Spillingarlögreglan í sambandi við aðila á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2019 19:55 Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir að heilt yfir gangi rannsóknin vel. Skjáskot/One Africa TV Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir í samtali við RÚV að embætti hans hafi verið í sambandi við „þá sem hlut eiga að máli“ í Samherjamálinu hér á landi, aðspurður um það hvort embættið hafi átt í samskiptum við yfirvöld hér á landi. Hann segir jafnframt að rannsókn þar í landi á Fishrot málinu svonefnda gangi almennt vel og vonast hann til þess að fjölmiðlamenn sem hafi verið viðriðnir málið séu tilbúnir til þess að bera vitni fyrir dómstólum. Hann vildi ekki ekki svara því í samtali við RÚV hvort einhverjir Íslendingar séu grunaðir í málinu. Lögreglan í Windhoek, höfuðborg Namibíu, handtók í gær tvo einstaklinga sem eru sakaðir um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknar á hinu meinta Fishrot spillingarmáli þar í landi. Kauna Shikwambi, talsmaður lögreglu, staðfesti handtökuna í samtali við miðilinn The Namibian en RÚV greindi fyrst frá íslenskra miðla. Shikwambi segir við The Namibian að aðilarnir verði ákærðir fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Samkvæmt heimildum namibíska miðilsins voru hinir grunuðu gripnir við það að reyna að taka gögn, harða diska og skotfæri ófrjálsri hendi inn á heimili þar í borg. Umrædd gögn eru sögð tengjast yfirstandandi rannsókn sem beinist meðal annars að meintri mútuþægni namibískra embættismanna í tengslum við úthlutun fiskveiðiheimilda. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52 Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01 Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Paulus Noa, framkvæmdarstjóri spillingarlögreglunnar ACC í Namibíu, segir í samtali við RÚV að embætti hans hafi verið í sambandi við „þá sem hlut eiga að máli“ í Samherjamálinu hér á landi, aðspurður um það hvort embættið hafi átt í samskiptum við yfirvöld hér á landi. Hann segir jafnframt að rannsókn þar í landi á Fishrot málinu svonefnda gangi almennt vel og vonast hann til þess að fjölmiðlamenn sem hafi verið viðriðnir málið séu tilbúnir til þess að bera vitni fyrir dómstólum. Hann vildi ekki ekki svara því í samtali við RÚV hvort einhverjir Íslendingar séu grunaðir í málinu. Lögreglan í Windhoek, höfuðborg Namibíu, handtók í gær tvo einstaklinga sem eru sakaðir um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknar á hinu meinta Fishrot spillingarmáli þar í landi. Kauna Shikwambi, talsmaður lögreglu, staðfesti handtökuna í samtali við miðilinn The Namibian en RÚV greindi fyrst frá íslenskra miðla. Shikwambi segir við The Namibian að aðilarnir verði ákærðir fyrir að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Samkvæmt heimildum namibíska miðilsins voru hinir grunuðu gripnir við það að reyna að taka gögn, harða diska og skotfæri ófrjálsri hendi inn á heimili þar í borg. Umrædd gögn eru sögð tengjast yfirstandandi rannsókn sem beinist meðal annars að meintri mútuþægni namibískra embættismanna í tengslum við úthlutun fiskveiðiheimilda.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52 Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01 Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Segist ekki hafa sagt Samherja frá mútugreiðslufélagi Samherji segist ekkert hafa vitað um mútugreiðslur til Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, sem nú hefur verið handtekinn. 13. desember 2019 07:52
Jóhannes segist hafa beðið alla afsökunar á umtöluðu símtali Símtal Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu, og fyrrverandi eiginkonu hans þar sem hann hótar henni og fleirum öllu illu er í birtingu á YouTube á nafnlausum aðgangi. 12. desember 2019 14:01
Björgólfur segist viss um að Samherji hafi ekkert ólöglegt gert Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Samherja, segist í viðtali við blaðið Dagens Næringsliv í Noregi ekki trúa því að Samherji hafi greitt neinar mútur. 14. desember 2019 18:26