Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 22:11 Búið var að vera rafmagnslaust á svæðinu í hátt í þrjátíu klukkutíma þegar rafmagn kom aftur á um tíu í gærkvöldi. Samsett/Aðsend Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu sínu í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. Hann segist ekki vita hvað hún hafi verið lengi undir fönn en óveður gekk yfir svæðið í hátt í tvo sólarhringa. Magnús ólst upp í dalnum og efast að hann hafi áður séð annað eins veður. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-ÁsgeirsáAðsend Stoppaði hann og sagði honum að vitja hestanna Í gærmorgun fann hann fyrst tíu hross föst í snjónum þegar hann fór út að gefa hrossunum sínum en þau dreifast á hátt í þúsund hektara jörð. „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það. En það hnippti einhver í mig þegar ég var búinn með morgungjöfina í gær,“ sagði Magnús í samtali við Vísi en enginn var þá á bænum fyrir utan hann sjálfan og hundinn hans. „Ég var að labba inn í hús, þá bara stoppaði mig einhver og sagði „vitjaðu hestanna“ og ég sneri við og horfði upp eftir og sá stóðið.“ Hann rauk þá upp í bíl og kom að tíu hrossum sem voru föst í snjóskafli. Honum gekk vel að losa hrossin og kom þeim upp úr snjónum með hjálp nágranna. Eftir það sá hann engin fleiri í skaflinum og var viss um að þau hafi öll komist heilu og höldnu undan óveðrinu. Fannst á kafi í snjó „Síðan í morgun þá fer ég um leið í birtingu aftur af stað og ætlaði að vitja hrossanna aftur. Ég var búinn með morgungjafirnar og þegar ég fer upp eftir þá sé ég stóðið þarna fyrir ofan í góðum gír og á góðum stað.“ Eftir það ákvað hann skyndilega að athuga aftur með snjóskaflinn þar sem hrossin fundust morguninn áður og brá mjög í brún.„Þar sé ég bara í nös. Einhverra hluta vegna þá tók ég með mér skófluna. Ég veit ekki af hverju, ég tók bara með skófluna og þá hringi ég bara í einn nágrannann og síðan bara hefst baráttan.“ „Við mannfólkið værum löngu dauð“ Þarna labbaði hann beint að merinni Freyju sem var svo mikið sem á kafi í snjó. Magnús fann fljótlega lífsmark og hringdi þá strax í nágranna sína sem komu með dráttarvél og hjálpuðu honum að moka Freyju úr skaflinum með miklu erfiði. „Við hjálpuðumst að, settum hana í skófluna á dráttarvélinni og komum henni inni í hús.“ „Við náðum merinni inn en hún var náttúrlega mjög eftir sig eftir þetta. Við mannfólkið værum löngu dauð. En það er lífsvilji í henni og hún er bara að braggast. En það er ekkert grín að lenda í þessu.“Hann segir að honum hafi liðið skelfilega þegar hann kom að henni í morgun og að það hafi verið mjög erfitt að sjá hana í þessu ásigkomulagi. Skilur ekki hvernig þau lentu á þessum stað Magnús segist ekki skilja hvernig hrossin lentu á þessum tiltekna stað. Þau hafi verið á mikilli hreyfingu og almennt hafi ekki verið mikill snjór á landinu hans. „Það er skjól þarna fyrir öllum áttum og ég meina þetta var bara eini skaflinn sem hægt var að velja á um þúsund hektara jörð sem að þau voru að bröltast einhvern veginn yfir.“ Hann segir að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll. Einnig telur hann að þau hefðu mörg hver tekið mjög illa í slíkar tilfæringar. Dýr Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu sínu í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. Hann segist ekki vita hvað hún hafi verið lengi undir fönn en óveður gekk yfir svæðið í hátt í tvo sólarhringa. Magnús ólst upp í dalnum og efast að hann hafi áður séð annað eins veður. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-ÁsgeirsáAðsend Stoppaði hann og sagði honum að vitja hestanna Í gærmorgun fann hann fyrst tíu hross föst í snjónum þegar hann fór út að gefa hrossunum sínum en þau dreifast á hátt í þúsund hektara jörð. „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það. En það hnippti einhver í mig þegar ég var búinn með morgungjöfina í gær,“ sagði Magnús í samtali við Vísi en enginn var þá á bænum fyrir utan hann sjálfan og hundinn hans. „Ég var að labba inn í hús, þá bara stoppaði mig einhver og sagði „vitjaðu hestanna“ og ég sneri við og horfði upp eftir og sá stóðið.“ Hann rauk þá upp í bíl og kom að tíu hrossum sem voru föst í snjóskafli. Honum gekk vel að losa hrossin og kom þeim upp úr snjónum með hjálp nágranna. Eftir það sá hann engin fleiri í skaflinum og var viss um að þau hafi öll komist heilu og höldnu undan óveðrinu. Fannst á kafi í snjó „Síðan í morgun þá fer ég um leið í birtingu aftur af stað og ætlaði að vitja hrossanna aftur. Ég var búinn með morgungjafirnar og þegar ég fer upp eftir þá sé ég stóðið þarna fyrir ofan í góðum gír og á góðum stað.“ Eftir það ákvað hann skyndilega að athuga aftur með snjóskaflinn þar sem hrossin fundust morguninn áður og brá mjög í brún.„Þar sé ég bara í nös. Einhverra hluta vegna þá tók ég með mér skófluna. Ég veit ekki af hverju, ég tók bara með skófluna og þá hringi ég bara í einn nágrannann og síðan bara hefst baráttan.“ „Við mannfólkið værum löngu dauð“ Þarna labbaði hann beint að merinni Freyju sem var svo mikið sem á kafi í snjó. Magnús fann fljótlega lífsmark og hringdi þá strax í nágranna sína sem komu með dráttarvél og hjálpuðu honum að moka Freyju úr skaflinum með miklu erfiði. „Við hjálpuðumst að, settum hana í skófluna á dráttarvélinni og komum henni inni í hús.“ „Við náðum merinni inn en hún var náttúrlega mjög eftir sig eftir þetta. Við mannfólkið værum löngu dauð. En það er lífsvilji í henni og hún er bara að braggast. En það er ekkert grín að lenda í þessu.“Hann segir að honum hafi liðið skelfilega þegar hann kom að henni í morgun og að það hafi verið mjög erfitt að sjá hana í þessu ásigkomulagi. Skilur ekki hvernig þau lentu á þessum stað Magnús segist ekki skilja hvernig hrossin lentu á þessum tiltekna stað. Þau hafi verið á mikilli hreyfingu og almennt hafi ekki verið mikill snjór á landinu hans. „Það er skjól þarna fyrir öllum áttum og ég meina þetta var bara eini skaflinn sem hægt var að velja á um þúsund hektara jörð sem að þau voru að bröltast einhvern veginn yfir.“ Hann segir að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll. Einnig telur hann að þau hefðu mörg hver tekið mjög illa í slíkar tilfæringar.
Dýr Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira