Sportpakkinn: Nýr íþróttamaður ársins hjá fötluðum vann jólalagakeppni Rásar tvö fyrr í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2019 16:46 Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir með verðlaun sín. Vísir/Vilhelm Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir voru í dag valin íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti 28 Íslandsmet á árinu og varð eini Norðurlandabúinn sem komst á verðlaunapall á HM í Lundúnum. Hann bætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og vann bronsið í sínum flokki. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir náði góðum árangri í frjálsum íþróttum á árinu. Líkt og Már Gunnarsson stefnir hún á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó á næsta ári. Bergrún varð í 5. sæti í langstökki á alþjóðlegu móti, stökk 4,26 metra. Már var kátur þegar Arnar Björnsson hitti hann í dag. „Þetta er búið að vera geggjaður dagur en frekar sérstakur. Ég mætti í Sporthúsið í morgun á æfingu og þar var tekið á því. Svo ætlaði ég mér að fara að fá mér eitthvað að borða en það tókst ekki vel. Ég fékk símtal og mér tilkynnt að ég hefði unnið jólalagasamkepni Rásar tvö ásamt systur minni Ísold. Það átti að veita verðlaunin á sama tíma og ég þurfti að redda því að vera á tveimur stöðum í einu. Að vera valinn íþróttamaður fatlaðra er heiður sem ég er mjög stoltur af og þakklátur öllu því fagfólki sem valdi mig,“ sagði Már Gunnarsson. Dagurinn var bara hálfnaður og nóg að gera hjá íþrótta og tónlistarmanninum. „Það er sundæfing og það eru tónleikar, það er alveg slatt,“ sagði Már. Þarf hann ekki að vera með 29 klukkutíma í sólarhring? „Það eða gott skipulag. Prógrammið fram undan er afskaplega stíft. Ég er að æfa tvisvar á dag. Ég verð ekkert heima í janúar því ég er að fara að æfa í Lúxemborg. Æfi með landsliði ófatlaðra í Búlgaríu uppi í fjöllum. Þá kem ég heim til að undirbúa stórtónleika sem verða 13. mars í Stapanum. Ég er að flytja inn níu færustu tónlistarmenn Póllands til að spila með með mér í hljómsveit. Síðan kemur Evrópumeistaramótið í Madeira og vonandi Tókíó, ég ætla mér að komast þangað. Þetta er bara planið,“ sagði Már. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari fékk hvatningarverðlaunin. Hún hefur starfað með íþróttafélagi fatlaðra í mörg ár. Verðlaunin fær hún fyrir sérverkefni í leikskólastarfi með hreyfiþjálfun barna. Arnar Björnsson mætti í boð Íþróttasambands fatlaðra í dag og ræddi við íþróttafólk ársins eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Sportpakkinn Sund Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Már Gunnarsson og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir voru í dag valin íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Sundmaðurinn Már Gunnarsson setti 28 Íslandsmet á árinu og varð eini Norðurlandabúinn sem komst á verðlaunapall á HM í Lundúnum. Hann bætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og vann bronsið í sínum flokki. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir náði góðum árangri í frjálsum íþróttum á árinu. Líkt og Már Gunnarsson stefnir hún á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó á næsta ári. Bergrún varð í 5. sæti í langstökki á alþjóðlegu móti, stökk 4,26 metra. Már var kátur þegar Arnar Björnsson hitti hann í dag. „Þetta er búið að vera geggjaður dagur en frekar sérstakur. Ég mætti í Sporthúsið í morgun á æfingu og þar var tekið á því. Svo ætlaði ég mér að fara að fá mér eitthvað að borða en það tókst ekki vel. Ég fékk símtal og mér tilkynnt að ég hefði unnið jólalagasamkepni Rásar tvö ásamt systur minni Ísold. Það átti að veita verðlaunin á sama tíma og ég þurfti að redda því að vera á tveimur stöðum í einu. Að vera valinn íþróttamaður fatlaðra er heiður sem ég er mjög stoltur af og þakklátur öllu því fagfólki sem valdi mig,“ sagði Már Gunnarsson. Dagurinn var bara hálfnaður og nóg að gera hjá íþrótta og tónlistarmanninum. „Það er sundæfing og það eru tónleikar, það er alveg slatt,“ sagði Már. Þarf hann ekki að vera með 29 klukkutíma í sólarhring? „Það eða gott skipulag. Prógrammið fram undan er afskaplega stíft. Ég er að æfa tvisvar á dag. Ég verð ekkert heima í janúar því ég er að fara að æfa í Lúxemborg. Æfi með landsliði ófatlaðra í Búlgaríu uppi í fjöllum. Þá kem ég heim til að undirbúa stórtónleika sem verða 13. mars í Stapanum. Ég er að flytja inn níu færustu tónlistarmenn Póllands til að spila með með mér í hljómsveit. Síðan kemur Evrópumeistaramótið í Madeira og vonandi Tókíó, ég ætla mér að komast þangað. Þetta er bara planið,“ sagði Már. Ásta Katrín Helgadóttir íþróttakennari fékk hvatningarverðlaunin. Hún hefur starfað með íþróttafélagi fatlaðra í mörg ár. Verðlaunin fær hún fyrir sérverkefni í leikskólastarfi með hreyfiþjálfun barna. Arnar Björnsson mætti í boð Íþróttasambands fatlaðra í dag og ræddi við íþróttafólk ársins eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Íþróttafólk ársins hjá fötluðum
Sportpakkinn Sund Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira