Greiðfært á Suðausturlandi en ökumenn beðnir um að fara varlega Sylvía Hall skrifar 22. desember 2019 10:59 Ökumenn eru beðnir um að fara varlega frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Vegagerðin Opnað var fyrir umferð um veginn frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni um níu leytið í dag. Ökumenn eru þó beðnir um að fara varlega þar sem klæðning fauk af veginum á kafla við Lómagnúp. Á Norðurlandi er enn þungfært og þæfingur eða snjóþekja á flestum leiðum. Vegurinn um Ljósavatnsskarð er því enn lokaður er stefnt er að því að taka stöðuna á ný klukkan 12 í dag. Þá er ófært um Hófaskarð og Hálsa á Norðausturlandi. Svipað ástand er á Vestfjörðum en þar er þæfingur, snjóþekja eða hálka og skafrenningur á flestum leiðum og ófært á Klettsháls og norður í Árneshrepp. Skafrenningur og snjókoma á Steingrímsfjarðarheiði. Vegagerðin hefur lokað fjölda vega í dag vegna veðurs. Víðast hvar er vetrarfærð og mjög víða skafrenningur og fer veður versnandi í flestum landshlutum. Flestar leiðir á Suðvesturlandi eru greiðfærar þó eitthvað sé um hálkubletti á fjallvegum. Þá er mjög hvasst undir Hafnarfjalli, á Kjalarnesi og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun sem er í gildi allt frá Vestfjörðum og austur eftir öllu landinu til Suðvesturlands. Norðaustan hvassviðri eða stormur fer yfir landið í dag og má búast við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum á vegum. Þó er búist við því að það taki að lægja smám saman með kvöldinu og í nótt. Hægt er að fylgjast með nýjustu upplýsingum um færð á vegum frá Vegagerðinni hér að neðan. Tweets by Vegagerdin Veður Tengdar fréttir Varað við slæmu veðri og vetrarfærð víða um landið Nokkrar leiðir á landinu norðanverðu eru lokaður vegna veðurs, færðar og snjóflóðahættu. 22. desember 2019 07:26 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Opnað var fyrir umferð um veginn frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni um níu leytið í dag. Ökumenn eru þó beðnir um að fara varlega þar sem klæðning fauk af veginum á kafla við Lómagnúp. Á Norðurlandi er enn þungfært og þæfingur eða snjóþekja á flestum leiðum. Vegurinn um Ljósavatnsskarð er því enn lokaður er stefnt er að því að taka stöðuna á ný klukkan 12 í dag. Þá er ófært um Hófaskarð og Hálsa á Norðausturlandi. Svipað ástand er á Vestfjörðum en þar er þæfingur, snjóþekja eða hálka og skafrenningur á flestum leiðum og ófært á Klettsháls og norður í Árneshrepp. Skafrenningur og snjókoma á Steingrímsfjarðarheiði. Vegagerðin hefur lokað fjölda vega í dag vegna veðurs. Víðast hvar er vetrarfærð og mjög víða skafrenningur og fer veður versnandi í flestum landshlutum. Flestar leiðir á Suðvesturlandi eru greiðfærar þó eitthvað sé um hálkubletti á fjallvegum. Þá er mjög hvasst undir Hafnarfjalli, á Kjalarnesi og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun sem er í gildi allt frá Vestfjörðum og austur eftir öllu landinu til Suðvesturlands. Norðaustan hvassviðri eða stormur fer yfir landið í dag og má búast við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum á vegum. Þó er búist við því að það taki að lægja smám saman með kvöldinu og í nótt. Hægt er að fylgjast með nýjustu upplýsingum um færð á vegum frá Vegagerðinni hér að neðan. Tweets by Vegagerdin
Veður Tengdar fréttir Varað við slæmu veðri og vetrarfærð víða um landið Nokkrar leiðir á landinu norðanverðu eru lokaður vegna veðurs, færðar og snjóflóðahættu. 22. desember 2019 07:26 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Varað við slæmu veðri og vetrarfærð víða um landið Nokkrar leiðir á landinu norðanverðu eru lokaður vegna veðurs, færðar og snjóflóðahættu. 22. desember 2019 07:26