Hola íslenskra fræða úr sögunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. desember 2019 11:08 Framkvæmdasvæðið í morgun. Þarna er enga holu að sjá. FSR Rúmlega sex og hálfu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að Húsi íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík hefur verið fyllt upp í grunninn. Ginnungagapið sem markaði framkvæmdasvæðið og stóð óhreyft árum saman, hin svokallaða „Hola íslenskra fræða,“ er því formlega úr sögunni. Framkvæmdir hófust við bygginguna í júlí síðastliðnum og í grunninum hefur nú risið kjallari sporöskjulagaðrar byggingar sem varðveita mun handritasafn Árnastofununar. Þar til hliðar stendur nú bílakjallari sem í fyllingu tímans mun mynda undirstöðu tjarnar, ekki ósvipuðu síkinu í kringum Þjóðarbókhlöðuna. Framkvæmdasýsla Ríkisins áætlar að nú þegar hafi um 1500 rúmmetrar af steypu farið í kjallara aðalbyggingarinnar og bílakjallarann. Það er um fjórðungur þeirrar steypu sem fara mun í bygginguna, en undanfarið hafa að jafnaði verið um 50 manns að störfum á svæðinu. Uppsteypun heldur áfram á næstunni, þegar veður leyfir, en áætlað er að í byrjun næsta sumars verði hið minnsta fyrsta hæð af þremur risin. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023. Hér að neðan má sjá myndskeið sem Framkvæmdasýslan, Happdrætti Háskólans og Ístak hafa tekið saman um fyrstu stig framkvæmdanna. Ætlun þeirra er að skrásetja sögu hússins og má búast við stuttum heimildaþáttum á tveggja mánaða fresti út framkvæmdatímann. Í þessu myndskeiði er rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og Guðrúnu Nordal forstöðumann Árnastofnunar um aðkomu þeirra að byggingu hússins. Hús íslenskunnar rís - 1 þáttur from Karl Jonsson on Vimeo. Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Reykjavík Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Rúmlega sex og hálfu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin að Húsi íslenskra fræða við Arngrímsgötu í Reykjavík hefur verið fyllt upp í grunninn. Ginnungagapið sem markaði framkvæmdasvæðið og stóð óhreyft árum saman, hin svokallaða „Hola íslenskra fræða,“ er því formlega úr sögunni. Framkvæmdir hófust við bygginguna í júlí síðastliðnum og í grunninum hefur nú risið kjallari sporöskjulagaðrar byggingar sem varðveita mun handritasafn Árnastofununar. Þar til hliðar stendur nú bílakjallari sem í fyllingu tímans mun mynda undirstöðu tjarnar, ekki ósvipuðu síkinu í kringum Þjóðarbókhlöðuna. Framkvæmdasýsla Ríkisins áætlar að nú þegar hafi um 1500 rúmmetrar af steypu farið í kjallara aðalbyggingarinnar og bílakjallarann. Það er um fjórðungur þeirrar steypu sem fara mun í bygginguna, en undanfarið hafa að jafnaði verið um 50 manns að störfum á svæðinu. Uppsteypun heldur áfram á næstunni, þegar veður leyfir, en áætlað er að í byrjun næsta sumars verði hið minnsta fyrsta hæð af þremur risin. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023. Hér að neðan má sjá myndskeið sem Framkvæmdasýslan, Happdrætti Háskólans og Ístak hafa tekið saman um fyrstu stig framkvæmdanna. Ætlun þeirra er að skrásetja sögu hússins og má búast við stuttum heimildaþáttum á tveggja mánaða fresti út framkvæmdatímann. Í þessu myndskeiði er rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi menntamálaráðherra, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og Guðrúnu Nordal forstöðumann Árnastofnunar um aðkomu þeirra að byggingu hússins. Hús íslenskunnar rís - 1 þáttur from Karl Jonsson on Vimeo.
Handritasafn Árna Magnússonar Íslenska á tækniöld Reykjavík Skóla - og menntamál Íslensk fræði Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Upp úr holu mun brátt spretta Hús íslenskunnar. 11. júlí 2019 22:15