Jólagjafir fyrirtækjanna: Gjafakort, búsáhöld og frídagar Sylvía Hall skrifar 25. desember 2019 15:00 Fyrir mörgum snýst jólahátíðin um að gleðja sína nánustu vini og ættingja. Þá vilja flest fyrirtæki einnig gera vel við starfsmenn sína í tilefni jólanna og eru gjafirnar jafn mismunandi og þær eru margar.Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér að neðan: Bankarnir gefa gjafabréf Starfsmenn Arion banka fengu 40 þúsund króna gjafabréf og teppi frá As We Grow. Landsbankinn gaf starfsfólki sínu 45 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair en starfsfólk Íslandsbanka fékk 30 þúsund króna gjafabréf í Smáralind.Síminn gaf starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort í 66° Norður. Starfsfólk Sýnar fékk val á milli Le Creuset grillpönnu, JBL Charge 4 hátalara og göngubakpoka frá GG sport. Torg gaf starfsfólki sínu gjafaöskju með Omnom súkkulaði og gjafakort í Samkaup upp á 20 þúsund krónur. Árvakur gaf starfsfólki sínu ekki jólagjöf í ár vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Starfsfólk VÍS fékk matarkörfu og pönnu frá Líf og List. Starfsfólk Icelandair fékk 20 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og húfu frá sama fyrirtæki og Isavia gaf starfsfólki sínu 15 þúsund króna bankagjafakort og fjölskylduferð í Wonders of Iceland í Perlunni. Modus gaf starfsfólki 30 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og Bláa lónið gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og vörur frá Bláa lóninu. Leikhúsferðir og 66° Norður vörur vinsælar Efla leyfði starfsfólki sínu að velja bakpoka eða íþróttatösku frá 66° Norður, starfsfólk LOGOS fékk Garmin úr og Origo gladdi sína starfsmenn með veglegri matarkörfu, steikarpotti, Iittala skeið og viskustykki. Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna en Samherji gaf starfsfólki AirPods frá Apple og veglega matarkörfu. Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Hrafnista gaf starfsfólki sínu 7.500 króna gjafakort í Kringluna og inneign í 66° Norður fyrir tösku, Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu Blitz salatskál úr Líf og List og hlutastarfsfólk 66° Norður fékk gjafakort í Laugar spa ásamt vörum frá Laugar spa. Þá gaf Reykjavíkurborg starfsfólki gjafabréf í Borgarleikhúsið. Starfsfólk Háskóla Íslands fékk 7.500 króna gjafabréf í bóksölu stúdenta og starfsfólk Landspítalans fékk 8.500 króna inneign í Kokku. Starfsmenn hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna fengu 20 þúsund króna inneignarkort og rauðvínsflösku í jólagjöf og Hafrannsóknarstofnun gaf starfsfólki tvo frídaga milli jóla og nýárs í jólagjöf. Heilbrigðisstofnun Suðurlands gladdi starfsfólk sitt með gjafabréfi fyrir tvo í Borgarleikhúsið og Rangárþing eystra gaf öllum starfsmönnum frítt í sund og líkamsrækt á Hvolsvelli 2020.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta. Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fyrir mörgum snýst jólahátíðin um að gleðja sína nánustu vini og ættingja. Þá vilja flest fyrirtæki einnig gera vel við starfsmenn sína í tilefni jólanna og eru gjafirnar jafn mismunandi og þær eru margar.Vísir hefur tekið saman lista yfir jólagjafir til starfsfólks sem má sjá hér að neðan: Bankarnir gefa gjafabréf Starfsmenn Arion banka fengu 40 þúsund króna gjafabréf og teppi frá As We Grow. Landsbankinn gaf starfsfólki sínu 45 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair en starfsfólk Íslandsbanka fékk 30 þúsund króna gjafabréf í Smáralind.Síminn gaf starfsfólki sínu 30 þúsund króna gjafakort í 66° Norður. Starfsfólk Sýnar fékk val á milli Le Creuset grillpönnu, JBL Charge 4 hátalara og göngubakpoka frá GG sport. Torg gaf starfsfólki sínu gjafaöskju með Omnom súkkulaði og gjafakort í Samkaup upp á 20 þúsund krónur. Árvakur gaf starfsfólki sínu ekki jólagjöf í ár vegna erfiðrar rekstrarstöðu. Starfsfólk VÍS fékk matarkörfu og pönnu frá Líf og List. Starfsfólk Icelandair fékk 20 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og húfu frá sama fyrirtæki og Isavia gaf starfsfólki sínu 15 þúsund króna bankagjafakort og fjölskylduferð í Wonders of Iceland í Perlunni. Modus gaf starfsfólki 30 þúsund króna gjafabréf í 66° Norður og Bláa lónið gaf starfsfólki sínu 50 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og vörur frá Bláa lóninu. Leikhúsferðir og 66° Norður vörur vinsælar Efla leyfði starfsfólki sínu að velja bakpoka eða íþróttatösku frá 66° Norður, starfsfólk LOGOS fékk Garmin úr og Origo gladdi sína starfsmenn með veglegri matarkörfu, steikarpotti, Iittala skeið og viskustykki. Starfsfólk Marel fékk 50 þúsund króna gjafakort í Kringluna en Samherji gaf starfsfólki AirPods frá Apple og veglega matarkörfu. Össur gaf starfsfólki sínu 40 þúsund króna gjafabréf í Kringluna. Hrafnista gaf starfsfólki sínu 7.500 króna gjafakort í Kringluna og inneign í 66° Norður fyrir tösku, Borgarleikhúsið gaf starfsfólki sínu Blitz salatskál úr Líf og List og hlutastarfsfólk 66° Norður fékk gjafakort í Laugar spa ásamt vörum frá Laugar spa. Þá gaf Reykjavíkurborg starfsfólki gjafabréf í Borgarleikhúsið. Starfsfólk Háskóla Íslands fékk 7.500 króna gjafabréf í bóksölu stúdenta og starfsfólk Landspítalans fékk 8.500 króna inneign í Kokku. Starfsmenn hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna fengu 20 þúsund króna inneignarkort og rauðvínsflösku í jólagjöf og Hafrannsóknarstofnun gaf starfsfólki tvo frídaga milli jóla og nýárs í jólagjöf. Heilbrigðisstofnun Suðurlands gladdi starfsfólk sitt með gjafabréfi fyrir tvo í Borgarleikhúsið og Rangárþing eystra gaf öllum starfsmönnum frítt í sund og líkamsrækt á Hvolsvelli 2020.Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir þær jólagjafir sem íslensk fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu. Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við þennan lista að bæta.
Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Engar jólagjafir í kjölfar uppsagna hjá Árvakri Starfsmenn Árvakurs, sem rekur Morgunblaðið, Mbl.is og K100, fá engar jólagjafir þetta árið. Þetta kemur fram í tölvupósti til starfsmanna í dag. 20. desember 2019 16:52