Lögreglan í Danmörku framkvæmdi í dag umfangsmiklar og samræmdar aðgerðir víða um landið með því markmiði að koma í veg fyrir hryðjuverk. Fyrr sagði lögreglan í Kaupmannahöfn að húsleit hafi verið gerð og að einhverjir hafi verið handteknir.
Útlit er fyrir að aðgerðirnar hafið verið gerðar til að uppræta hóp íslamista í Danmörku, sem hafi verið að skipuleggja hryðjuverk. Um er að ræða samræmdar aðgerðir lögreglunnar og öryggislögreglu Danmerkur, PET.
Lögreglan hefur þó varist frekari fregna en blaðamannafundur verður haldinn klukkan fjögur í dag, að íslenskum tíma.
Politiet er i øjeblikket i gang med en større aktion. Der foretages ransagninger og anholdelser flere steder i landet. Flere politikredse er involveret i aktionen, som ledes af Københavns Politi. Intet yderligere for nu #politidk
— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) December 11, 2019