Leynilegar greiðslur í Heiðmörk, rafmagni stolið og gjaldeyrir keyptur fyrir hátt í fimmtíu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2019 07:00 Mennirnir fimm stóðu að kannabisræktun á Suðurlandi. Myndin er tekin í Haukadal en tengist fréttinni að öðru leyti ekki. Gian-Reto Tarnutzer Fimm karlmenn frá Litháen hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir kannabisræktun, sölu á efnum og peningaþvætti á Suðurlandi. Tveir mannanna eru bræður en mennirnir fá allt frá sex til fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þrír mánuðir eru óskilorðsbundnir í öllum tilfellum.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á mánudaginn. Enginn karlmannanna greip til varna þegar málið var flutt í Héraðsdómi Suðurlands. Játuðu þeir allir aðild að fíkniefnaræktun en neituðu sök hvað varðaði peningaþvætti. Óskuðu þeir eftir því að fá að yfirgefa dómsalinn áður en lögreglumenn og önnur vitni mættu til að bera vitni. Lögregla fékk ábendingu í apríl 2019 sem leiddu til handtöku mannanna meðal annars við sumarhús á Suðurlandi þar sem efni fundust. Tveir karlmannanna eru 27 ára og voru ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot en auk þess umfangsmikið peningaþvætti. Þannig bæri neysla þeirra beggja merki þess að þeir hefðu komist yfir fé með ólögmætum hætti. Hvor fyrir sig hafði keypt erlendan gjaldeyri fyrir á þriðja tug milljóna króna án þess að hafa tekjur í nokkru samræmi við þær upphæðir. Alls náðu þeir að kaupa gjaldeyri fyrir tæplega fimmtíu milljónir króna fyrir illa fengið fé. Sex skammbyssur án leyfis Þá áttu þeir það sameiginlegt að hafa lent í slysi árið 2017 og fengið annars vegar 22 milljónir króna í slysabætur og hins vegar 14 milljónir. Var um að ræða stærstan hluta tekna þeirra undanfarin ár. Á heimili annars þeirra fundust 4,4 kíló af grasi (mariujana) en auk þess sex skammbyssur í plastkassa. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi. Þá var hann auk þess ákærður fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum en hann framvísaði líka fölsuðu ökuskírteini í blekkingarskyni við handtöku. Maðurinn gaf þær skýringar á kaupum sínum á gjaldeyri fyrir á þriðja tug milljóna króna að hann hefði gert það í greiðaskyni fyrir ótiltekið fólk sem hafi beðið hann um það. Hann hefði gert það af góðmennsku einni saman og hafði á orði að hann væri almennt frekar góður strákur. Greiðslur á skógræktarsvæði Hinn karlmaðurinn 27 ára gaf engar skýringar á 22 milljónum króna sem hann nýtti til að kaupa gjaldeyri aðrar en þær að peningar sem hann ætti væru að stórum hluta slysabætur. Hann var dæmdur fyrir hlutdeild í fíkniefnalagabroti með því að hafa framleigt húsnæði til þriðja og fjórða aðila og hefði ekki getað dulist að húsnæðið væri nýtt til ræktunar. Þá var hann dæmdur fyrir peningaþvætti með því að hafa í alls sjö skipti á skógræktarsvæði í Heiðmörk tekið við greiðslum upp á 140 þúsund krónum. Samanlagt 980 þúsund krónum. Peningana nýtti hann til að greiða húsaleiguna. Fyrri maðurinn hlaut fimmtán mánaða dóm en sá síðari tólf mánaða dóm. Tengt fram hjá Tveir bræður á ótilgreindum aldri fengu sömuleiðis fangelsisdóma. Annar var gripinn með 200 kannabisplöntur sem vógu 88 kíló og auk þess 26 kíló af kannabislaufum. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa hjálpað fimmta manninum við að leggja illa fengið fé af fíkniefnasölu inn á bankareikning. Þá var hann dæmdur fyrir rafmagnsþjófnað með því að hafa tengt fram hjá rafmagnsmæli við sumarhús og þannig hagnýtt sér á ólögmætan hátt orkuforða til framangreindrar fíkniefnaræktunar. Hinn síðari var dæmdur fyrir peningaþvætti með því að eiga rúmlega þrjár milljónir króna, þar af tíu þúsund evrur sem fundust á honum við handtöku, án þess að geta gert grein fyrir því hvernig hann fékk peningana. Þá tók hann við hvítu umslagi úr hendi fyrsta ákærða sem innihélt gjaldeyri upp á tíu þúsund evrur sem talinn var ágóði af fíkniefnasölu. Flutti hann peningana úr landi og nýtti í eigin þágu. Skýringar hins fjórða þóttu ekki trúverðugar. Hann tjáði lögreglu að hann hefði komið með peningana til sín að utan en auk þess unnið svart án þess að geta stutt þá fullyrðingu á nokkurn hátt. Bræðurnir fengu annars vegar tólf mánaða og hins vegar sex mánaða dóm. RARIK vildi 10 milljónir Fimmti Litháinn fékk níu mánaða dóm fyrir peningaþvætti, orkuþjófnað og fíkniefnalagabrot. Játaði hann fíkniefnalagabrotið eins og hinir fjórir en 58 kannabisplöntur fundust í sumarhúsi hjá honum. Vógu þær 27 kíló en auk þess voru 18 kíló af kannabisstönglum. Sá keypti gjaldeyri fyrir 315 þúsund krónur sem talinn var ávinningur af kannabissölu. Þrátt fyrir engar opinberar tekjur átti maðurinn 1,6 milljónir króna sem voru taldar ávinningur af fíkniefnasölu. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að tilefni væri til að skilorðsbinda alla dómana að hluta en þrír mánuðir hjá hverjum og einum eru óskilorðsbundnir. RARIK gerði einkaréttakröfu upp á tíu milljónir króna fyrir orkusvik. RARIK hafði ekkert upp úr kröfum sínum þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að kröfurnar hefðu verið vanreifaðar og þeim vísað frá. Voru þrjár milljónir króna samanlagt gerðar upptækar af bankareikningum fimmmenninganna auk þess sem fíkniefnin sem fundust voru gerð upptæk til eyðingar. Dómsmál Fíkn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Fimm karlmenn frá Litháen hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir kannabisræktun, sölu á efnum og peningaþvætti á Suðurlandi. Tveir mannanna eru bræður en mennirnir fá allt frá sex til fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þrír mánuðir eru óskilorðsbundnir í öllum tilfellum.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á mánudaginn. Enginn karlmannanna greip til varna þegar málið var flutt í Héraðsdómi Suðurlands. Játuðu þeir allir aðild að fíkniefnaræktun en neituðu sök hvað varðaði peningaþvætti. Óskuðu þeir eftir því að fá að yfirgefa dómsalinn áður en lögreglumenn og önnur vitni mættu til að bera vitni. Lögregla fékk ábendingu í apríl 2019 sem leiddu til handtöku mannanna meðal annars við sumarhús á Suðurlandi þar sem efni fundust. Tveir karlmannanna eru 27 ára og voru ákærðir fyrir fíkniefnalagabrot en auk þess umfangsmikið peningaþvætti. Þannig bæri neysla þeirra beggja merki þess að þeir hefðu komist yfir fé með ólögmætum hætti. Hvor fyrir sig hafði keypt erlendan gjaldeyri fyrir á þriðja tug milljóna króna án þess að hafa tekjur í nokkru samræmi við þær upphæðir. Alls náðu þeir að kaupa gjaldeyri fyrir tæplega fimmtíu milljónir króna fyrir illa fengið fé. Sex skammbyssur án leyfis Þá áttu þeir það sameiginlegt að hafa lent í slysi árið 2017 og fengið annars vegar 22 milljónir króna í slysabætur og hins vegar 14 milljónir. Var um að ræða stærstan hluta tekna þeirra undanfarin ár. Á heimili annars þeirra fundust 4,4 kíló af grasi (mariujana) en auk þess sex skammbyssur í plastkassa. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi. Þá var hann auk þess ákærður fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum en hann framvísaði líka fölsuðu ökuskírteini í blekkingarskyni við handtöku. Maðurinn gaf þær skýringar á kaupum sínum á gjaldeyri fyrir á þriðja tug milljóna króna að hann hefði gert það í greiðaskyni fyrir ótiltekið fólk sem hafi beðið hann um það. Hann hefði gert það af góðmennsku einni saman og hafði á orði að hann væri almennt frekar góður strákur. Greiðslur á skógræktarsvæði Hinn karlmaðurinn 27 ára gaf engar skýringar á 22 milljónum króna sem hann nýtti til að kaupa gjaldeyri aðrar en þær að peningar sem hann ætti væru að stórum hluta slysabætur. Hann var dæmdur fyrir hlutdeild í fíkniefnalagabroti með því að hafa framleigt húsnæði til þriðja og fjórða aðila og hefði ekki getað dulist að húsnæðið væri nýtt til ræktunar. Þá var hann dæmdur fyrir peningaþvætti með því að hafa í alls sjö skipti á skógræktarsvæði í Heiðmörk tekið við greiðslum upp á 140 þúsund krónum. Samanlagt 980 þúsund krónum. Peningana nýtti hann til að greiða húsaleiguna. Fyrri maðurinn hlaut fimmtán mánaða dóm en sá síðari tólf mánaða dóm. Tengt fram hjá Tveir bræður á ótilgreindum aldri fengu sömuleiðis fangelsisdóma. Annar var gripinn með 200 kannabisplöntur sem vógu 88 kíló og auk þess 26 kíló af kannabislaufum. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa hjálpað fimmta manninum við að leggja illa fengið fé af fíkniefnasölu inn á bankareikning. Þá var hann dæmdur fyrir rafmagnsþjófnað með því að hafa tengt fram hjá rafmagnsmæli við sumarhús og þannig hagnýtt sér á ólögmætan hátt orkuforða til framangreindrar fíkniefnaræktunar. Hinn síðari var dæmdur fyrir peningaþvætti með því að eiga rúmlega þrjár milljónir króna, þar af tíu þúsund evrur sem fundust á honum við handtöku, án þess að geta gert grein fyrir því hvernig hann fékk peningana. Þá tók hann við hvítu umslagi úr hendi fyrsta ákærða sem innihélt gjaldeyri upp á tíu þúsund evrur sem talinn var ágóði af fíkniefnasölu. Flutti hann peningana úr landi og nýtti í eigin þágu. Skýringar hins fjórða þóttu ekki trúverðugar. Hann tjáði lögreglu að hann hefði komið með peningana til sín að utan en auk þess unnið svart án þess að geta stutt þá fullyrðingu á nokkurn hátt. Bræðurnir fengu annars vegar tólf mánaða og hins vegar sex mánaða dóm. RARIK vildi 10 milljónir Fimmti Litháinn fékk níu mánaða dóm fyrir peningaþvætti, orkuþjófnað og fíkniefnalagabrot. Játaði hann fíkniefnalagabrotið eins og hinir fjórir en 58 kannabisplöntur fundust í sumarhúsi hjá honum. Vógu þær 27 kíló en auk þess voru 18 kíló af kannabisstönglum. Sá keypti gjaldeyri fyrir 315 þúsund krónur sem talinn var ávinningur af kannabissölu. Þrátt fyrir engar opinberar tekjur átti maðurinn 1,6 milljónir króna sem voru taldar ávinningur af fíkniefnasölu. Héraðsdómur Suðurlands komst að þeirri niðurstöðu að tilefni væri til að skilorðsbinda alla dómana að hluta en þrír mánuðir hjá hverjum og einum eru óskilorðsbundnir. RARIK gerði einkaréttakröfu upp á tíu milljónir króna fyrir orkusvik. RARIK hafði ekkert upp úr kröfum sínum þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að kröfurnar hefðu verið vanreifaðar og þeim vísað frá. Voru þrjár milljónir króna samanlagt gerðar upptækar af bankareikningum fimmmenninganna auk þess sem fíkniefnin sem fundust voru gerð upptæk til eyðingar.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira