Kasper Schmeichel, markvörður og fyrirliði Leicester, var allt annað en sáttur með dómarinn Michael Oliver í gær.
Oliver var með flautuna er Leicester og Liverpool mættust í toppslag en hann dæmdi vítaspyrnu á Leicester er boltinn fór í höndina á Caglar Soyuncu.
Hinn danski Schmeichel var ósáttur með dóminn en James Milner skoraði úr vítinu og kom Liverpool í 2-0. Liverpool gekk svo á lagið og lokatölur 4-0.
„Mér finnst að 4-0 hafi verið nokkuð þungt. Við vorum inn í leiknum þangað til dómarinn varð að leika að hetju,“ sagði Schmeichel.
70 mins: On as a substitute
— Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) December 26, 2019
71 mins: Scores a penalty!
A cheeky spot-kick from @JamesMilner#PLonPrime#LEILIVpic.twitter.com/HiGFyRUwyO
„Við misstum rónna en þeir eru besta lið í heimi á þessu augnabliki, Liverpool og Manchester City. Það eru liðin sem við erum að keppast við að verða.“
„Dermot Gallagher á Sky mun segja að þetta hafi verið frábær ákvörðun og að dómarinn hafi verið hugaður en ég veit ekki hvað hann átti að gera.“
„Höndin liggur niður síðuna á honum og ég veit ekki hvernig hann ætti að bregðast við. Hann hafði millisekúndu,“ sagði Daninn.
'We were in the game until the referee had to make himself a hero'
— MailOnline Sport (@MailSport) December 27, 2019
Kasper Schmeichel HITS OUT at referee Michael Oliver for awarding Liverpool a penalty for second goal in win over Leicesterhttps://t.co/uR5lrDf5vb
Leicester er nú þrettán stigum frá Liverpool.