Belgískt undrabarn hættir í háskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. desember 2019 06:15 Laurent Simons var aðeins níu ára gamall þegar hann hóf nám við Eindhoven háskólann í Hollandi. instagram Laurent Simons, belgískur níu ára strákur, er hættur í háskóla en hann vonaðist til að útskrifast núna um áramótin. Simons var skráður í Eindhoven háskólann í Hollandi og höfðu foreldrar Laurent vonast til þess að hann gæti útskrifast fyrir tíu ára afmælið sitt, þann 26. desember næstkomandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt háskólanum átti Laurent eftir að taka of mörg próf til að geta útskrifast fyrir afmælið og neituðu foreldrar hans þá boði skólans um að hann gæti útskrifast á næsta ári og skráðu hann úr náminu. Laurent átti að klára þriggja ára nám í rafmagnsverkfræði á aðeins tíu mánuðum til að geta klárað prófið fyrir tíu ára afmælisdaginn sinn. Alexander Simons, faðir Laurent, sagði í samtali við hollenska fréttamenn að háskólinn hafi gagnrýnt hann fyrir að hafa verið í stöðugu sambandi við fjölmiðla varðandi son sinn. „Okkur var sagt að of mikið álag væri á barninu okkar vegna fréttaflutnings og ef við héldum fréttaflutningi áfram þyrfti hann að fara til sálfræðings,“ sagði Alexander í samtali við Hollensku fréttastofuna De Volkskrant. „Ef barn er gott í fótbolta finnst öllum í lagi að því sé deilt á fréttamiðlum. Sonur minn hefur aðra hæfileika. Af hverju ætti hann ekki að vera stoltur af þeim?“ Laurent Simon deildi einnig skjáskoti af tölvupósti á Instagramsíðu sinni sem háskólinn hafði sent honum í síðasta mánuði um mögulega útskrift í desember og hljóðaði myndatextinn svo á ensku „Liar liar pants on fire!!!“ Í tilkynningu sagði verkfræðisvið Eindhoven háskólans að það væri ekki mögulegt fyrir Laurent að klára nám sitt fyrir tíu ára afmælið ef hann ætti að geta þróað með sér skilning, hugmyndaflug á sviðinu og gagnrýna hugsun. Ef náminu væri flýtt myndi akademískur ferill hans lýða fyrir það. Háskólinn varaði einnig við því að „setja of mikla pressu á þennan níu ára gamla stúdent,“ sem hefði „hæfileika sem hefðu ekki sést hingað til.“ Belgía Holland Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Laurent Simons, belgískur níu ára strákur, er hættur í háskóla en hann vonaðist til að útskrifast núna um áramótin. Simons var skráður í Eindhoven háskólann í Hollandi og höfðu foreldrar Laurent vonast til þess að hann gæti útskrifast fyrir tíu ára afmælið sitt, þann 26. desember næstkomandi. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Samkvæmt háskólanum átti Laurent eftir að taka of mörg próf til að geta útskrifast fyrir afmælið og neituðu foreldrar hans þá boði skólans um að hann gæti útskrifast á næsta ári og skráðu hann úr náminu. Laurent átti að klára þriggja ára nám í rafmagnsverkfræði á aðeins tíu mánuðum til að geta klárað prófið fyrir tíu ára afmælisdaginn sinn. Alexander Simons, faðir Laurent, sagði í samtali við hollenska fréttamenn að háskólinn hafi gagnrýnt hann fyrir að hafa verið í stöðugu sambandi við fjölmiðla varðandi son sinn. „Okkur var sagt að of mikið álag væri á barninu okkar vegna fréttaflutnings og ef við héldum fréttaflutningi áfram þyrfti hann að fara til sálfræðings,“ sagði Alexander í samtali við Hollensku fréttastofuna De Volkskrant. „Ef barn er gott í fótbolta finnst öllum í lagi að því sé deilt á fréttamiðlum. Sonur minn hefur aðra hæfileika. Af hverju ætti hann ekki að vera stoltur af þeim?“ Laurent Simon deildi einnig skjáskoti af tölvupósti á Instagramsíðu sinni sem háskólinn hafði sent honum í síðasta mánuði um mögulega útskrift í desember og hljóðaði myndatextinn svo á ensku „Liar liar pants on fire!!!“ Í tilkynningu sagði verkfræðisvið Eindhoven háskólans að það væri ekki mögulegt fyrir Laurent að klára nám sitt fyrir tíu ára afmælið ef hann ætti að geta þróað með sér skilning, hugmyndaflug á sviðinu og gagnrýna hugsun. Ef náminu væri flýtt myndi akademískur ferill hans lýða fyrir það. Háskólinn varaði einnig við því að „setja of mikla pressu á þennan níu ára gamla stúdent,“ sem hefði „hæfileika sem hefðu ekki sést hingað til.“
Belgía Holland Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira