggets - New York Knicks 111-105 Golden State Warriors - Sacramento Kings 79-100 @NikolaVucevic scores 20 PTS, helping the @OrlandoMagic come away victorious in his return to action! #MagicAboveAllpic.twitter.com/LzSFj9HKHc— NBA (@NBA) December 16, 2019 Nikola Jokic puts up 25 PTS, 10 REB, 5 AST in the @nuggets 3rd win in a row! #MileHighBasketballpic.twitter.com/BnjofxI2AX— NBA (@NBA) December 16, 2019 NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
LeBron James var mjög upptekinn þessa helgi en gaf sér þó tíma til að eiga stórleik í sigri Los Angeles Lakers á Atlanta Hawks í NBA-deildinni í nótt. LeBron James nýtti laugardaginn til að fljúga til Columbus í Ohio-fylki til þess að sjá son sinn spila en var kominn aftur til móts við liðið sitt í Atlanta í gær. LeBron James leiddi Lakers til 101-96 sigurs þar sem hann bauð upp á 32 stig, 13 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 varin skot. Hann átti líka nokkrar þrumutroðslur í leiknum. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst. Þetta var sjöundi sigurleikur Lakers liðsins í röð og fjórtándi útisigur liðsins í röð. 32 PTS | 13 REB | 7 AST | 3 BLK@KingJames does it all in the @Lakers 14th straight road win! #LakeShowpic.twitter.com/3kOLgNLV4j— NBA (@NBA) December 16, 2019 James gæti mögulega notað eitthvað af tilþrifum næturinnar í tilþrifapakka ferilsins. „Stundum koma þau (tilþrifin) og stundum ekki. Ég reyni bara að njóta þess og hafa gaman að spila leikinn,“ sagði LeBron James. Það kom aldrei til greina hjá James að hvíla eins og nokkrar stjörnur deildarinnar eru farnir að gera reglulega. „Ég veit ekki hversu marga leiki ég á eftir á ferlinum. Ég veit ekki hversu margir krakkar mæta á leikinn til að sjá mig spila. Það er mín skylda að spila. Ef ég er heill þá spila ég,“ sagði LeBron James eftir leikinn og kannski nýtti hann tækifærið til að skjóta á sér mun yngri menn. L E B R O N Watch Free: https://t.co/gZ3mLZln8xpic.twitter.com/vZEUKhRnc6— NBA (@NBA) December 15, 2019 LeBron James er að verða 35 ára gamall í loka mánaðarins og er á sínu sautjánda ári í deildinni. Hann er með 25,9 stig og 10,8 stoðsendingar að meðaltali í leik til þessa í vetur en enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar að meðaltali í leik. Með sigrinum jafnaði Los Angeles Lakers lið Milwaukee Bucks á toppnum yfir besta sigurhlutfall NBA deilarinnar í dag en bæði lið eru með 24 sigra og aðeins 3 tapleiki. SHOWTIME from every angle! pic.twitter.com/yX05szhnEU— NBA (@NBA) December 16, 2019 Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Atlanta Hawks - Los Angeles Lakers 96-101 Brooklyn Nets - Philadelphia 76ers 109-89 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 107-85 New Orleans Pelicans - Orlando Magic 119-130 Denver Nuggets - New York Knicks 111-105 Golden State Warriors - Sacramento Kings 79-100 @NikolaVucevic scores 20 PTS, helping the @OrlandoMagic come away victorious in his return to action! #MagicAboveAllpic.twitter.com/LzSFj9HKHc— NBA (@NBA) December 16, 2019 Nikola Jokic puts up 25 PTS, 10 REB, 5 AST in the @nuggets 3rd win in a row! #MileHighBasketballpic.twitter.com/BnjofxI2AX— NBA (@NBA) December 16, 2019
NBA Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira